Blogg

6 HEILSUFARSLEGIR ÁVINNINGAR BAOBAB

Baobab ávöxturinn er sannkölluð næringarsprengja og getur stuðlað að ýmsum heilsufarslegum ávinningum. Í þessari færslu færð þú að kynnast þessari mögnuðu ofurfæðu betur sem vex á hinu eina sanna Africa’s „Tree of Life“.

Það er ekkert leyndarmál að við ELSKUM ofurfæður og þó svo að öll lífrænu og náttúrulegu hráefnin hjá Your Super séu vel að ofurfæðu-titlinum komin, þá er baobab það hréfni sem fær ekki alla þá athygli sem það á skilið. Þar af leiðandi viljum við setja það í sviðsljósið með þessari færslu.

BAOBAB TRÉÐ: „AFRICA’S TREE OF LIFE“

Hefur þú einhvern tímann horft á Lion King? Ef svarið er já, þá hefur þú séð baobab tré en það er tréð sem Rafiki bjó í. Baobab (borið fram bay-oh-bab) á rætur sínar að rekja til Afríku, Ástralíu og Miðausturlanda.

Stærri trén eru meira eins og þykkblöðungar vegna þess að bolur trésins er um 80% vatn og getur eitt baobab tré innihaldið allt að 4500 lítra af vatni sem gerir það að dýrmætri vatnsauðlind.

Þessi tré geta einnig viðhaldið eigin vistkerfi þar sem þau gefa af sér bæði mat og vatn og einnig veita þau dýrum af öllum stærðum og gerðum skjól.

Baobab tréð getur orðið um 1000 ára gamalt en elsta sem hefur fundist er Panke baobab, sem var meira en 2500 ára gamalt. Því miður eru elstu trén byrjuð að deyja og þó orsökin sé enn ókunn er talið að um loftslagsbreytingar sé að ræða.

Mynd frá www.dw.com

NÆRINGARSPRENGJAN BAOBAB

Baobab, einnig þekktur sem apa ávöxturinn, er eins og amerískur fótbolti í laginu og um 17 cm. á lengd. Baobab er eini ávöxturinn í heiminum sem þurrkast náttúrulega á greininni en það ferli tekur um 6 mánuði.

Ávöxturinn fer úr grænum lit í brúnan þegar hann er tilbúinn til uppskeru og verður skelin hans mjúð viðkomu. Rjómalitað aldinið (sem hefur einhversskonar krítaráferð og molnar auðveldlega niður) er hægt að fjarlægja eftir að ávöxturinn er opnaður með hamri eða stórum hníf.

Baobab ávöxturinn er stútfullur af mikilvægum næringarefnum sem við þurfum nauðsnlega á að halda. Sem dæmi má nefna:

  • C vítamín (7-10 sinnum meira en í appelsínu)
  • Trefjar (30 sinnum meira en í salatblaði)
  • Magnesíum (5 sinnum meira en í avókadó)
  • Potassíum (6 sinnum meira en í banana)
  • Kalsíum (2 sinnum meira en í kúamjólk)

Baobab er einnig ríkari af andoxunarefnum og pólýfenól en bláber, goji ber, granatepli og acaí.

6 HEILSUFARSLEGIR ÁVINNINGAR BAOBAB

Laufin, fræin, börkurinn og aldinið í baobab hefur verið notað í margar aldir til að lækna ýmsa kvilla. Sem dæmi má nefna hita, sýkingar, niðurgang og blóðleysi.

Sem betur fer þarftu þó ekki að veikjast til að njóta allra þeirra ofurkrafta sem þessi ávöxtur býr yfir.

STYRKIR ÓNÆMISKERFIÐ

Eins og við komum inn á áðan að þá er baobab afar ríkt af C vítamíni en rannsóknir hafa sýnt að það getur styrkt ónæmiskerfið. Sem ríkulegur andoxunargjafi vinnur það einnig gegn sindurefnum í líkamanum og getur þannig seinkað eða komið í veg fyrir frumubreytingar (krabbamein) og ýmsa sjúkdóma.

Við mannfólkið getum ekki framleitt C vítamín í líkamanum og verðum þess vegna
að fá það úr fæðunni. Appelsínur hafa alltaf verið þekktar sem góð uppspretta C vítamíns en aldin baobab ávaxtarins inniheldur 7-10 sinnum meira af C vítamín en appelsínur eins og við nefndum hér ofar.

EYKUR UPPTÖKU JÁRNS Í LÍKAMANUM

C vítamín gegnir ekki einungis mikilvægu hlutverki fyrir ónæmiskerfið heldur hjálpar það einnig við upptöku járns í líkamanum. Baobab er því líka góð uppspretta járns.

STUÐLAR AÐ HEILBRIGÐRI MELTINGU

Baobab, og þá sérstaklega baobab duft, er mjög ríkt af trefjum en baobab duft er í rauninni 50% trefjar.

