Sýna 1–12 af 114 niðurstöður

Show sidebar

Stálrör

kr.890kr.1.690
Við elskum stálrör! Hefur þú prófað að drekka með stálröri? Það er eiginlega ekki hægt að drekka með öðruvísi sogrörum eftir að maður venst þeim afþví þau eru það miklu betri! Sérstaklega ef drykkurinn er EXTRA kaldur ? Þessi fjölnota sogrör sem eru búin til úr ryðfríu stáli eru algjör skyldueign! Í einni pyngju eru tvö bein rör og tvö beygð og með rörunum fylgir auðvitað bursti svo hægt sé að þrífa rörin almennilega að innanverðu. Við mælum með því að þú sért alltaf með stálrör á þér svo við getum loksins farið að kveðja alveg plaströrin!
Loka

Mjúkir Bamburstar

kr.590
✔ Mjúkir bambus tannburstar ✔ 100% vegan og niðurbrjótanlegir ✔ Hár eru bylgjulaga og unnin úr laxerolíu ✔ Skaftið er hringlaga úr lífrænum bambus ✔ Góð burstun án þess að meiða viðkvæmt tannhold ✔ FDA samþykkir og með ISO 14001 & 9001 vottanir ✔ Einnig geturu farið í áskrift af Tropic bambus tannburstum hér. Mikilvægt að láta tannburstann ekki liggja lengi í bleyti. 
Loka

Safety Rakvélar

kr.5.990
✔ Síðasta rakvélin sem þú munt þurfa að kaupa! ✔ Þú sparar til lengri tíma og jörðin okkar líka  ✔ Silkimjúkur rakstur & minni erting í húð ✔ Kemur í kraft pappír gjafaöskju ✔ Fylgja með 5 rakvélablöð ✔ Áfylling af blöðum er síðan hér
Loka

Tannkremstöflur með flúor

kr.790kr.1.990
60 or 240 chewable fluoride toothpaste tablets in a cardboard box with no water and zero plastic, these are perfect for hand luggage, travel and every day use. Directions for Use: Place one tablet in the front of your mouth, chew it until there are no bits and then brush with a wetted brush as normal. Spit it out as you normally would, but do not rinse your mouth out, leave a coating on your teeth to remineralise them. Simplicity is one reason we like these! The tablets are used by people all over the world for their everyday toothpaste and by holiday makers, intrepid travellers, explorers and even academic expeditions. Our toothpaste tablet packs were on the world’s first, long-haul, single-use plastic free flight with Etihad Airways:  https://youtu.be/AMYuvI_Ibuw
Loka

Pink Pitaya 70 gr.

kr.3.190
✔ Pink Pitaya duft (einnig þekkt sem bleikur drekaávöxtur) ✔ 100% náttúrulegt án allra aukaefna og engu viðbætt ✔ Bætir 2-3 tsk. af duftinu við smoothie, kökukrem eða hvað sem er ✔  Fallegur bleikur litur og aukin vítamín Pink Pitaya er ríkt af; magnesíum, sinc, kalíum & trefjum
Loka

Bambus eyrnapinnar 200 stk.

kr.650
✔ 200 eyrnapinnar úr bambus og lífrænum bómul ✔ Endurvinnast með lífrænu sorpi ✔ Beyglast ekki né brotna við notkun
Loka

Kókoshnetuskál

kr.1.890
Kókoshnetuskálin er framleidd af náttúrunni og handverkuð úr ekta tropical kókoshnetu sem er pússuð vel og borin með kókosolíu. Þessar skálar eru 100% framleiddar af náttúrunni og því hver og ein skál með sína eigin lögun og lit og fallegar á sinn hátt. Skálarnar eru auðveldar að þrífa en ekki skal setja þær í örbylgjuofn né uppþvottavél. Á ári hverju uppskerum við billjónir af kókoshnetum fyrir safann, olíuna og kókosinn sem hnetan hefur að geyma. Eftir að búið er að tæma hneturnar eru skeljunum í 99% tilvika fargað eða þær brendar sem sleppur skaðlegum gróðurhúsalofttegunum út í andrúmsloftið. Með þessum skálum erum við að endurnýta skeljarnar á virkilega fallegan og skemmtilegan máta! Kókoshnetuskálin er tilvalin fyrir salatið, ofurskál (eða smoothiebowl eins og margir þekkja), jógúrtið, konfektið, nammið, lyklana eða hvað svo sem manni dettur í hug. Einstaklega falleg gjöf líka! Með kókoshnetuskálinni mælum við með þessari vöru: kókoshnetuskeið.
Loka

