Sýna 1–12 af 55 niðurstöður

Fjölnota Rakvélar

kr.3.592
Þetta er sennilega síðasta rakvélin sem þú þarft að kaupa! Þú sparar töluvert til lengri tíma og jörðin auðvitað líka. Rakvélin kemur í kraft pappír öskju og henni fylgja með 5 rakvélablöð en eitt blað dugir í 5-8 skipti, jafnvel fleiri. Áfylling af blöðum er hægt að versla hér. Ath. að vörumyndin er rose gold en því miður er hún búin á lager. Við eigum bara royal golden sem er aðeins gylltari :)

Rakvélablöð 10 stk.

kr.712

Hágæða rakvélablöð úr ryðfríu stáli
Fullkomnar í fjölnota rakvélarnar 
Koma 10x saman í pakka

Gut Feeling Organic 150 gr.

kr.3.309
  • Sellerí*, jarðskokka*, sítróna*, epli*, lemon balm* og engifer* (*lífrænt)
  • Settu 2 tsk. af Gut Feeling í kalt vatn fyrir snögglegan sellerí safa
  • Tvær teskeiðar af Gut Feeling innihalda 4 gr. af trefjum
  • Inniheldur náttúruleg meltingarensím og inúlín trefja
  • Varan er hönnuð af reyndum næringarfræðingum
  • Inniheldur 30 skammta sem gerir 169 kr. per skammtur
  • Til að fá fleiri ráð til að bæta meltinguna mælum við með þessari grein
AÐRIR SÖLUSTAÐIR: Krónan: Lindum, Flatahrauni, Granda, Mosfellsbæ, Bíldshöfða, Selfossi, Skeifunni og Akureyri. Hagkaup: Skeifunni, Garðabæ, Akureyri, Spöng, Smáralind, Eiðistorg og Kringlu. Certified Organic, No GMO, Gluten Free, 100% Vegan100% Natural, No Additives, Dairy Free, Soy Free

Golden Mellow Organic 200 gr.

kr.3.309
INNIHALDSEFNI: Túrmerik*, ashwagandha*, engifer*, kanill*, lucuma* og kókosmjólk* (*lífrænt) Golden Mellow er fullkomið fyrir dýrindis túrmerik bolla sem inniheldur ayurveda jurtir og aðlögunarefni. Þú setur einfaldlega 1. tsk. í heita eða kalda (plöntu)mjólk og síðan er sætugjafi valkvæmur. Þú getur einnig sett Golden Mellow í jógúrt, graut, þeyting eða í vatn. FRÆÐIN: Ashwagandha (Withania Somnifera) er talin ein af mikilvægustu jurtunum í Ayurveda (the traditional system of medicine in India) en hún hlýtur þann titil fyrir að vera kennd við slökun og svefngæði. Somnifera þýðir einmitt á latnesku "sleep-inducing". Virka efnið í svörtum pipar (piperine) er talið geta aukið upptöku andoxunarefna í líkamanum en þau lífrænu hráefni sem eru í Golden Mellow eru einmitt rík af andoxunarefnum! Við hvetjum þig því til að bæta við smá svörtum pipar út í drykkinn eða það sem þú matreiðir með Golden Mellow. Við kaup á þessari vöru hefur þú kost á að hlaða niður e-bók með fróðleik og dýrindis uppskriftum til að styðjast við. Gyllt mjólk fyrir 1 bolla Hráefni: - 1-2 tsk Golden Mellow - 250ml plöntumjólk (t.d. barista) - 1 tsk. hlynsýróp (valkvæmt) Aðferð: 1. Hitaðu mjólkina í litlum potti eða notaðu flóara 2. Blandaðu Golden Mellow við mjólkina en við mælum með mjólkurflóara 3. Njóttu í þínum uppáhalds bolla! AÐRIR SÖLUSTAÐIR: Krónan: Lindum, Flatahrauni, Granda, Mosfellsbæ, Bíldshöfða, Selfossi, Skeifunni og Akureyri. Hagkaup: Skeifunni, Garðabæ, Akureyri, Spöng, Smáralind, Eiðistorg og Kringlu
  • ATH. ef þú ert ófrísk er best að neyta vörunnar í samráði við lækni.

Blá Spirulína

kr.2.490kr.16.990
✓ Einungis 100% náttúruleg blá spirulína! Engin aukaefni viðbætt. ✓ Duftið er laust við allt vont spirulínu bragð. Sem betur fer! Blá Spirulína (Phycocyanin) er unnin úr vel þekkta þörungnum spirulínu sem er talin ein næringarríkasta fæða sem völ er á. Blá spirulína inniheldur magn af próteini, vítamínum, steinefnum, karótenóíð og andoxunarefnum sem ættu að gefa þér gott "kick" inn í daginn. Það er nóg að setja hálfa til heila teskeið af duftinu í þeyting, jógúrt, ofurskál eða drykk til að fá fallegan bláan lit og aukin næringarefni. Við bendum samt á að liturinn passar misvel við aðra liti en það er mjög gaman að prófa sig áfram

