Sýna 1–12 af 123 niðurstöður

Mjúkir Bamburstar

kr.0
Mjúkir bambus tannburstar 100% vegan og niðurbrjótanlegir Hár eru bylgjulaga og unnin úr laxerolíu Skaftið er hringlaga úr lífrænum bambus Góð burstun án þess að meiða viðkvæmt tannhold FDA samþykkir og með ISO 14001 & 9001 vottanir Mikilvægt að láta tannburstann ekki liggja lengi í bleyti. 

Moon Balance

kr.5.090
INNIHALDSEFNI: Baobab*, Hibiscus*, Shatavari*, Amla*, Rauðrófa* og Maca* (*lífrænt) Moon Balance var hannað fyrir konur og hormónastarsfemi þeirra af reyndum næringarfræðingum til að tryggja bestu samsetningu út frá virkni hráefna. Þrátt fyrir að hafa verið hannað fyrir femme cycle, að þá er þessi blanda líka frábær fyrir karlmenn! Ayurveda jurtir og aðlögunarefni einkenna þessa ofurblöndu sem getur gert kroppnum svo mikið gott. Prófaðu að setja 1-2 tsk. í vatn, plöntumjólk, smoothie eða hvað sem þig girnist fyrir næringarefni og ávinninga. AÐRIR SÖLUSTAÐIR: Krónan: Lindum, Flatahrauni, Granda, Mosfellsbæ, Bíldshöfða, Selfossi, Skeifunni og Akureyri. Hagkaup: Skeifunni, Garðabæ, Akureyri, Spöng, Smáralind, Eiðistorg og Kringlu Lyfja Garðabæ, Lágmúla, Smáratorgi, Smáralind, Egilsstöðum, Reykjanesbæ og Árbæ
  • ATHUGIÐ: Ekki er ráðlagt að neyta hibiscus á meðgöngu né þegar þú ert með barn á brjósti.
Við kaup á þessari vöru færðu niðurhalanlega e-bók með Moon Balance fróðleik og uppskriftum!

Fjölnota Rakvélar

kr.4.490
Þetta er sennilega síðasta rakvélin sem þú þarft að kaupa! Þú sparar töluvert til lengri tíma og jörðin auðvitað líka. Rakvélin kemur í kraft pappír öskju og henni fylgja með 5 rakvélablöð en eitt blað dugir í 5-8 skipti, jafnvel fleiri. Áfylling af blöðum er hægt að versla hér og í Vegan Búðinni að Faxafeni 14 en Vegan Búðin selur einnig rakvélarnar okkar. Ath. að vörumyndin er rose gold en því miður er hún búin á lager. Við eigum bara royal golden sem er aðeins gylltari :)

Miðlungs Bamburstar

kr.0
Miðlungs bamburstarnir frá Tropic eru með bambus skafti og miðlungs stífum hárum búin til úr bambus efni og nylon. Umbúðirnar eru gerðar úr 100% endurunnum pappír. Afhverju ætti maður að skipta yfir í bambus tannbursta? Tannlæknar mæla með því að fólk skipti út tannburstanum sínum á u.þ.b 3 mánaða fresti og því getur skipt sköpum fyrir umhverfið að nota tannbursta sem búinn er til úr náttúrulegu efni sem brotnar niður í náttúrunni frekar en tannbursta sem er búinn til úr plasti og getur tekið allt að þúsund ár að brotna niður og jafnvel eftir þann tíma lifa skaðleg efni úr plastinu áfram í enn lengri tíma í umhverfinu. Bambus er líka þekkt fyrir þann eiginleika að bakteríur þrífast ekki vel í því: “Another advantage of bamboo is that it is naturally antimicrobial. There’s a reason cutting boards and kitchen utensils are made out of wood and bamboo. Unlike plastic, properties inside the bamboo kill bacteria that penetrate it’s surface, providing long-lasting protection against harmful bacteria.” Ef þú kýst heldur mjúk hár í tannburstun þá mælum við með Mjúkur Bambus Tannbursti.

Rakvélablöð 10 stk.

kr.890

Hágæða rakvélablöð úr ryðfríu stáli
Fullkomnar í fjölnota rakvélarnar 
Koma 10x saman í pakka

Pink Pitaya duft

kr.2.990
Bleikur drekaávöxtur er suðrænn ávöxtur sem er næringarríkur og inniheldur til dæmis trefja, C-vítamín, beta-karótín og betalain en betalain útskýrir þann fallega lit sem duftið býr yfir. Ekki bara veitir duftið kroppnum heilsufarslega ávinninga heldur gerir máltíðina bleika og girnilega! ✓ Engin aukaefni né neinum óþarfa viðbætt ✓ Einungis 100% náttúrulegt duft úr bleikum drekaávexti ✓ Gefur fallegan bleikan lit sem hægt er að nota í bakstur eða matargerð ✓ Hálf til 2 teskeiðar fyrir fallegan lit og aukin næringarefni Við seljum Pink Pitaya duft einnig í 500 gr. pokum! Hvað með að gera einhyrninga latte sjá hér eða þú getur jafnvel gert bleikar bollakökur sem kæmu til með að slá í gegn í næstu veislu eins og sjá má hér. AÐRIR SÖLUSTAÐIR: Krónan: Lindum, Flatahrauni, Granda, Mosfellsbæ, Bíldshöfða, Selfossi, Skeifunni og Akureyri. Hagkaup: Skeifunni, Garðabæ, Akureyri, Smáralind og Kringlu

