INNIHALDSEFNI Í SJAMPÓSTYKKINU:
Sodium coco sulfate, kókosolía, cocoa smjör, náttúrulegar ilmolíur (án paraben og án phthalate), d-panthenol og túrmerik.
Sodium coco sulfate er náttúrulegt hreinsiefni úr kókosolíu sem fjarlægir dauðar húðfrumur og óhreina fitu án þess að þurrka upp hársvörðinn. Sodium Coco Sulfate setur jafnvægi á náttúrulegar fitusýrur því þarftu talsvert minna af hárnæringu (ef þú notar hárnæringu yfirleitt).
HVERNIG SKAL NOTA SJAMPÓSTYKKIÐ:
Þú nuddar einfaldlega sjampóstykkinu við blautt hárið í sturtunni og það byrjar að freiða mjög vel. Þú þarft mjög lítið til að það byrji að freiða og nuddar vel í allt hárið, einnig hársvörð en þessi sjampóstykki eyða ekki þinni náttúrulegu olíu.
INNIHALDSEFNI Í HÁRNÆRINGUNNI
Behentrimonium methosulfate (frá repjuolíu), cetearyl (náttúrulegt bindiefni og næring), kakósmjör, cetyl alcohol, kókosolía, glýserín, ólífuolía, jojoba olía, náttúrulegar ilmolíur (án paraben og phthalate), hveitikímolía, d-panthenol, E vítamín og túrmerik.
HVERNIG SKAL NOTA HÁRNÆRINGUNA:
Þú greiðir einfaldlega með næringarstykkið í gegnum blautt hárið eftir að hafa þvegið það með sjampóstykki. Þú þarft ekki mikið til að ná góðri mýkt og endist því stykkið frekar lengi. Athugið að sjampóstykkin okkar eyða ekki þinni náttúrulegu olíu í hársverðinum og þar af leiðandi þarftu raunverulega ekki að setja næringu í hársvörðinn en það má samt sem áður.