Stálrör
Við elskum stálrör! Hefur þú prófað að drekka með stálröri? Það er eiginlega ekki hægt að drekka með öðruvísi sogrörum eftir að maður venst þeim afþví þau eru það miklu betri! Sérstaklega ef drykkurinn er EXTRA kaldur ?
Þessi fjölnota sogrör sem eru búin til úr ryðfríu stáli eru algjör skyldueign! Í einni pyngju eru tvö bein rör og tvö beygð og með rörunum fylgir auðvitað bursti svo hægt sé að þrífa rörin almennilega að innanverðu. Við mælum með því að þú sért alltaf með stálrör á þér svo við getum loksins farið að kveðja alveg plaströrin!
Tropic Skál
Þessi vara er því miður uppseld en ný sending er væntanleg í byrjun febrúar. Við mælum annars með Saint Lucia kókoshnetuskálinni sem er til á lager. Sjá nánar hér.
Kókoshnetuskálin er framleidd af náttúrunni og handverkuð úr ekta tropical kókoshnetu sem er pússuð vel og borin með kókosolíu. Þessar skálar eru 100% framleiddar af náttúrunni og því hver og ein skál með sína eigin lögun og lit og fallegar á sinn hátt. Skálarnar eru auðveldar að þrífa en ekki skal setja þær í örbylgjuofn né uppþvottavél. Á ári hverju uppskerum við billjónir af kókoshnetum fyrir safann, olíuna og kókosinn sem hnetan hefur að geyma. Eftir að búið er að tæma hneturnar eru skeljunum í 99% tilvika fargað eða þær brendar sem sleppur skaðlegum gróðurhúsalofttegunum út í andrúmsloftið. Með þessum skálum erum við að endurnýta skeljarnar á virkilega fallegan og skemmtilegan máta! Kókoshnetuskálin er tilvalin fyrir salatið, ofurskál (eða smoothiebowl eins og margir þekkja), jógúrtið, konfektið, nammið, lyklana eða hvað svo sem manni dettur í hug. Einstaklega falleg gjöf líka! Með kókoshnetuskálinni mælum við með þessari vöru: kókoshnetuskeið.Stök stálrör // BEYGÐ
Hér getur þú valið þér stök ryðfrí stál sogrör með beygju efst í hinum ýmsu litum sem við höfum uppá að bjóða! Ef þig langar í pyngju undir rörin til að hafa í veskinu þá er hana að finna hér.
Ferðaglas
Matte Black glös eru einungis fáanleg á biðpöntun og verða afgreidd miðjan desember :)
- Fjölnota glas úr tvöföldu ryðfríu stáli með loki og röri
- Heldur heitu og köldu í allt að 12 tíma
- Hitinn/kuldinn leiðir ekki í gegnum glasið þar sem það er tvöfalt
- Mælum með að handþvo glasið en rörið má setja í þvottavélina




Hreinsibursti fyrir rör
Ef þú kaupir þér stök stálrör þá fylgir ekki hreinsibursti með en það er mjög sniðugt að hafa einn svoleiðis til að grípa í heima ef maður drekkur þykkan smoothie eða mojito til dæmis sem getur skilið eftir sig eitthvað gúmmelaði í rörinu! Það gerist þó alveg örsjaldan, allavega ef þú ert fljót/ur að skola rörið eftir notkun :)
Í þessu verði (190 kr.) er innifalinn einn hreinsibursti þó myndin sýni tvo.
Bambus ferðasett með stálröri
Hentugt ferðasett til að hafa með sér í ferðalagið eða dagsdaglega ofaní tösku til að nota með nesti eða á stöðum sem aðeins er boðið upp á plast hnífapör.
Stök stálrör // BEIN
Hér getur þú valið þér stök stálrör bein í hinum ýmsu litum sem við höfum uppá að bjóða! Ef þig langar í pyngju undir rörin til að hafa í veskinu þá er hana að finna hér.
Bambus Sápudiskur
Þessi fallegi sápudiskur er gerður úr 100% sjálfbærum bambus. Við mælum með þessum sápudisk undir handsápuna eða sturtusápuna inná baði en það setur einmitt fallegan svip á baðherbergið! Auðvitað alveg plastlaus og engar plast umbúðir heldur.
Bambus er gras, 100% náttúrulegt efni og mælum því með að reyna halda disknum eins þurrum og hægt er. Auðvitað ekki alltaf hægt en mælum endilega með því forðast sírennsli :)
Athugið að sápurnar fylgja ekki með en er hægt að versla sér!
Saint Lucia Skál
Kókoshnetuskálin er framleidd af náttúrunni og handverkuð úr ekta kókoshnetuskel sem er pússuð vel og borin með kókosolíu. Þessar skálar eru 100% framleiddar af náttúrunni og því hver og ein skál með sína eigin lögun og lit og fallegar á sinn hátt. Skálarnar eru auðveldar að þrífa en ekki skal setja þær í örbylgjuofn né uppþvottavél.
Á ári hverju uppskerum við billjónir af kókoshnetum fyrir safann, olíuna og kókosinn sem hnetan hefur að geyma. Eftir að búið er að tæma hneturnar eru skeljunum í 99% tilvika fargað eða þær brendar sem sleppur skaðlegum gróðurhúsalofttegunum út í andrúmsloftið. Með þessum skálum erum við að endurnýta skeljarnar á virkilega fallegan og skemmtilegan máta!
Saint Lucia skálin er ögn stærri en okkar venjulega kókoshnetuskál.
Kókoshnetuskálin er tilvalin fyrir salatið, smoothiebowl, guacamole, pastað, nammið, konfektið eða hvað svo sem manni dettur í hug. Einstaklega falleg gjöf líka!
Fjölnota Ferðamál úr Rice Husk
Ekki vera ein eða einn af þeim sem nota enn einnota kaffimál ?♀️ hafðu eitt fjölnota mál meðferðis í veskinu eða útí bíl sem þú getur alltaf gripið í þegar kaffi, kakó eða te þorstinn vaknar.
Það er alltaf gaman að gera sínar daglegu venjur umhverfisvænni og ekki síður nauðsynlegt.
Þessi ferðamál eru gerð úr rice husk (the hard protecting coverings of grains of rice) en það er niðurbrjótanlegt og umhverfisvænt efni. Málið er tvöfalt og getur því haldið drykknum þínum heitum í allt að 90 mínútur.
Non toxic - BPA free - Dishwasher safe - Leak Proof Lid