Golden Mellow 200 gr.

kr.4.327
INNIHALDSEFNI: Túrmerik*, ashwagandha*, engifer*, kanill*, lucuma* og kókosmjólk* (*lífrænt) Golden Mellow er fullkomið fyrir dýrindis túrmerik bolla sem inniheldur ayurveda jurtir og aðlögunarefni. Þú setur einfaldlega 1. tsk. í heita eða kalda (plöntu)mjólk og síðan er sætugjafi valkvæmur. Þú getur einnig sett Golden Mellow í jógúrt, graut, þeyting eða í vatn. FRÆÐIN: Ashwagandha (Withania Somnifera) er talin ein af mikilvægustu jurtunum í Ayurveda (the traditional system of medicine in India) en hún hlýtur þann titil fyrir að vera kennd við slökun og svefngæði. Somnifera þýðir einmitt á latnesku "sleep-inducing". Virka efnið í svörtum pipar (piperine) er talið geta aukið upptöku andoxunarefna í líkamanum en þau lífrænu hráefni sem eru í Golden Mellow eru einmitt rík af andoxunarefnum! Við hvetjum þig því til að bæta við smá svörtum pipar út í drykkinn eða það sem þú matreiðir með Golden Mellow. Við kaup á þessari vöru hefur þú kost á að hlaða niður e-bók með fróðleik og dýrindis uppskriftum til að styðjast við. Gyllt mjólk fyrir 1 bolla Hráefni: - 1-2 tsk Golden Mellow - 250ml plöntumjólk (t.d. barista) - 1 tsk. hlynsýróp (valkvæmt) Aðferð: 1. Hitaðu mjólkina í litlum potti eða notaðu flóara 2. Blandaðu Golden Mellow við mjólkina en við mælum með mjólkurflóara 3. Njóttu í þínum uppáhalds bolla! AÐRIR SÖLUSTAÐIR: Krónan: Lindum, Flatahrauni, Granda, Mosfellsbæ, Bíldshöfða, Selfossi, Skeifunni og Akureyri. Hagkaup: Skeifunni, Garðabæ, Akureyri, Spöng, Smáralind, Eiðistorg og Kringlu Lyfja Garðabæ, Lágmúla, Smáratorgi, Smáralind, Egilsstöðum, Reykjanesbæ og Árbæ
  • ATH. ef þú ert ófrísk er best að neyta vörunnar í samráði við lækni.

Gut Feeling 150 gr.

kr.5.090
  • Sellerí*, jarðskokka*, sítróna*, epli*, lemon balm* og engifer* (*lífrænt)
  • Settu 2 tsk. af Gut Feeling í kalt vatn fyrir snögglegan sellerí safa
  • Tvær teskeiðar af Gut Feeling innihalda 4 gr. af trefjum
  • Inniheldur náttúruleg meltingarensím og inúlín trefja
  • Varan er hönnuð af reyndum næringarfræðingum
  • Inniheldur 30 skammta sem gerir 169 kr. per skammtur
  • Til að fá fleiri ráð til að bæta meltinguna mælum við með þessari grein
AÐRIR SÖLUSTAÐIR: Krónan: Lindum, Flatahrauni, Granda, Mosfellsbæ, Bíldshöfða, Selfossi, Skeifunni og Akureyri. Hagkaup: Skeifunni, Garðabæ, Akureyri, Spöng, Smáralind, Eiðistorg og Kringlu. Lyfja Garðabæ, Lágmúla, Smáratorgi, Smáralind, Egilsstöðum, Reykjanesbæ og Árbæ Vegan Búðin Faxafeni 14 Certified Organic, No GMO, Gluten Free, 100% Vegan100% Natural, No Additives, Dairy Free, Soy Free

Gut Restore 150 gr.

kr.2.545

ATH. ÞAÐ ER 35% AFSLÁTTUR SÖKUM STIMPILS (29.03.24) EN Í GÓÐU LAGI MEÐ HRÁEFNIÐ EFTIR ÞANN TÍMA!