JÓLA OFURSKÁL 🎄 

  • Nokkrir frosnir bananar (ég set stundum frosna kúrbít bita á móti til að minnka sætu)
  • 1-2 tsk. af blárri spirulínu
  • dass af plöntumjólk (ég elska kókosmjólk)
  • 2 msk. af jógúrti
  • 1/2 tsk. af kanil (má sleppa)
  • 1/2 tsk af engifer (má sleppa)
  • 1/2 tsk. af múskat (má sleppa)
Allt er blandað saman í öflugum blandara eða matvinnsluvél. Athugið að þar sem unnið er með mikið frosið hráefni þá gæti þurft að stoppa inn á milli og hræra með skeið eða jafnvel bæta smá meiri vökva. Toppaðu skálina með því sem þig girnist en við mælum með piparköku crumble eða jafnvel bókhveiti granóla til að lauma enn fleiri næringarefnum að! Þessi bláa ofurskál slær líka rækilega í gegn hjá flestum aldurshópum: sjá hér en fleiri uppskriftir má síðan finna hér. AÐRIR SÖLUSTAÐIR: Krónan: Lindum, Flatahrauni, Granda, Mosfellsbæ, Bíldshöfða, Selfossi, Skeifunni og Akureyri. Hagkaup: Skeifunni, Garðabæ, Akureyri, Smáralind, Spöng og Kringlunni

Forever Beautiful Organic 200 gr.

kr.2.545
 INNIHALDSEFNI: Chia*, Acaí ber*, Hörfræ*, Acerola*, Pomegranate*, Villt Bláber* (*lífrænt) Leyndarmálið á bak við góða húð? Réttu næringarefnin sem næra húðina að innanverðu! Ein teskeið af Forever Beautiful inniheldur handfylli af svokölluðum „fegrunarberjum“ sem eru rík af andoxunarefnum og öðrum mikilvægum vítamínum sem geta bætt húðheilsu.
  • Ein teskeið inniheldur ráðlagðan dagskammt af C vítamíni
Blönduna er auðvelt að nota en þú setur einfaldlega 1 tsk. í vatn, jógúrt, þeyting eða hvað sem þig girnist fyrir aukin næringarefni og heilsufarslega ávinninga. Blandan var hönnuð af reyndum næringarfræðingum til að tryggja bestu samsetningu út frá virkni hráefna. AÐRIR SÖLUSTAÐIR: Hagkaup: Skeifunni, Garðabæ, Akureyri, Spöng, Smáralind og Kringlunni.

Organic Matcha Powder 100g

kr.3.290
Ertu að leita leiða til að fá betri fókus og jafnari orku yfir daginn? Þá ráðleggjum við þér að prófa þetta 100% náttúrulega og lífrænt vottaða matcha grænte duft. Duftið er fínmalað úr japönskum grænte laufum og inniheldur ríkulegt magn andoxunarefna, vítamína og steinefna til að styðja við almenna heilsu. Matcha er þekkt fyrir að vera ríkt af andoxunarefnum en inniheldur u.þ.b. 3x meira magn af því en grænt te. Duftið er án allra aukaefna og engum sætugjafa viðbætt. Þú notar einfaldlega 1 tsk. til að útbúa matcha latte eða te. Eins getur þú notað matcha í  smoothie, baksturinn eða matargerð en duftið gefur fallegan daufan grænan lit.  

Face Serum with Coffee and Rosehip Oil 30 ml.

kr.2.872
Lífrænt margverðlauna andlitsserum sem nærir húðina og hentar öllum húðtýpum! Serumið inniheldur kaffiolíu og býr yfir vægum en unaðslegum náttúrulegum ilm af því sem og jojoba-, sea buckthorn og rosehip olíum. Notaðu serumið á morgnanna eða á kvöldin til að örva kollagen framleiðslu og viðhalda þéttleika húðarinnar.
  • Samþykkt af húðlæknum
Serumið er ríkt af C vítamíni og andoxunarefnum sem getur dregið úr blettamyndun og stuðlað að bjartara yfirbragði húðarinnar! Margir hafa notað þetta serum sem hár eða skeggolíu. Jojoba olían mýkir hárið á meðan rosehip olían viðheldur heilbrigðu hári og minnkar ertingu. Þú getur sett serumið á rakakrem sem bindur rakann betur í búðinni. AÐRIR SÖLUSTAÐIR: BÓNUS • Holtagörðum, Skeifunni, Kauptúni, Smáratorgi, Spönginni, Miðhrauni og Mosfellsbæ. Varan er væntanleg í Bónus Norðurtorgi á Akureyri, Selfossi og Njarðvík 🤎 EkóHúsið Síðumúla 11 & áfylling af seruminu fæst þar líka

Choco Bar Organic with Nougat 30 g.

