| Uppskriftir

Dunaliella Salina þörungar innihalda mikið magn af C vítamínum og andoxunarefnið Beta-Karótín sem Dunaliella er virkilega rík af getur umbreyst í A vítamín í líkamanum! Við mælum því alveg eindregið með þessari ofurfæðu og hér fyrir neðan er að finna eina góða uppskrift!

Hráefni:
1x frosinn banani
1-2 dl. af vegan mjólk, til dæmis hafra eða möndlumjólk!
1 msk af Dunaliella Salina dufti
2 tsk af sýrópi 
mér finnst gott að hafa nokkra frosna ananas bita með 🙂

Allt hráefni sett í blandara eða matreiðsluvél og hrært vel. Stundum þarf að stoppa blandarann/vélina annað slagið og hræra með skeið og/eða bæta smá meiri vegan mjólk við ef blandarinn ræður ekki við frosnu ávextina. Þegar áferðin er orðin mjúk mælum við með að setja smoothie-inn í kókoshnetuskál og toppa með berjum eða ávöxtum að eigin vali. Ég persónulega elska líka kókosflögur og granola með smoothieskálum!