Mjúkir Bamburstar

(2 endurskoðun viðskiptavinar)

590 kr.

GLÆNÝ hönnun af Tropic bamburstum er LOKSINS mætt eftir margra mánaða bið!

🌱100% Vegan
🐢100% Plastlaust
🌳FSC Vottun
✔️FDA Samþykkt
🕵️‍♂️ISO 14001 & 9001

Mjúku bamburstarnir okkar eru með hringlaga bambus skafti sem er gert úr lífrænum bambus og með mjúkum hárum sem eru unnin úr laxerolíu í stað nylons. Flestir bambus tannburstar hafa nylon hár en við erum afar ánægð að geta loksins boðið viðskiptavinum okkar upp á þennan nýja valmöguleika!

Laxerolía er náttúruleg plöntuolía og eru því hárin sem og bamburstinn í heild sinni auðvitað 100% vegan og niðurbrjótanleg.

Tannburstarnir eru framleiddir með það í huga að maður nái góðri burstun án þess að meiða viðkvæmt tannhold. Hárin eru lengri efst og neðst á hausnum eða bylgjulaga.

Reynið að halda tannburstanum frá því að liggja lengi í bleyti. 
Hreinsa

Lýsing

Afhverju ætti maður að skipta yfir í bambus tannbursta? Tannlæknar mæla með því að fólk skipti út tannburstanum sínum á u.þ.b 3 mánaða fresti og er því betra fyrir umhverfið að nota tannbursta sem búinn er til úr náttúrulegum og niðurbrjótanlegum efnum frekar en plasti sem tekur hátt upp í 1000 ár að brotna niður. Eftir öll þessi ár sem það tekur plastið að brotna niður, þá hverfur plastið aldrei heldur verður að microplastic einingum sem lifa áfram í náttúrunni og menga sjóinn okkar og umhverfi.

Bambus er líka þekkt fyrir að vera náttúrulega antimicrobial.

Hvað geri ég við tannburstann eftir hans lífitíma? Þar sem hárin eru úr castor bean olíu geturu flokkað tannburstann með lífrænu sorpi. Þú getur einnig endurnýtt tannburstann (skaftið) í ýmislegt; til dæmis í garðinum við að þekkja gróðurinn sem þú ert að rækta í sundur!

Umbúðirnar eru gerðar úr einungis 100% endurunnum kraft pappír og engar áhyggjur, þú færð tannburstana ekki pakkaða inn í neitt plast 🙂

Frekari upplýsingar

Litur

, ,

2 endurskoðun fyrirMjúkir Bamburstar

  1. Natalía

    Bestu tannburstar sem ég hef keypt mér! Svo mjúkir sem ég fýla mjög mikið og líka svo flottir.

  2. Aron Austmann

    Þessir tannburstar eru algjör snilld!
    Ég og kærasta mín höfum verið að nota þá í rúmt ár og þeir nýtast okkur ótrúlega vel. Var að búast við því að finna fyrir einhverjum óþægindum frá bambusnum en þetta er alveg eins og að nota plasttannbursta, bara betra fyrir náttúruna.
    Mæli eindregið með þessum BAMBurstum!

Bæta við umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *
RAWNICE

NÝTT VÖRUMERKI MEÐ VIBRANT OFURFÆÐUM!