Blogg

Ofurfæða 101

Hvað er ofurfæða?

Orðið „ofurfæða“ er út um allt: á samfélagsmiðlum, í matvöruverslunum, í snyrtivörum og svo mætti lengi telja. En hvað eru ofurfæður? Hvað gerir þær svona mikið „ofur“?

Svo virðist sem að í hverri viku nái ný ofurfæða að komast í sviðsljósið. Eina vikuna er það grænkál, í þeirri næstu er það avókadó. Þar af leiðandi er orðið „ofurfæða“ orðið trend og byrjað að missa sína réttu meiningu þökk sé sniðugri markaðssetningu.

Ótrúlega mikið af fólki spyr okkur, hvað er ofurfæða? Er einhver ákveðinn staðall settur af hátt settum prófessorum við Harvard háskóla yfir hvað fæða þarf að búa yfir til að geta kallast ofurfæða? Eða er ákveðið ofurfæðu samfélag þar sem vel valdir aðilar fá að velja sína nýjustu meðlimi? Eru ofurfæður virkilega eins hollar og þær eru gefnar út fyrir að vera?

Ef við notum til dæmis Google, þá sjáum við að ofurfæða er næringarríkur matur sem er talinn sérstaklega gagnlegur fyrir almenna heilsu og vellíðan. Frábært, en hvað þýðir það nákvæmlega?

Ofurfæður eru afar ríkar af örnæringarefnum á borð við vítamín, steinefni, andoxunarefni, ensím og hollri fitu. Öll þessi næringarefni eru virkilega mikilvæg fyrir líkamann. Með öðrum orðum: ofurfæður eru ofurhetjur plöntuheimsins en í staðinn fyrir að berjast gegn glæpum, þá gefa ofurfæður þér orkuna til að berjast gegn krónískum sjúkdómum og öðrum næringarskorti.

Jafnvel þó að ofurfæður séu ekki merktar „S“ logo-i eins og Superman né klæðast litlum sætum skikkjum að þá eru þær alls ekki eins vandfundnar og þær virðast vera. Þú hefur sennilega rekist á þær í matvöruversluninni þinni.

Meirihluti ofurfæða finnst í náttúrunni og vaxa úr jarðveginum okkar: ávextir, grænmeti, fræ, grös, þörungar og lauf.

Mynd frá Your Superfoods

Afhverju eru ofurfæður mikilvægar?

Sannleikurinn er sá að meirihluti fólks í dag borðar ekki nægilega mikið af ávöxtum og grænmeti og skortir því ýmis næringarefni. Sem dæmi má nefna að í Bandaríkjunum borðar 90% af þjóðinni ekki nægilega mikið af ávöxtum og grænmeti.

Þetta er afar stór áhætta sem við erum að taka því við getum tengt skort af ávöxtum og grænmeti í matarræði við 4.9 milljónir dauðsfalla út um allan heim.

Þannig að afhverju ekki að grípa sér auka banana eða borða salat tvisvar í viku? Það mun laga þetta vandamál, ekki satt?

Fæðubótarefni vs. Ofurfæða?

Afhverju ættiru að bæta ofurfæðu í matarræðið þitt þegar þú getur fengið þér fjölvítamín og önnur vítamín í pilluformi?

Mikið af fjölvítamínum og vítamíntöflum eru „tilbúin“. Þar af leiðandi ekki náttúruleg og innihalda einangruð næringarefni. Rannsóknir hafa ekki enn náð að sýna fram á hve mikið líkaminn nær að vinna úr „tilbúnum“ vítamínum ef hann nær að gera það yfir höfuð.

Rannsóknir eru einnig afar skiptar hvað varðar virkni fjölvítamína. Sumar rannsóknir sýna að vítamínin virki, aðrar rannsóknir sýna að vítamínin virki ekki eða gera okkur illt verra heldur en ef við myndum ekki taka þau til að byrja með. Svona svokölluð „gervi“ vítamín eða „tilbúin“ vítamín geta því verið skaðleg, sérstaklega þar sem FDA (Food and Drug Administration) skoðar ekki vítamín og fæðubótarefni né staðfestir virkni áður en þau eru sett á markaðinn.

