| Uppskriftir

Hver kannast við það að vilja dekra smávegis við sig? Sérstaklega á góðum frídegi. Með því besta sem ég fæ mér í morgunmat, hádegis- eða jafnvel kvöldmat er smoothie skál en skálarnar eru fljótlegar og orkumiklar. Í dag fór ég í klukkutíma göngu með hundinn í hádeginu og verðlaunaði mér svo með einni dýrindis smoothie skál eftir gönguna.

Uppskrift fyrir einn hljómar svona:

  • Hálfur banani
  • Frosin jarðaber
  • Hálft frosið avókadó
  • Frosnir ananas bitar
  • Skeið af vanillu próteini
  • Möndlumjólk

Ég set dass af jarðaberjum og ananas eða sirka 6 frosna bita af hvoru. Maður getur verið eins sveigjanlegur og maður vill með þessa uppskrift. Það má skipta einu út fyrir annað og minnka hitt og auka þetta, alveg eftir hentusemi.
Þegar blandarinn hefur hrært þessu saman í smá tíma þá lendi ég stundum í vandræðum því blandarinn nær ekki að blanda betur en þá bæti ég aðeins meiri möndlumjólk við og hræri aðeins í blöndunni með skeið. Auðvitað þarf að vera slökkt á blandaranum á meðan maður hrærir 🙂
Ég vil alltaf hafa þetta sem þykkast og eins íslegt og ég get! Það eru eflaust aðrir blandarar sem höndla svona frosna ávexti betur en ég tími ekki að skipta mínum út strax þar sem hann hefur tilfiningalegt gildi.
<– Svona lítur smoothie skálin út og það sést hvað áferðin er þykk og djúsí. Ég er alltaf með sleif innan handar til að ná öllu úr blandaranum því þetta er svo þykkt en þannig á það einmitt að vera! Ég nota auðvitað kókoshnetuskál undir smoothie-inn og borða með kókoshnetuskeið. Það er ekki það sama að borða svona úr keramik/gler skál með venjulegri skeið að mínu mati.

 

Það sem setur alveg punktinn yfir i-ið er það sem þú toppar skálina með. Ég er gjörn á að hafa kókosflögur, chia fræ, haframjöl eða einhverjar hnetur en það sem er alveg ómissandi að mínu mati er granola. Ég er alveg sjúk í súkkulaði granólað frá Sante en þú getur lesið nánar um það hér. Sem betur fer er það án pálmaolíu og það er einnig ríkt af steinefnum. Það er aðeins af sykri í því en við erum að gera vel við okkur svo það sleppur alveg. Þetta granola fæst í Bónus og Iceland veit ég og örugglega á fleiri stöðum.

Þetta er eins einfalt og það gerist. Vonandi næ ég að smita fleiri af þessum smoothie bowl hita sem ég er með! Ef þú lumar á góðum uppskriftum þá má endilega senda okkur hana á [email protected] og aldrei að vita nema maður taki sig til og prófi. Ég vil einnig benda á að það má endilega tagga okkur á Instagram (@tropic.is) ef þið gerið djúsí skál í kókoshnetuskálunum frá okkur 🙂

 

Kristín Amy Dyer