Minna en 3% bandaríkjamanna fá sinn ráðlagða dagsskammt af trefjum. Við höfum ekki tölur yfir íslendinga og því notum við þessa tölu til að gefa hugmynd. Afhverju
skiptir þetta máli? Trefjar, sem finnast aðeins í plöntum, stuðla ekki bara að heilbrigðri meltingu heldur gefur einnig seddu tilfinningu og nærir „góðu“ bakteríurnar í meltingarveginum (prebiotics).

KEMUR JAFNVÆGI Á BLÓÐSYKURINN

Baobab getur stuðlað að blóðsykursjafnvægi. Samkvæmt rannsókn sem var gerð, kom í ljós að ef bakað er hvítt brauð þar sem baobab þykkni (extract) er bætt út í deigið, dregur það úr blóðsykurssvörun í líkamanum og líkaminn meltir minna af sterkju.

Önnur rannsókn gaf til kynna að hvítt brauð sem inniheldur baobab þykkni (extract) „minnkaði insúlínmagnið sem þarf til að fá tiltekin blóðsykursviðbrögð“.

Þar sem að baobab er svona rosalega trefjaríkt, að þá getur það einnig hægt á losun sykurs í blóðrásina og náð betri stjórn á blóðsykrinum.

BÓLGUMINNKANDI ÁHRIF

Þökk sé ríkulegu magni andoxunarefna og pólýfenóls í baobab, þá getur ávöxturinn minnkað bólgur á náttúrulegan máta í líkamanum.

Afhverju skiptir það máli? Jú, vegna þess að krónískar bólgur hafa verið tengdar við ýmis heilsufarsvandamál. Sem dæmi má nefna sykursýki 2, hjartasjúkdóma og krabbamein.

Þó svo að fleiri rannsóknir þurfi að vera gerðar að þá var rannsókn gerð sem sýndi fram á að baobab þykkni getur dregið úr líkum á að oxunarskemmdir eigi sér stað í líkamanum.

GOTT FYRIR HÚÐINA

Áfram tölum við um andoxunarefnin og C vítamínið en það er einstaklega gott fyrir hár og húð. C vítamín getur verndað húðina gegn eyðileggingu af völdum sindurefna sem finnast í til dæmis sólargeislum og mengun. C vítamín stjórnar einnig kollagen framleiðslunni í líkamanum en kollagen er helsta byggingarprótein líkamans og bindur raka í húðinni ásamt því að draga úr hrukkumyndun.

Sannkallaðar ofurkonur hér á ferð – mynd frá Your Super

ER BAOBAB SJÁLFBÆRT?

Þar sem vinsældir baobab fara vaxandi veltið þið því kannski fyrir ykkur hvort aukin
eftirspurn hafi neikvæð áhrif á umhverfið. Góðu fréttirnar eru þó að aukin eftirspurn hefur í raun og veru jákvæð áhrif!

Áður en vinsældir baobab jukust áttu trén í hættu á að vera hoggin niður en eftir
að fólk uppgötvaði næringargildi og ávinninga ávaxtarins hafa trén varðveist.

FÉLAGSLEG ÁHRIF BAOBAB

Þrátt fyrir að baobab tré finnist í 32 löndum, að þá kaupa Your Super sín baobab frá Ghana. Your Super og þeirra birgi eða samstarfsaðili í Ghana, passa að framleiðslan öll fari fram í þessu tiltekna héraði og að allur hagnaður af ræktuninni haldist þar.

Það er gífurlega mikilvægt að taka fram að baobab tré eru í eigu fjölskylda og samfélaga – ekki í eigu stórra fyrirtækja. Það eru einungis íbúar þessara samfélaga sem geta hagnast af uppskerunni.

Þar sem að baobab ávöxturinn blómstrar yfir þurrktímabilið geta íbúar hagnast af sölu hans þegar engin önnur uppskera er. Þetta eru góða fréttir fyrir Ghanabúa þar sem 90% þjóðarinnar býr við mikla fátækt.

Baobab ræktunin býður einnig upp á fleiri störf fyrir konur í þessum samfélögum þar sem þeirra tækifæri eru takmörkuð. Með því að rækta baobab og önnur matvæli, geta þær komið með auka tekjur á heimilið til að sjá fyrir sinni fjölskyldu.

HVERNIG NOTUM VIÐ BAOBAB?

Það má bæði borða aldinið og fræin í ávextinum en vegna þess hvað trén vaxa á afskekktum svæðum er ávöxturinn seldur í duftformi og hefur því talsvert lengri endingartíma eða um 3 ár.

Það eru ótal leiðir sem hægt er að neyta baobab duftsins, sérstaklega í glútenlausan
og plöntumiðaðann bakstur. Ríkulegt magn trefja í duftinu gerir það að frábæru bindi- eða þykkingarefni.

Við elskum þó að setja Super Green blönduna frá Your Super sem inniheldur baobab, í; smoothie, hafragraut og jafnvel hummus! Með þessu móti færðu ekki einungis heilsuávinninga baobab, heldur einnig inniheldur Super Green aðrar öflugar grænfæður; hveitigras, bygggras, spirulínu, moringa og chlorella.

Við minnum á að alltaf má hafa samband við okkur ef þú hefur einhverjar pælingar varðandi ofurfæður ?
[email protected]