Niðurstaðan er semsagt sú að þegar þú borðar mat sem vex í náttúrunni, þá ertu ekki að næra þig með einangruðum næringarefnum. Í staðin ertu að næra þig með örnæringarefnum sem líkaminn þinn þarf. Þessi leið er betri fyrir heilsuna þína og almenna vellíðan þegar til lengri tíma er litið.

TOPP 20 OFURFÆÐUR

Við vitum öll að engin ein fæða getur læknað alla sjúkdóma en margar vísindalegar rannsóknir hafa verið gerðar sem sýna það að ákveðin matvæli skili meiri heilsufarslegum ávinningi en aðrar. Hér eru nokkrar fæður sem hafa áunnið sér titilinn sem „ofurfæður“ – og vísindin sanna það.

Acaí

Acaí ber eiga uppruna sinn að rekja til Mið- og Suður-Ameríku, aðallega til Brasilíu þar sem þau vaxa vítt og dreift um regnskóga Amazon. Acaí ber eru einnig þekkt sem „beauty berry“ þar sem þau eru svo rík af andoxunarefnum (ríkari en bláber og trönuber) og geta hjálpað til við að hægja á öldrun húðarinnar og haldið henni heilbrigðri og unglegri.

Acerola Kirsuber

Þó að það leynist í nafninu að þá er Acerola krisuber ekki alvöru kirsuber. Acerola er ein af þeim fæðum sem inniheldur hvað mest magn af C vítamíni – meira en appelsínur! Acerola inniheldur einnig ríkulegt magn af A vítamínum og andoxunarefnum.

Alfalfa

Þó að alfalfa sé fyrst og fremst ræktað fyrir búfé (fyrir heyið), að þá búa alfalfa spírur yfir aðdáunarverðum heilsufarslegum eiginleikum. Ekki bara eru spírurnar ríkar af vítamínum og steinefnum heldur hafa rannsóknir sýnt að þær geta lækkað kólesteról í líkamanum ásamt því að minnka bólgur og og komið í veg fyrir frumuskemmdir af sökum sindurefna.

Bananar

Bananar eru eitt af vinsælustu ávöxtum jarðar og því mjög aðgengilegir og auðveld ofurfæða til að bæta við þitt daglega matarræði. Flestir vita að bananar eru góð uppspretta af kalíum, sem er mikilvægt fyrir hjartaheilsu. Trefjarnar í bönunum hjálpa einnig við meltinguna og halda blóðsykrinum í jafnvægi.

Baobab

Baobab er ávöxtur frá afríska trénu „Tree of Life“. Þessi andoxunarefna- og Polyphenol ríki ávöxtur hefur verið notaðir í aldaraðir til að meðhöndla ýmsa sjúkdóma og kvilla. Þökk sé háu C-vítamín innihaldi (7-10x meira en í appelsínum) að þá getur baobab styrkt ónæmiskerfið og ýtt undir járn upptöku í líkamanum. Rannsóknir hafa einnig sýnt að baobab getur komið jafnvægi á blóðsykur og bætt melltingu.

Bygggras

Bygg er afar næringarríkt og hlaðið vítamínum og steinefnum á borð við trefja, járn og kalsíum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að bygggras getur bæði styrkt ónæmiskerfið en einnig drepið krabbameinsfrumur!

Bláber

Bláber eru sönnun þess að ofurfæða getur komið í afar litlum umbúðum. Þessi örsmáu og þó öflugu ber eru hlaðin næringarefnum sem berjast gegn sjúkdómum. Við erum að tala um ríkulegt magn af andoxunarefnum, jurtaefnum (phytochemicals) og C, K og E vítamín.

Cacao

Cacao er hollari frændi cocoa. Hrátt cacao inniheldur ekki bara 300 mismunandi efnasambönd heldur einnig er magn andoxunarefna í cacao fjórum sinnum hærra en í venjulegu dökku súkkulaði og tuttugu sinnum hærra en í bláberjum.

Carob

Svipað og með cacao að þá er carob afar ríkt af andoxunarefnum (galleplasýran og flavonoids) sem drepa krabbameinsfrumur. Carob er einnig trefjarríkt, kalsíumríkt og ríkt af kalki.

Chia fræ

Chia fræ eiga rætur sínar að rekja langt aftur eða 3500 f. Kr. til að vera nákvæm. Hjá Myan ættbálkinum þýðir „chia“ styrkur, sem er alls ekkert svo vitlaust þar sem chia fræ eru afar próteinrík. Fræin eru einnig rík af omega-3 fitusýrum, trefjum og andoxunarefnum.

