| Uppskriftir

Þessi kaka er eitthvað annað! Ekki bara er hún, vegan, glúten- og sykurlaus heldur líka sjúklega bragðgóð! Tilvalin fyrir þá sem þurfa að baka eitthvað fyrir baby shower eða fyrir afmælið hjá Stínu frænku en enginn sykur og ekkert hveiti velkomið í eldhússkápana!

Athugið að það er sterkur leikur að gera fyllinguna (efri hlutan) deginum áður en maður þarf kökuna og þá er gott að setja fyllinguna á botninn áður en botninn fer í frysti.

Hráefni í botninn:

1 bolli af höfrum
3 msk. kakó duft
1 msk. möndlusmjör
1 msk. kókosolía
1 msk. sýróp (hrísgrjónasýróp var notað)
20 döðlur
3 msk. kókosvatn
vanilluduft

Aðferð:

Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél eða öflugan blandara og blandið vel saman. Þegar allt er vel blandað saman á að vera auðvelt að þjappa blönduna vel í botninn á þínu uppáhalds formi. Setjið síðan formið inn í frysti og geymið þar.

Hráefni í efri hlutan:

1 dós af kókosmjólk
3 msk. agave sýróp eða annar sætugjafi
1 kúfull msk. Pink Matcha Duft
1 kúfull msk. Red Matcha Duft eða Pink Pitaya duft
1 msk. tapioca sterkja
3 msk. agar agar (fæst í Heilsluhúsinu)

Aðferð:

Hellið kókosmjólkinni í pott og látið malla (ekki sjóða). Blandið sætugjafanum og Organic Lab Nordic duftunum (Pink Matcha og Red Matcha eða Pink Pitaya) og látið malla í 3 mínútur og hrærið vel á meðan. Blandið síðan tapioca sterkjunni og agar agar út í. Látið malla aðeins áfram í nokkrar mínútur þar til næsta skref er síðan að kæla blönduna. Þegar blandan er svona rétt rúmlega volg er manni óhætt að hella henni á botninn og geyma síðan inní ísskáp í amk. 3 klukkutíma. Áður en þú berð síðan kökuna fram skaltu skreyta hana með öllu því sem þig girnist. Ber eða aðrir ávextir passa einstaklega vel við!

Þessi uppskrift var gerð af @danistrailcooking en hún gerir vikulega geggjaðar uppskriftir með duftunum okkar!