Sterkur tannþráður unninn úr virkjuðum kolum, candelilla vaxi og piparmyntu sem virkar betur en flest allir plast tannþræðir sem við höfum prófað. Ekki skemmir að tannþráðurinn sé 100% niðurbrjótanlegur og sömuleiðis umbúðirnar. Tannþráðurinn er 30 metrar að lengd og kemur í áfyllanlegri glerkrukku sem er með stál loki og hægt verður að kaupa áfyllingar von bráðar!
Virkjuð kol eða activated charcoal hefur sterka afeitrunar eiginleika og hafa virkjuð kol verið notuð í fjölmargar hreinsi- og snyrtirvörur eins og flestir kannast við. Það er því alls ekki galið að skipta plast tannþræðinum strax út fyrir þennan gullgrip! Virkjuð kol geta komið í veg fyrir blettamyndun á milli tanna, minnkað sýrustig í munni, minnkað líkur á skemmdum og stuðlað að ferskari andardrætti.
Umbúðirnar eru 100% niðurbrjótanlegar eins og við komum inn á áðan, það má því endurvinna þær sem pappa eða setja þær í lífrænu tunnuna. Blekið á umbúðunum er einnig umhverfisvænt!