| Uppskriftir

Ég hugsa að flestum þykir kaka með dýrindis kremi algjört æði og mörgum finnst vegan alveg MUST þannig að hér ætlum við að láta verða af þessu, best of both worlds! Þessi kaka er alveg fullkomin fyrir ýmiskonar tilefni. Við munum vinna með Red Matcha duftið sem er á 20% afslætti þessa stundina en auðvitað má nota önnur duft frá The Organic Lab í kremið til að fá einhvern annan lit 🌈

Í þessa fallegu köku þarf eftirfarandi hráefni:

 • 320 ml. mjólk (hafra-, möndlu- eða önnur vegan mjólk)
 • 1 msk. epla edik
 • 320 gr. hveiti
 • 1 msk. tapioca sterkja
 • 270 gr. hrásykur
 • 65 gr. cacao duft
 • 2 tsk. lyftiduft
 • 160 ml. kókosolía
 • 180 gr. eplasósa
 • Dass af vanillu dufti
 • 120 ml. kaffi 

Setjið öll blautu hráefnin saman og blandið vel. Næst setjið þið öll þurrefnin saman og blandið þau líka vel. Síðan er öllu hært vel og vandlega saman! Setjið deigið í tvö kökuform (20 cm eða 8 inch) og bakið kökurnar í ca. 30 mínútur á 180° og með blástur.

Í kreminu eru eftirfarani hráefni:

 • 115 gr. vegan smjör 
 • 250 gr. kókosmjólk (harði parturinn ef mjólkin er tvískipt)
 • 120 gr. möndlusmjör
 • 2 msk. Red Matcha duft frá The Organic Lab

Hrærið smjörið og kókosmjólkina vel saman þar til það er orðið mjúkt. Næst skal bæta við möndlusmjörinu og Red Matcha duftinu. Red Matcha gefur kreminu þennan fallega bleika lit! Eins og vonandi flestir vita þá er Red Matcha 100% náttúrulegt, búið til úr frostþurrkuðum Wild Rosella Hibiscus blómum og engu er viðbætt. Enginn sykur, ekki neitt! Ég persónulega drekk stundum Red Matcha sem te til að slaka á en það er svona það sem það var upprunalega fyrir 🍵

Á myndinni er búið að taka bæði kökubotnana og skera þá í tvennt þannig kakan er fjórfjöld! Það er mjög sterkur leikur að gera það svo kremið sé bókstaflega ALLSSTAÐAR! en ef maður treystir sér ekki til að skera kökurnar í tvennt án þess að það endi með ósköpum þá er ekkert mál að hafa kökuna tveggja hæða 🍰

Passið að kakan sé orðin köld þegar kremið er sett á svo það byrji ekki að leka út um allt. Það er lang skemmtilegast og best  þegar kremið helst mjúkt og creamy. Tala nú ekki um ef maður vill henda í eina góða Instagram mynd! Síðast en ekki síst skal skreyta kökuna en ávextir koma vel út á þessari köku 😋

Eitt algjört HAX; geyma kökuna aðeins í kæli áður en hún er borin framm.

Bon Appétit 🥰