Þyngd: 400g | 27 skammtar
Bragð: Neutral
Muscle Power er 60% hágæða vegan prótein sem inniheldur allar nauðsynlegu aminósýrurnar. Muscle Power er sérstök samblanda af mjög frásoganlegu próteini og orkugefandi ofurfæðum sem innihalda mikið af C vítamínum, járni, kalsíum, kalíum og sink.
Bættu 1 msk. (15 gr.) í smoothie, vatn, morgunmatinn, plöntumjólk eða snarlið.
Afhverju ofurfæða? Allir vita að nauðsynlegt er að borða nóg af ávöxtum og grænmeti fyrir líkamlega heilsu og orku. Samt sem áður er um það bil 80% manns sem neyta ekki nóg af vítamínum, steinefnum og öðrum næringarefnum á hverjum degi. Við skiljum það svosem, maður er upptekinn…. Þess vegna hafa Your Superfoods sett saman þessar öflugu blöndur svo maður geti á auðveldan og ódýran máta bætt nauðsynlegum næringarefnum í sitt daglega líf!
GÆÐAÁBYRGÐ
Öll hráefni eru vottuð sem lífræn, án GMO, án glýfosat og glútenlaus. Í blöndunni eru engir sætugjafar eins og t.d. stevia, bragðefni, fylliefni, rotvarnarefni né önnur aukaefni. Blandan er að sjálfsögðu 100% vegan og cruelty-free.
Öll hráefnin eru náttúrulega þurrkuð til að varðveita örefnin og eru prófuð af rannsóknarstofum þriðja aðila fyrir, meðan og á eftir framleiðslu til að tryggja að þau séu í hæsta gæðaflokki.
Your Superfoods leggja áherslu á að þú vitir hvaðan þín (ofur)fæða kemur. Þess vegna er Your Superfoods 100% gagnsæ birgðakeðja sem fær öll sín hráefni beint frá sínum upptökuaðilum og reyna undir öllum kringumstæðum að hafa jákvæð áhrif.
Hráefni: Baunaprótein* (Spánn), Rísprótein* (Spánn), Maca* (Perú), Lucuma* (Perú) og Banani* (Perú). *Lífrænt vottað.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.