Sýna 1–12 af 34 niðurstöður

Show sidebar

Stálrör

kr.890kr.1.690
Við elskum stálrör! Hefur þú prófað að drekka með stálröri? Það er eiginlega ekki hægt að drekka með öðruvísi sogrörum eftir að maður venst þeim afþví þau eru það miklu betri! Sérstaklega ef drykkurinn er EXTRA kaldur ? Þessi fjölnota sogrör sem eru búin til úr ryðfríu stáli eru algjör skyldueign! Í einni pyngju eru tvö bein rör og tvö beygð og með rörunum fylgir auðvitað bursti svo hægt sé að þrífa rörin almennilega að innanverðu. Við mælum með því að þú sért alltaf með stálrör á þér svo við getum loksins farið að kveðja alveg plaströrin!
Loka

Skeið

kr.590
✔ Kókoshnetuskeið búin til úr kókospálma ✔ Pússuð, hreinsuð og síðan kláruð með lífrænni kókosolíu ✔ Hver og ein með sinn eigin sjarma ✔ Passar fullkomlega við kókoshnetuskálina ✔ Ekki skal setja hana í uppþvottavél
Loka

Kókoshnetuskál

kr.1.890
Kókoshnetuskálin er framleidd af náttúrunni og handverkuð úr ekta tropical kókoshnetu sem er pússuð vel og borin með kókosolíu. Þessar skálar eru 100% framleiddar af náttúrunni og því hver og ein skál með sína eigin lögun og lit og fallegar á sinn hátt. Skálarnar eru auðveldar að þrífa en ekki skal setja þær í örbylgjuofn né uppþvottavél. Á ári hverju uppskerum við billjónir af kókoshnetum fyrir safann, olíuna og kókosinn sem hnetan hefur að geyma. Eftir að búið er að tæma hneturnar eru skeljunum í 99% tilvika fargað eða þær brendar sem sleppur skaðlegum gróðurhúsalofttegunum út í andrúmsloftið. Með þessum skálum erum við að endurnýta skeljarnar á virkilega fallegan og skemmtilegan máta! Kókoshnetuskálin er tilvalin fyrir salatið, ofurskál (eða smoothiebowl eins og margir þekkja), jógúrtið, konfektið, nammið, lyklana eða hvað svo sem manni dettur í hug. Einstaklega falleg gjöf líka! Með kókoshnetuskálinni mælum við með þessari vöru: kókoshnetuskeið.

Stök stálrör // BEYGÐ

kr.280kr.350
Hér getur þú valið þér stök ryðfrí stál sogrör með beygju efst í hinum ýmsu litum sem við höfum uppá að bjóða! Ef þig langar í pyngju undir rörin til að hafa í veskinu þá er hana að finna hér.
Loka

Hreinsibursti fyrir rör

kr.190
Ef þú kaupir þér stök stálrör þá fylgir ekki hreinsibursti með en það er mjög sniðugt að hafa einn svoleiðis til að grípa í heima ef maður drekkur þykkan smoothie eða mojito til dæmis sem getur skilið eftir sig eitthvað gúmmelaði í rörinu! Það gerist þó alveg örsjaldan, allavega ef þú ert fljót/ur að skola rörið eftir notkun :) Í þessu verði (190 kr.) er innifalinn einn hreinsibursti þó myndin sýni tvo.

Bambus ferðasett með stálröri

kr.1.690 kr.1.014
Hentugt ferðasett til að hafa með sér í ferðalagið eða dagsdaglega ofaní tösku til að nota með nesti eða á stöðum sem aðeins er boðið upp á plast hnífapör.

Stök stálrör // BEIN

kr.280kr.350
Hér getur þú valið þér stök stálrör bein í hinum ýmsu litum sem við höfum uppá að bjóða! Ef þig langar í pyngju undir rörin til að hafa í veskinu þá er hana að finna hér.
Loka

Plastlaust límband 19mmx50m

kr.790

Niðurbrjótanlegt límband sem þú flokkar með lífrænu sorpi. Stærðin á límbandinu er 19mm x 50m.

Ef þú ert búin/nn að vera leitast eftir plastlausu límbandi sem virkar vel þá ertu á hárréttum stað! Þetta límband er búið til úr pappír og með lími sem er vottað lífrænt. Límir mjög vel, þarft ekki að hafa áhyggjur af því að pakkinn opnist að sjálfu sér undir jólatrénu eða á gjafaborðinu. Tilvalið fyrir allar þínar plastlausu gjafir yfir árið! Afhverju að velja plastlaust límband? Það segir sig í rauninni sjálft, afþví það er plastlaust. Mikið af gjafapappír er endurvinnanlegur (fyrir utan gjafapappír sem er með glimmeri og filmu) en með þessu hefðbundna plast límbandi er erfitt að endurvinna pappírinn. Með þessu límbandi geturu endurunnið pappírinn samviskusamlega :)

Saint Lucia

Kókoshnetuskálin er framleidd af náttúrunni og handverkuð úr ekta tropical kókoshnetu sem er pússuð vel og borin með kókosolíu. Þessar skálar eru 100% framleiddar af náttúrunni og því hver og ein skál með sína eigin lögun og lit og fallegar á sinn hátt. Skálarnar eru auðveldar að þrífa en ekki skal setja þær í örbylgjuofn né uppþvottavél. Á ári hverju uppskerum við billjónir af kókoshnetum fyrir safann, olíuna og kókosinn sem hnetan hefur að geyma. Eftir að búið er að tæma hneturnar eru skeljunum í 99% tilvika fargað eða þær brendar sem sleppur skaðlegum gróðurhúsalofttegunum út í andrúmsloftið. Með þessum skálum erum við að endurnýta skeljarnar á virkilega fallegan og skemmtilegan máta! Let's Get Tropical skálin er ögn stærri en okkar venjulega kókoshnetuskál. Kókoshnetuskálin er tilvalin fyrir salatið, smoothiebowl, guacamole, pastað, nammið, konfektið eða hvað svo sem manni dettur í hug. Einstaklega falleg gjöf líka!
Loka

Pyngja

kr.290kr.330
Pyngjan okkar er fullkomin til að geyma stálrör, hnífapör og ýmislegt fleira sem maður vill hafa með sér í veskinu.  
New
Loka

Smoothie Glas

kr.3.490

Smoothie glösin eru fáanleg í forpöntun og afgreiðast kringum 23. september

  • Fjölnota glas úr tvöföldu ryðfríu stáli með loki og röri
  • Heldur heitu í allt að 12 tíma en köldu í allt að 24 tíma
  • Hitinn/kuldinn leiðir ekki í gegnum glasið þar sem það er tvöfalt
  • Mælum með að handþvo glasið en rörið má setja í þvottavélina
Loka

Fjölnota Ferðamál úr Rice Husk

kr.3.490
Ekki vera ein eða einn af þeim sem nota enn einnota kaffimál ?‍♀️ hafðu eitt fjölnota mál meðferðis í veskinu eða útí bíl sem þú getur alltaf gripið í þegar kaffi, kakó eða te þorstinn vaknar. Það er alltaf gaman að gera sínar daglegu venjur umhverfisvænni og ekki síður nauðsynlegt. Þessi ferðamál eru gerð úr rice husk (the hard protecting coverings of grains of rice) en það er niðurbrjótanlegt og umhverfisvænt efni. Málið er tvöfalt og getur því haldið drykknum þínum heitum í allt að 90 mínútur. Non toxic - BPA free - Dishwasher safe - Leak Proof Lid