Chlorella

Chlorella er öflugur grænþörungur sem inniheldur meiri blaðgrænu en nokkur önnur planta. Þar af leiðandi hefur chlorella sýnt fram á að geta varið líkamann gegn geislameðferð. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að chlorella getur hreinsað þunga málma og óvelkomin efni úr líkamanum ásamt því að koma í veg fyrir frásog þessara málma og efna.

Kókoshneta

Kókoshnetan er yfirleitt kennd við suðrænar strendur og hitabeltisfrí en þessi framandi ávöxur er frábær uppspretta af hollum fitum og nauðsynlegum næringarefnum.

Guarana

Guarana ber eiga rætur sínar að rekja til Brasilíu og þau hafa verið notuð í aldaraðir af Amazon ættbálkum fyrir sína lækningaeiginleika. Vegna náttúrulegs koffíninnihalds (4 til 6 sinnum meira koffín en í kaffibaunum), hefur verið sýnt fram á að guarana dregur úr þreytu og bætir daglegan fókus.

Lucuma

Lucuma hefur verið á matarborðum í Suður-Ameríku síðan 200 e.Kr. og er þekkt sem „gold of Incas“. Þessi sæti ávöxtur er ríkur af polyphenol og carotenoids sem getur verndað líkamann gegn krónískum sjúkdómum á borð við sykursýki og hjartasjúkdóma. Lucuma er einnig ríkt af trefjum, kalki, járni og C vítamíni.

Maca

Einnig þekktur sem perúskur ginseng, nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á að maca er náttúrulegur skaphvati með því að draga úr þunglyndis- og kvíðaeinkennum. Aðrir áhugaverðir kostir maca eru til dæmis aukin kynhvöt (bæði hjá konum og körlum) og einnig aukin frjósemi hjá körlum.

Maqui

Maqui ber eru afar rík af andoxunarefnum. Þau búa yfir þrisvar sinnum meira af andoxunarefnum heldur en brómber, bláber, jarðaber og hindber. Þau eru fyrst og fremst rík af antósýanínum (anthocyanins) sem gefa berjunum sinn dökkfjólubláa lit. Sýnt hefur verið fram á að antósýanín getur dregið úr skaða á sindurefnum, stuðlað að jöfnum blóðþrýsting og hvorki meira né minna en bælt niður æxlisvöxt.

Matcha

Matcha eða grænt te (í duft formi) inniheldur 3x sinnum meira af catechins (andoxunarefni) heldur en hefðbundið bruggað grænt te. Náttúrulega koffíninnihaldið í matcha stuðlar að aukinni orku og betri fókus án þess að maður fái „koffínfall“. Fleiri rannsóknir hafa sýnt að matcha getur bætt athygli, viðbragðstíma og minni.

Moringa

Moringa er ríkt af andoxunarefnum auk próteins, kalíum og kalks. Það inniheldur einnig 6 sinnum meira magn af járni heldur en kál og veitir okkur allar 9 nauðsynlegu amínósýrurnar. Svo langt sem heilsufarslegur ávinningur nær, sýna rannsóknir að moringa getur dregið úr bólgum í líkamanum og stutt heila- og æðastarfsemi í líkamanum.

Spirulína

Spirulína er blágrænn þörungur og ein næringarríkasta fæða sem völ er á. Aztekar kölluðu spirulínu „Tecuitlatl“ og borðuðu hana fyrir aukna orku og styrk sem er ekki skrítið þar sem spirulína er fullkominn próteingjafi.

Hveitigras

Hveitigras (sem er glútenlaust notabene) er ríkt af A, C og E vítamínum en einnig járni og kalki. Hveitigras inniheldur blaðgrænu (chlorophyll) og einnig 17 aminósýrur en 8 af þessum aminósýrum getur líkaminn ekki framleitt sjálfur. Rannsóknir hafa sýnt að hveitigras getur hjálpað til við að drepa krabbameinsfrumur og dregið úr líkamlegu álagi.

Kristel De Groot og Micheal Kuech

(Athugið: sumir kunna að þurfa ákveðin fæðubótarefni fyrir heilsuna þeirra. Það ætti að vera allt gott og blessað svo lengi sem það er gert í samráði við lækni.)

Grein frá Your Superfoods