Reishi sveppurinn (Ganoderma lucidum) á rætur sínar að rekja til skóglendis í fjalllendi Asíu, einkum í Kína, Kóreu og Japan. Hann vex við rætur harðviðatrjáa í röku umhverfi og miklum skugga. Sveppurinn er að jafnaði tíndur á milli ágúst og október.
Vísindaheiti hans, Ganoderma lucidum, þýðir í lauslegri þýðingu „sveppur með glansandi húð“.
Ekki nota sem staðgengil fyrir heilbrigðan lífsstíl eða fjölbreytt mataræði og ekki skal nota meira en ráðlagðan neysluskammt.
NÆRINGARGILDI PER 100G
Næringarefni | Magn |
---|---|
Orka | 1008 kJ / 245 kcal |
Fita | 0,5 g |
– þar af mettuð | 0,1 g |
– einómettuð | 0,3 g |
– fjölómettuð | 0 g |
Kolvetni | 18 g |
– þar af sykur | 0 g |
Trefjar | 66 g |
Prótein | 8,8 g |
Salt | 0,03 g |
Varan kemur í loftþéttum poka þar sem að það eru engin rotvarnarefni né önnur aukaefni sem stuðla að lengri líftíma og því getur duftið þornað upp ef ekki er geymt það rétt. Ef duftið þornar upp þá er það enn nothæft, við mælum þá með því að bleyta aðeins til að leysa það upp og nota svo.