Gut Restore er hágæða meltingavara sem inniheldur 5 milljarða góðgerla frá plönturíkinu og nauðsynleg meltingarensím en þú setur aðeins tvær teskeiðar í kalt vatn fyrir fljótlegan og suðrænan drykk fyrir þína fyrstu máltíð dagsins! Gut Restore var hannað til þess að efla starfsemi þarmaflórunnar en þarmaflóran en talið er að um 70% ónæmiskerfisins sé hýst í þörmunum. Því er afar mikilvægt að hlúa vel að þessum góðu bakteríum & Gut Restore getur hjálpað með það
  • Innihladsefni: mangó*, gulrætur*, gerjað engifer*, ananas*, Lactobacillus acidophilus, Bifidobacerium lactis, Lactobacillus plantarum. (*lífrænt)
  • Góðgerlarnir hafa náttúrulega húðun þannig þeir byrja ekki að vinna fyrr en þeir eru komnir í þarmaflóruna til að skila árangri á réttum stað.
  • Athugið að það má taka vöruna hvenær sem er yfir daginn en á morgnana getur skilað bestum árangri.
  • Þyngd 150 gr. | Skammtastærð: 2 tsk. (30 skammtar í 150 gr.)
AÐRIR SÖLUSTAÐIR: Krónan  Lindum, Flatahrauni, Granda, Mosfellsbæ, Bíldshöfða, Selfossi, Skeifunni og Akureyri. Hagkaup  Skeifunni, Garðabæ, Akureyri, Spöng, Smáralind, Eiðistorg og Kringlu. Lyfja Garðabæ, Lágmúla, Smáratorgi, Smáralind, Egilsstöðum, Reykjanesbæ og Árbæ

Magic Mushroom 150 gr.

kr.5.090
INNIHALDSEFNI: Cocoa*, Ashwagandha*, Reishi*, Lucuma* og Kanill* (*lífrænt) -> ATH. það er því miður ekki lengur chaga í vörunni 🤎 Magic Mushroom eða streitubaninn eins og við köllum hann, inniheldur ayurveda jurtir og aðlögunarefni sem geta hjálpað kroppnum að tækla streitu, bætt einbeitingu og stuðlað að jafnvægi. Cocoa inniheldur síðan mikið magn flavonoids sem getur örvað framleiðslu á ákveðnum boðefnum í heilanum og sleppt út gleðihormónum. Þessi athöfn getur haft bætt skap í för með sér og er því cocoa oft kallað "mood booster".
  • Ashwagandha þýðir á latnesku "sleep-inducing" og hefur verið kennt við bætt svefngæði.
Þú setur einfaldlega 1-2 tsk. af duftinu í plöntumjólk, kaffið, grautinn eða hvað sem er. Okkar uppáhald er að setja 2. tsk af Magic Mushroom í hitaða plöntumjólk fyrir unaðslegt sveppakakó seinnipartinn eða á kvöldin! Þú getur líka skipt einni teskeið af Magic Mushroom út fyrir eina teskeið af Plant Collagen fyrir dýrindis vanillubragð!   Blandan var hönnuð af reyndum næringarfræðingum til að tryggja bestu samsetningu út frá virkni hráefna. AÐRIR SÖLUSTAÐIR: Krónan  Lindum, Flatahrauni, Granda, Mosfellsbæ, Bíldshöfða, Selfossi, Skeifunni og Akureyri. Hagkaup  Skeifunni, Garðabæ, Akureyri, Spöng, Smáralind, Eiðistorg og Kringlu. Lyfja Garðabæ, Lágmúla, Smáratorgi, Smáralind, Egilsstöðum, Reykjanesbæ og Árbæ
  • ATH. ef þú ert ófrísk er best að neyta vörunnar í samráði við lækni en sumir telja ashwagandha ekki vera öruggt á meðgöngu.

Meltingartvennan

kr.7.126

ATH. ÞAÐ ER AUKA AFSLÁTTUR SÖKUM STIMPILS Á GUT RESTORE (29.03.24) EN Í GÓÐU LAGI MEÐ HRÁEFNIÐ EFTIR ÞANN TÍMA <3

MELTINGARTVENNAN inniheldur Gut Restore og Gut Feeling sem eru hágæða meltingarvörur og geta stuðlað að betri meltingu!
  • Gut Restore inniheldur 5 milljarða góðgerla sem eru náttúrulega húðaðir og lifa af ferðalagið niður í þarmana. Lítil fyrirhöfn en þú setur aðeins 2 tsk. í kalt vatn á hverjum degi fyrir bestu virkni.
  • Gut Feeling er frábær fljótlegur sellerí safi sem þú setur 2 tsk. af í vatn fyrir 4 grömm af trefjum og meltingarensím sem næra þessa tilteknu góðgerla.
Góð melting er undirstaða af góðri heilsu en u.þ.b. 70% af ónæmiskerfinu er hýst í þörmunum og um 90% af serótónín framleiðslu líkamans á sér einnig stað í þörmunum. AÐRIR SÖLUSTAÐIR: Krónan: Lindum, Flatahrauni, Granda, Mosfellsbæ, Bíldshöfða, Selfossi, Skeifunni og Akureyri. Hagkaup: Skeifunni, Garðabæ, Akureyri, Spöng, Smáralind, Eiðistorg og Kringlu.
Certified Organic, No GMO, Gluten Free, 100% Vegan100% Natural, No Additives, Dairy Free, Soy Free

Kókoshnetuskál

kr.1.490
  • Framleidd af náttúrunni, handverkuð úr ekta kókoshnetu.
  • Hver og ein skál með sína eigin lögun og lit
  • Pússuð og borin með kókosolíu
  • Best er að handþvo skálarnar
  • Einstaklega falleg gjafavara
  • Parast vel við barbados skeið