Veglegi Pakkinn
Þessi veglegi pakki inniheldur augnkremið, rakakremið, andlitsserumið, andlitstónerinn, andlitsskrúbbinn með jurtablöndu, hreinsikremið, maskann og sápustykkið með súkkulaði og charcoal frá UpCircle.
Þetta eru að sjálfsögðu allt 100% vegan húðvörur sem eru framleiddar á sjálfbæran máta án ofbeldis í UK. Pakkinn er fullkominn til að hafa húðrútínuna árangursríka og bara alveg hreint dásamlega!
Athugið að við kaup á þessum pakka getur þú fengið fría sendingu á næsta Dropp afhendingarstað eða Flytjendastöð!



Day + Night Hydration Set
DÁSAMLEGT SETT SEM VEITIR RAKA OG NÆRIR HÚÐINA. TILVALIÐ FYRIR ÞÍNA HÚÐRÚTÍNU!
SETTIÐ INNIHELDUR EFTIRFARANDI VÖRUR:- Lífrænt andlitsserum með kaffiolíu frá UpCircle (30 ml.) Serumið inniheldur kaffiolíu og býr yfir vægum en unaðslegum náttúrulegum ilm af því sem og jojoba-, sea buckthorn- og rosehip olíu. Serumið er ríkt af C vítamíni og andoxunarefnum sem getur dregið úr blettamyndun og stuðlað að bjartara yfirbragði húðarinnar. Notaðu serumið á morgnana eða á kvöldin til að örva kollagen framleiðslu og viðhalda þéttleika húðarinnar.
- Rakakrem með E-vítamíni og argan skeljum (60 ml.) kremið er ríkt af andoxunarefnum og hentar öllum húðtýpum en er alveg einstaklega gott fyrir þurra húð. Kremið inniheldur kakósmjör, aloe vera og blóðappelsínu sem er þekkt fyrir húðróandi áhrif. Við mælum með því að þú berir kremið á hreina húð, tvisvar á dag fyrir bestan árangur!
- Næturkrem með hýalúrónsýru og niacinamide (B3 vítamín) (55 ml.) milt og ilmefnalaust sem hentar öllum húðtýpum. Kremið sér um að næra, endurnýja og vernda húðina á meðan við nælum okkur í verðskuladðan svefn.
UPCIRCLE LOFORÐIÐ
100% endurvinnanlegar umbúðir og allar vörur eru framleiddar á siðferðislegan máta án pálmolíu, parabens, phthalates, sílíkon, steinefnaolíu og parfum. Þessar vöru eru náttúrulegar, umhverfisvænar, vegan og án ofbeldis. ÁFYLLING: fáanlegar í EkóHúsið Síðumúla 11Cleanse, Tone + Moisturise Set
FULLKOMIÐ GJAFASETT SEM INNIHELDUR ÞRJÁR VINSÆLAR HÁGÆÐA HÚÐVÖRUR FRÁ ELSKU UPCIRCLE
RAKAKREM MEÐ ARGAN SKELJUM: Þetta unaðslega og margverðlaunaða andlitskrem er okkar vinsælasta UpCircle vara en kremið veitir húðinni góðan raka og nærir hana einstaklega vel. Kremið hentar öllum húðtýpum en er alveg sérstaklega gott fyrir þurra húð. Rakakremið inniheldur fínmalað púður úr argan skeljum sem er ríkt af E-vítamíni og andoxunarefnum. Kremið inniheldur einnig kakósmjör, aloe vera og blóðappelsínu sem eru þekkt fyrir húðróandi áhrif. Við mælum með því að þú berir kremið á hreina húð, tvisvar á dag fyrir bestan árangur. HREINSIBALM MEÐ APRÍKÓSU: er virkilega árangursríkt, nærandi og rakagefandi hreinsikrem til hversdagsnota sem hreinsar farða, augnfarða, mengun og önnur óhreinindi af andliti á mildan máta án þess að valda húðertingu. Hreinsikremið djúphreinsar húðina og hefur á hana róandi áhrif. Það er gert úr fínmöluðu púðri frá apríkósusteinum sem er náttúruleg aukaafurð apríkósuolíuiðnaðarins og er bæði ríkt af andoxunarefnum og E vítamíni. Þetta hreinsikrem hentar flestum húðtýpum, hvort sem þú ert með þurra, venjulega eða olíukennda húð. ANDLITSTÓNER MEÐ CHAMOMILE: virkilega ferskur og rakagefandi andlitstóner úr chamomile þykkni sem inniheldur einnig græna mandarínu sem endurvekur og frískar upp á húðina. Tónerinn inniheldur hýalúrónsýru sem viðheldur þéttleika húðarinnar og getur dregið úr fínum línum. Þessi tóner er hentugur fyrir allar húðtýpur og það má nota hann undir andlitsfarða sem og eftir andlitshreinsun. Við mælum klárlega með því að nota hann reglulega yfir daginn til að viðhalda þéttleika og ferskleika húðarinnar! Við mælum með þessm vörum af heilum hug en þær eru framleiddar á sjálfbæran máta í UK með 99-100% náttúrulegum hágæða endurnýttum hráefnum sem hefðu annars farið til spillis.Rauðrófuduft – 500 gr.
Fáðu heilsufarslegu ávinninga rauðrófunnar með þessu þægilega rauðrófudufti sem er hægt að nota á svo marga vegu
✓ Engin aukaefni né fyllefni viðbætt
✓ Einungis 100% náttúrulegt rauðrófuduft
✓ Gefur fallegan rauðan lit án þess að allt eldhúsið verði rautt
✓ Fullkomið í jógúrt, smoothie, bakstur og bara nefndu það!
✓ BULK pokarnir (500 gr.) henta einnig vel ef þú ert í rekstri
