Útsala!

Mjúkur Bambus Tannbursti

(2 endurskoðun viðskiptavinar)

590 kr. 472 kr.

Mjúkir Tropic tannburstar eru framleiddir með það í huga að maður nái góðri burstun án þess að meiða viðkvæmt tannhold. Tannburstarnir eru með bambus skafti og mjúkum hárum úr bambus efni og sáralitlu nylon.

Afhverju ætti maður að skipta yfir í bambus tannbursta? Tannlæknar mæla með því að fólk skipti út tannburstanum sínum á u.þ.b 3 mánaða fresti og er því betra fyrir umhverfið að nota tannbursta sem búinn er til úr niðurbrjótanlegu efni frekar en plasti sem tekur hátt upp í 1000 ár að brotna niður. Eftir öll þessi ár sem það tekur plastið að brotna niður, þá hverfur plastið aldrei heldur verður að microplastic einingum sem lifa áfram í náttúrunni og menga sjóinn okkar og umhverfi.

Bambus er líka þekkt fyrir að vera náttúrulega antimicrobial.

Hvað geri ég við tannburstann eftir hans lífitíma? Skaftið setur þú í lífrænu tunnuna og mun bambusinn brotna þar niður á næstu 6 mánuðum. Við mælum með því að þú takir hárin úr og hendir þeim í almennt sorp því þetta örlitla nylon sem er í hárunum brotnar ekki niður í lífrænu tunnunni.
Enn höfum við ekki fundið neitt sem getur komið í stað nylon í hárunum sem getur þrifið tennurnar eins vel og maður vill. Þess vegna notum við enn nylon en vonandi finnum við nýja lausn von bráðar!

Umbúðirnar eru gerðar úr einungis 100% endurunnum pappír og engar áhyggjur, þú færð tannburstana ekki pakkaða inn í neitt plast 🙂

Aðeins 1 eftir á lager

2 endurskoðun fyrirMjúkur Bambus Tannbursti

  1. Natalía

    Bestu tannburstar sem ég hef keypt mér! Svo mjúkir sem ég fýla mjög mikið og líka svo flottir.

  2. Aron Austmann

    Þessir tannburstar eru algjör snilld!
    Ég og kærasta mín höfum verið að nota þá í rúmt ár og þeir nýtast okkur ótrúlega vel. Var að búast við því að finna fyrir einhverjum óþægindum frá bambusnum en þetta er alveg eins og að nota plasttannbursta, bara betra fyrir náttúruna.
    Mæli eindregið með þessum BAMBurstum!

Bæta við umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *
RAWNICE

NÝTT VÖRUMERKI MEÐ VIBRANT OFURFÆÐUM!