Um okkur

Við ásamt litla lagerstjóranum okkar

Á bakvið netverslunina Tropic er ungt par. Par með markmið í lífinu eins og flestir, en okkar markmið er að vera umhverfisvænni og ýta undir umhverfisvernd.

Við höfum mikinn áhuga á velferð jarðarinnar og umhverfinu og því varð Tropic til. Tropic er vissulega vörumerki og verslun en líka ákveðið verkefni til að reyna gera umhverfisvænni lífstíl léttari og fá sem flesta til að ganga til liðs við okkur.

“We are never too small to make a difference”

Greta Thunberg

Við leggjum mikinn fókus á umhverfisvænar vörur, allt frá plastlausu til pálmolíulausu og fjölnota. Við höfum einnig verið að fókusa á siðferðislega og hæga tísku ásamt vegan ofurfæðu. Það er svo margt hægt að gera til að hafa góð áhrif á jörðina og af okkar reynslu þá er umhverfisvænn lífstíll alveg virkilega skemmtilegur en ekki síst mikilvægur!

“We have a single mission: to protect and hand on the planet to the next generation”

Francois Hollande

Þegar þú verslar á Tropic þá ertu að styðja gott málefni því 3% af heildarveltu hvers mánaðar á vefversluninni rennur til Rainforest Alliance en það eru samtök sem vinna hörðum höndum að því að reyna bjarga regnskógunum en regnskógarnir eru einnig þekktir sem lungu jarðarinnar.

“Let us not take this planet for granted.”

Leonardo DiCaprio

Við viljum í framtíðinni gefa enn meira af okkur og reyna hafa mikil og jákvæð áhrif. Einhverstaðar þarf maður alltaf að byrja og hvert einasta skref og framlag telur. Ef þú ert einhverntíman í vafa með eitthvað eða langar einfaldlega að spjalla þá erum við alltaf til staðar! [email protected]

Dyer ehf. sér um rekstur Tropic en við höfum verið starfandi í eitt ár og það er vonandi bara byrjunin!