Showing all 3 results

Show sidebar

Avókadó Knúsari 2stk

kr.1.990
Hin fullkomna lausn til að halda afgangs avókadóinu fínu er fundin! Hættum að gleyma avókadóinu í boxi aftast í ísskápnum eða setja það í plastfilmu. Þessir knúsarar koma alveg eins og kallaðir til að geyma avókadóið þitt og halda því fersku í einhverjar vikur! Þú færð tvo knúsara í sitthvorri stærðinni og þeir koma í sætri bómullarpyngju til að geyma þá í :) Stærð knúsara er 10.5cm og 12.5cm Food Grade Silicone Non Toxic, BPA and Plastic Free Heat Resistant to 250 degrees Dishwasher Safe

Earthy Kókoshnetuskál

kr.1.890
Þessi kókoshnetuskál gerði okkur alveg hissa yfir því hvað hún er falleg! Eins og við höfum áður nefnt að þá eru kókoshnetuskálar framleiddar af náttúrunni og því mismunandi að lögun og lit eins og sést á myndinni. Þær búa hver og ein yfir sínum sjarma sem er svo gaman að sjá. Skálarnar eru handverkaðar úr ekta kókoshnetu sem er pússuð vel og borin. Skálarnar eru auðveldar að þrífa en ekki skal setja þær í örbylgjuofn né uppþvottavél. Á ári hverju uppskerum við billjónir af kókoshnetum fyrir safann, olíuna og kókosinn sem hnetan hefur að geyma. Eftir að búið er að tæma hneturnar er skeljunum í 99% tilvika fargað eða þær brendar sem sleppur skaðlegum gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Með þessum skálum erum við að endurnýta skeljarnar á virkilega fallegan og skemmtilegan máta! Kókoshnetuskálar eru fallegar undir salatið í matarboðinu, koma vel út með smoothie, sem skraut á skenknum inní stofu eða hvað svo sem manni dettur í hug. Einstaklega falleg gjöf líka!