| Uppskriftir

Activated Charcoal Pönnukökur

by @danistrailcooking

Þó maður fái nú aldrei leið á venjulegum pönnukökum þá er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt!
Þessar pönnukökur eru að sjálfsögðu vegan eins og við erum svolítið að vinna með hér á Tropic og einnig mjög bragðgóðar!
Eins og nafnið gefur til kynna þá innihalda pönnukökurnar activated charcoal duft en það er duft sem er búið til úr 100% bambus!
Duftið er þekkt fyrir þau hreinsandi áhrif sem það hefur en t.d. 1 tsk af duftinu útí vatn og smá eplaedik og sítrónu sneið er algjör detox bomba! Gott að hafa það í huga daginn eftir drykkju, nammi sukk eða hreinlega í veikindum!
Áður en ég fer að fjalla meira um duftið þá ætla ég að vinda mér í pönnsurnar…
Þú þarft:
200 gr. hveiti
40 gr. tapioca sterkja
5 gr. Activated Charcoal duft frá The Organic Lab
130 gr. eplasósa
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. eplaedik
250ml. vegan mjólk (t.d. haframjólk)
toppings að eigin vali
🖤
Aðferð: öllum hráefnum er blandað saman í blandara eða matvinnsuvél. Ég hef stundum notað töfrasprota til að hræra saman pönnsudeig en dæmir hver fyrir sig hvað er best! Síðan steikiru pönnsurnar upp úr kókosolíu á miðlungs heitri pönnu.
ATH. til að gera ombre pönnukökustafla þá þarftu í rauninni að skipta deginu og hafa í einum part meira af dufti þannig að það verði dekkra og svo minna og minna. Það er smá dunderí en kemur flott út!
Kemur enn flottara út ef þú toppar staflann með bráðnuðu dökku súkkulaði og ferskum berjum!  Eða í rauninni hverju sem er 🤷
🖤
Ef þú gerir flottar pönnsur eða jafnvel ljótar pönnsur, skiptir ekki máli – endilega taggið okkur @tropic.is fyrir feature!