BLOGG

OFURFÆÐI FYRIR KARLMENN

HVAÐA OFURFÆÐI HENTAR BEST FYRIR KARLMENN?

Flestir hafa sennilega heyrt af „macros“ og jafnvel fylgja þeim kúr eftir en sá kúr einblýnir á þau næringarefni sem veita kroppnum mestu orkuna: prótein, fitu og kolvetni.

Þó svo að macronutrients eða „macros“ geti komið manni langleiðina með sitt drauma form að þá er undirstaðan að góðri heilsu líka falin í micronutrients eða næringarefnum á borð við vítamín, trefjar, andoxunarefni og steinefni.

Líkaminn okkar þarfnast þessara næringarefna en þau stuðla að heilbrigðu blóðflæði, auka virkni vöðvanna og örva almennt líkamsstarfsemi. Hvernig ætli við getum innbyrt eitthvað sem inniheldur bæði macronutrients og micronutrients? Jú með ofurfæði.

EN HVAÐ ER OFURFÆÐI?

Ofurfæði eru öflugar plöntur sem búa hlutfallslega yfir meira magni næringarefna en hefðbundin fæða. Andoxunarefni til dæmis eru afar mikilvæg en þau geta dregið úr skaðlegum áhrifum sindurefna í líkamanum.

Amla ber sem dæmi, ávöxtur með eitt mesta magn andoxunarefna sem finnst í raunverulegri fæðu. Það er einnig vert að nefna acerola ber en þau búa yfir 30 sinnum meira magni af andoxunarefnum heldur en appelsínur. Acaí berin eru einnig afar rík af A, C og E vítamínum en þessi vítamín vinna sem andoxunarefni í líkamanum. Amla ber finnur þú í Moon Balance og acerola + acaí er að finna í Forever Beautiful.

Flestir styðjast við tilbúin vítamín og þá oftast í pilluformi en ýmsar rannsóknar hafa sýnt að mikið af pillum á markaði í dag hafa einangraða næringu. Náttúruleg fæða samlagast betur í líkamanum og á hann talsvert auðveldara með upptöku næringarefna frá náttúrulegri fæðu.

OFURFÆÐI OG ÍÞRÓTTIR

Er próteinið frá plönturíkinu jafn gott og úr dýraafurðum? Svarið er einfalt, JÁ!

Plöntuprótein inniheldur allar 9 nauðsynlegu amínósýrurnar og er yfirleitt talsvert betra fyrir meltinguna heldur en dýraprótein. Það er ekki ólíklegt að einhver í kringum þig hafi fengið ónæmisviðbrögð vegna whey próteins en margir upplifa uppþembu, magaverk og jafnvel hegðunarvandarmál eftir slík prótein.

Við mælum heilshugar með baunapróteini en það er auðmeltanlegt og styður vel við vöðvamyndun eftir æfingar. Plant Protein inniheldur til dæmis baunaprótein og annað ofurfæði sem eykur orkustig.

OFURFÆÐI OG FÓKUS + ORKUSTIG

Ýmist ofurfæði getur skerpt fókus og aukið orkustig, til dæmis guarana sem finnst í Energy Bomb.

Guarana, oft kennd við Amazon regnskóginn í Brasilíu, inniheldur náttúrulegt koffín sem getur dregið úr síþreytu og aukið orkustig. Hátt tannínhlutfall í guarana gerir það að verkum að líkaminn tekur koffínið upp hægar en ella, sem verður til þess að jafnvægi kemst á blóðsykurinn og orkustigið. Þetta verður til þess að þú færð síður koffínfall eins og tíðkast með hefðbundnu kaffi og öðrum koffíndrykkjum.

Matcha grænte hefur einnig verið notað í þúsundir ára til að öðlast jafna aukna orku og betri fókus. Matcha er líka annað dæmi um andoxunarríkt fæði en það inniheldur allt að 137 sinnum meira EGCG en önnur te. Talandi um að slá tvær flugur í einu höggi!

Ætli matcha sé ástæðan fyrir því að japanar séu meðal langlífustu þjóða á jörðinni?

MACA RÓT, ómissandi ofurfæði fyrir karlmenn!

  • Afar næringarík og góð uppspretta af C vítamíni, járni og kopar
  • Getur stuðlað að auknu úthaldi og orku á æfingum
  • Getur aukið kynhvöt og frjósemi hjá mönnum
  • Getur stutt við heilaheilsu og bætt fókus
  • Getur haft jákvæð áhrif á skapið

Power Matcha frá Your Super inniheldur bæði matcha og maca rót ásamt þrem öflugum grænfæðum: moringa, hveitigras og bygggras. Maca rót er einnig að finna í Plant Protein, Moon Balance og Energy Bomb.

OFURFÆÐI FYRIR MELTINGNA

Þarmaflóran okkar samanstendur af trilljónum baktería sem gegna afar mikilvægu hlutverki en 70% af ónæmiskerfinu okkar er að finna í þörmunum.

Það sem nærir þessar góðu bakteríur og heldur þeim við efnið eru prebiotics, ákveðin tegund af trefjum. Ef þú vilt neyta meira af prebiotics þá mælum við eindregið með Gut Feeling. Vel nærð þarmaflóra getur endurspeglast í aukinni orku, betri meltingu og bættu skapi svo nokkur dæmi séu tekin. Prebiotic finnst einnig í hvítlauk og aspas!

Ef þú hinsvegar vilt bæta við þarmaflóruna, þá inniheldur Gut Restore 5 milljarði góðgerla í hverjum skammti (2 tsk.). Góðgerlarnir eru húðaðir og þola því vel ferðalagið niður í þarmana.

OFURFÆÐI OG KYNHVÖT + FRJÓSEMI

Eins og við komum aðeins inn á áðan í umræðunni um maca rót að þá getur þessi tiltekna rót ýtt undir kynhvöt í bæði konum og körlum en ekki nóg með það heldur hafa nokkrar rannsóknir verið gerðar sem sýna að maca getur ýtt undir frjósemi karla. Það er engin furða að maca hefur verið tilnefnd sem „King of Superfoods“ fyrir menn!

LOKAORÐ

Að lokum finnst mér mikilvægt að varpa smá sviðsljósi á Magic Mushroom og Golden Mellow en báðar þessar vörur innihalda ashwagandha. Rannsóknir hafa verið gerðar sem sýna að ashwagandha getur dregið úr streitueinkennum í líkamanum sem er afar mikilvægt í stressandi nútímasamfélagi. Á nokkrum vikum eftir að byrja neyta ashwagandha hefur fólk tilkynnt minni streitueinkenni ásamt því að upplifa heilt yfir betri lífsgæði.

Ashwagandha heitir einnig á latnesku sleep-inducing og er talið geta bætt svefngæði.

Super Green er síðan algjör næringarsprengja og allir sem borða almennt of lítið af grænfæði ættu klárlega að fá sér eina teskeið af Super Green á dag til að fá inn nauðsynleg vítamín og steinefni.

Back to list