| Uppskriftir

Þessi kaka er að sjálfsögðu vegan eins og allar okkar uppskriftir. Uppskriftina gerði @alchemy.eats en hún er nýbyrjuð að vinna með The Organic Lab í að þróa uppskriftir fyrir okkur áhugasömu!
ATH. lestu endilega aðferðina til enda áður en þú verslar í kökuna 🙂

Hráefni í botn:
– 125 gr. af kasjúhnetum
– 50 gr. af kókos
– 175 gr. döðlur
– 1 tsk. vanilludropar (eða vanillu duft)
– 2 tsk. cocoa duft
– dass af kanil
– dass af salti

Hráefni í miðjulag: (x2 tvisvar sinnum)
– 300 gr. af kasjúhnetum (búnar að liggja í bleyti í amk 8 klst.)
– 2-3 tsk. af Activated Charcoal dufti frá The Organic Lab
– 52 gr. af kókosolíu
– safi úr einni sítrónu
– 113 ml af maple sýrópi eða agave
– 1 dós af kókosmjólk (þykki hlutinn)
– 1,5 dl. af brómberjum (geymið nokkur til hliðar)

Aðferð 1
– Blandaðu kasjúhnetum, döðlum, kókos, vanillu, cocoa dufti, kanil og salti saman í matvinnsluvél eða blandara þar til allt er orðið þykkt.
– Þrýstu deginu í botn á formi.
– Settu botninn í frysti á meðan þú útbýrð “ostakökuna”.

Aðferð 2
– Taktu kasjúhneturnar úr bleyti.
– Settu kasjúhneturnar, vanillu, bráðnaða kókosolíu, sítrónusafa, activated charcoal, kókosmjólk, brómber og sýróp saman í blandarann á ágætan hraða þar til þú ert komin með mjúka svarta áferð.
– Helltu blöndunni yfir botninn í kökuforminu og láttu í fyrsti.

Aðferð 3
– Gerðu aðferð 2 aftur nema í þetta sinn, slepptu brómberjum og activated charcoal til að fá þennan hvíta lit.
– Settu kökuna endanlega í frystir í 2-3 klst. Taktu hana síðan út í smá tíma áður en þú berð hana fram.

Njóttu!

@alchemy.eats