Blá Spirulína 40 gr.

kr.3.990
✓ Einungis 100% náttúruleg blá spirulína! Engum aukaefnum viðbætt ? ✓ Smekkfullt af næringarefnum. Og svo hipp og kúl í þokkabót! ✓ Duftið er laust við allt ógeðslegt spirulínu bragð. Sem betur fer! Blá Spirulína (Phycocyanin) er unnin úr vel þekktu ofurfæðunni spirulínu en spirulína er þekkt sem einhver næringarmesta fæða sem völ er á. Það er nóg að setja 1 tsk. af duftinu útí smoothie, kaffidrykk eða pönnuköku deigið fyrir fallegan lit, aukna orku, vítamín, steinefni, prótein og andoxunarefni.

Heilsusamlegir kostir við Bláa Spirulínu:

  • Hún er virkilega próteinrík
  • Hún getur aukið orkustig
  • Hún getur hjálpað við losun slæmra efna úr líkamanum
  • Hún getur stuðlað að heilbrigðri hjartastarfsemi
  • Hún getur lækkað kólesteról og tríglýseríð

Tannbursta Ferðahylki

kr.990 kr.841
Tropic ferðahylkin eru handunnin úr bambus og koma sér vel í öll ferðalög! Það er örsmátt gat á lokinu þannig það kemur ekki óþefur ef maður setur blautan tannbursta í hylkið.

Butterfly Pea 50gr.

kr.2.990 kr.2.691
Butterfly Pea plantan hefur lengi vel verið notuð til náttúrulækninga en þó aðallega í Suðaustur-Asíu. Plantan hefur verið notuð í margar aldir til að bæta minni, meðhöndla þunglyndi og draga úr streitu svo dæmi sé tekið. Í dag er Butterfly Pea að vekja mikla athygli í öðrum heimshlutum því hún er vægast sagt mögnuð! Við skulum nefna nokkur dæmi um áhrif plöntunnar; ?Plantan er virkilega rík af andoxunarefnum en sem dæmi má nefna andoxunarefnið Proanthocyanidi sem eykur blóðflæðið til háræða í augum og getur stuðlað að heilbrigðari sjón. Talið er að hún geti minnkað líkur á augnsjúkdómum eins og gláku. ?Butterfly Pea hefur róandi áhrif á líkama og sál og getur hjálpað til við að minnkað stress og kvíða. ?Butterfly Pea getur haft verkja- og hitastillandi áhrif. ?Butterfly Pea getur minnkað ertingu í öndunarfærum og því mælt með því að fá sér Butterfly Pea te þegar maður er með hálsbólgu eða kvef. ?Butterfly Pea hefur oft verið notað við þvagfærasýkingu. ?Butterfly Pea er góð fyrir hárvöxt. ?Butterfly Pea getur minnkað bólgur í líkamanum. Butterfly Pea duftið býr yfir fallegum bláum lit sem er skemmtilegt að nota í ýmsa matargerð en í snertingu við sítrus verður duftið fjólublátt. Þessi heillandi eiginleiki hefur gert duftið vinsælt á meðal barþjóna sem nota duftið í kokteilagerð út um allan heim. Við mælum alveg hundrað og fimmtíu prósent með Butterfly Pea og hægt er að bæta henni auðveldlega við mataræðið með því að blanda henni í ofurskálar, smoothie, jógúrt, límonaði eða sem te eins og er algengast!

Stök stálrör // BEYGÐ

kr.280kr.350
Hér getur þú valið þér stök ryðfrí stál sogrör með beygju efst í hinum ýmsu litum sem við höfum uppá að bjóða! Ef þig langar í pyngju undir rörin til að hafa í veskinu þá er hana að finna hér.