| Uppskriftir

Ætli það sé tilviljun að ég geri tvær Dunaliella Salina uppskriftir í röð? Það er ekkert leyndarmál að ég ELSKA þessa ofurfæðu enda góð ástæða til. Eins og ég nefndi í síðustu færslu að þá er Dunalilella stútfull af næringarefnum og vítamínum en síðan er liturinn líka bara svo skemmtilegur!

Þú getur lesið nánar um Dunaliella Salina hér.

Það þarf ekki blað og penna til að muna innihaldið í þessum ís:

4x bananar frosnir og skornir í bita (mæli með að vera búin að skera þá áður en þeir eru frystir)
2x matskeiðar af Dunaliella Salina dufti 

Aðferð:

Setjið banana bitana í matvinnsluvél og hrærið þar til þeir eru orðnir mjúkir. Til að byrja með verður þetta smá kekkjótt en ætti að verða mjúkt og fínt eftir að bananarnir hafa þiðnað smá. Ef þú lendir í veseni þá bara um að gera að bæta haframjólk eða aðra plöntumjólk við til að hjálpa með að ná þessari mjúku áferð en setja bara lítið af mjólkinni. Eftir að áferðin er orðin fín þá eru tvær matskeiðar af Dunaliella Salina bætt við og því hrært saman. Sumir geta einfaldlega ekki beðið og setja blönduna strax í skál og byrja að borða en það er líka hægt að setja blönduna í frysti og gera síðan ískúlur í skál seinna og toppa með sínum uppáhalds berjum eða öðru góðgæti 🙂 

Ef þú prófar þessa uppskrift og deilir henni á Instagram þá má endilega tagga okkur @tropic.is!