Kókoshnetuskál
- Framleidd af náttúrunni, handverkuð úr ekta kókoshnetu.
- Hver og ein skál með sína eigin lögun og lit
- Pússuð og borin með kókosolíu
- Best er að handþvo skálarnar
- Einstaklega falleg gjafavara
- Parast vel við barbados skeið
Hreinsibursti fyrir rör
Ef þú kaupir þér stök stálrör þá fylgir ekki hreinsibursti með en það er mjög sniðugt að hafa einn svoleiðis til að grípa í heima ef maður drekkur þykkan smoothie eða mojito til dæmis sem getur skilið eftir sig eitthvað gúmmelaði í rörinu! Það gerist þó alveg örsjaldan, allavega ef þú ert fljót/ur að skola rörið eftir notkun ?
Í þessu verði (190 kr.) er innifalinn einn hreinsibursti þó myndin sýni tvo.
Saint Lucia Skál
Kókoshnetuskálin er framleidd af náttúrunni og handverkuð úr ekta kókoshnetuskel sem er pússuð vel og borin með kókosolíu. Þessar skálar eru 100% framleiddar af náttúrunni og því hver og ein skál með sína eigin lögun og lit og fallegar á sinn hátt. Skálarnar eru auðveldar að þrífa en ekki skal setja þær í örbylgjuofn né uppþvottavél.
Á ári hverju uppskerum við billjónir af kókoshnetum fyrir safann, olíuna og kókosinn sem hnetan hefur að geyma. Eftir að búið er að tæma hneturnar eru skeljunum í 99% tilvika fargað eða þær brendar sem sleppur skaðlegum gróðurhúsalofttegunum út í andrúmsloftið. Með þessum skálum erum við að endurnýta skeljarnar á virkilega fallegan og skemmtilegan máta!
Saint Lucia skálin er ögn stærri en okkar venjulega kókoshnetuskál.
Kókoshnetuskálin er tilvalin fyrir salatið, smoothiebowl, guacamole, pastað, nammið, konfektið eða hvað svo sem manni dettur í hug. Einstaklega falleg gjöf líka!
Bambus Sápudiskur
Þessi fallegi sápudiskur er gerður úr 100% sjálfbærum bambus. Við mælum með þessum sápudisk undir handsápuna eða sturtusápuna inná baði en það setur einmitt fallegan svip á baðherbergið! Auðvitað alveg plastlaus og engar plast umbúðir heldur.
Bambus er gras, 100% náttúrulegt efni og mælum því með að reyna halda disknum eins þurrum og hægt er. Auðvitað ekki alltaf hægt en mælum endilega með því forðast sírennsli ?
Athugið að sápurnar fylgja ekki með en er hægt að versla sér!