Tropic tannburstarnir með miðlungs stífleika eru með bambus skafti og hárum sem eru búin til úr bambus efni og sáralitlu nylon.
Í þessum pakka færðu einn túrkis bláan, einn lime grænan, einn bleikan og einn gráan bambursta og allir með miðlungs hárum. Litirnir eru aðeins öðruvísi en þessir á myndinni. Pakkinn hentar vel fyrir par/fjölskyldu sem vill geta þekkt tannburstana sína í sundur!
Afhverju ætti maður að skipta yfir í bambus tannbursta? Tannlæknar mæla með því að fólk skipti út tannburstanum sínum á u.þ.b 3 mánaða fresti og er því betra fyrir umhverfið að nota tannbursta sem búinn er til úr niðurbrjótanlegu efni frekar en plasti sem tekur hátt upp í 1000 ár að brotna niður. Eftir öll þessi ár sem það tekur plastið að brotna niður, þá hverfur plastið aldrei heldur verður að microplastic einingum sem lifa áfram í náttúrunni og menga sjóinn okkar og umhverfi.
Bambus er líka þekkt fyrir að vera náttúrulega antimicrobial!
Hvað geri ég við tannburstann eftir hans lífitíma? Skaftið setur þú í lífrænu tunnuna og mun bambusinn brotna þar niður á næstu 6 mánuðum. Við mælum með því að þú takir hárin úr og hendir þeim í almennt sorp því þetta örlitla nylon sem er í hárunum brotnar ekki niður í lífrænu tunnunni. Enn höfum við ekki fundið neitt sem getur komið í stað nylon í hárunum sem getur þrifið tennurnar eins vel og maður vill. Þess vegna notum við enn nylon en vonandi finnum við nýja lausn von bráðar!
Umbúðirnar eru gerðar úr einungis 100% endurunnum pappír og engar áhyggjur, þú færð tannburstana ekki pakkaða inn í neitt plast ?