kr.474
Þetta 100% vegan og lífræna súkkulaðistykki inniheldur núggat fyllingu sem enginn súkkulaði unnandi má láta framhjá sér fara! Þetta súkkulaði er handgert af ást hjá fjölskyldufyrirtæki í Tékklandi þar sem aðeins eru notuð hágæða hráefni á borð við hrátt perúskt cacao dauft og lífrænan kókospálmasykur. Það sem einkennir hrátt súkkulaði er að það er matreitt undir 42°C til þess að varðveita næringarefnin sem eru til staðar. Þú finnur engin óþarfa aukaefni í súkkulaðinu frá My Raw Joy þar sem þau leggja áherslu á heiðarleika og gæði AÐRIR SÖLUSTAÐIR: Hagkaup: Skeifunni, Garðabæ, Akureyri, Smáralind og Kringlu

Face Moisturiser with Vitamin E + Aloe Vera 60 ml.

kr.4.890

MILT DAGKREM SEM VEITIR FRÁBÆRAN RAKA OG NÆRIR HÚÐINA MEÐ E-VÍTAMÍNI OG ÖÐRUM ANDOXUNAREFNUM SEM GETA HÆGT Á ÖLDRUN

Þetta dagkrem hentar öllum húðtýpum en er alveg einstaklega gott fyrir þurra húð. Við höfum einnig fengið endurgjöf frá konum með mikinn rósroða og virkilega slæma húð eftir barnsburð sem segja að þetta krem hafi algjörlega bjargað sér. Kremið inniheldur fínmalað púður úr endurnýttum argan skeljum sem hefðu annars farið til spillis. Argan skeljarnar eru ríkar af E-vítamíni og öðrum andoxunarefnum sem gera húðinni mikið gott. Kakósmjör, aloe vera, og blóðappelsína er einnig að finna í þessu dásemdar kremi en þessi innihaldsefni eru þekkt fyrir húðróandi áhrif. Við mælum með því að þú berir kremið á hreina húð, tvisvar á dag fyrir bestan árangur. Þegar krukkan þín klárast, þá getur þú verslað áfyllingu í EkóHúsinu að Síðumúla 11. "Þetta unaðslega dagkrem frá UpCircle kom eins og kallað inn í líf mitt 2019 þegar ég var að glíma við ýmis húðvandamál. Húðin mín hefur alla tíð verið ótrúlega þurr. Ef rakakremið gleymdist í ferðalögum þá var ég í vondum málum! Það voru meira að segja byrjaðir að myndast krónískir þurrkublettir framan í mér. Dagkremið frá UpCircle hefur gert kraftaverk fyrir mína húð þar sem ég get núna farið í sturtu án þess að líða eins og sandpappír í framan. Eins hafa bólur ekki gert eins mikið vart við sig eftir að ég byrjaði að nota UpCircle dagkremið (og hreinsimjólkina líka reyndar). Ef þú ert í svipuðum sporum og ég var í, að vera í dauðaleit af hinu fullkomna kremi sem er ekki með afgerandi lykt eða lætur þig klæja eða gefur þér roða í framan, þá er UpCircle dagkremið mjög sennilega fyrir þig!" - einlæg umsögn frá Kristínu Amy, eiganda Tropic. AÐRIR SÖLUSTAÐIR: BÓNUS • Holtagörðum, Skeifunni, Kauptúni, Smáratorgi, Spönginni, Miðhrauni og Mosfellsbæ. Varan er væntanleg í Bónus Norðurtorgi á Akureyri, Selfossi og Njarðvík 🤎 EkóHúsið Síðumúla 11 & áfylling af rakakreminu fæst þar líka  

Choco Bar Organic with Peppermint 30 g.

kr.474
Þetta 100% vegan og lífræna súkkulaðistykki inniheldur piparmyntu fyllingu sem enginn súkkulaði unnandi má láta framhjá sér fara! Súkkulaðið er handgert af ást hjá fjölskyldufyrirtæki í Tékklandi þar sem aðeins eru notuð hágæða hráefni á borð við hrátt perúskt cacao dauft og lífrænan kókospálmasykur. Það sem einkennir hrátt súkkulaði er að það er matreitt undir 42°C til þess að varðveita næringarefnin sem eru til staðar. Þú finnur engin óþarfa aukaefni í súkkulaðinu frá My Raw Joy þar sem þau leggja áherslu á heiðarleika og gæði AÐRIR SÖLUSTAÐIR: Hagkaup: Skeifunni, Garðabæ, Akureyri, Smáralind og Kringlu

Activated Charcoal duft

kr.1.743kr.9.990
ACTIVATED CHARCOAL ÚR BAMBUS SEM ER HITAÐUR VIÐ HÁAN HITA OG HLEYPT AÐ SÚREFNI TIL AÐ MYNDA ÞETTA FÍNGERÐA SVARTA DUFT. Activated Charcoal er þekkt fyrir hreinsunar eiginleika og lengi verið notað fyrir náttúrulega hreinsun, t.d. eftir drykkju eða óhollan mat.
  • 1 tsk. af Activated Charcoal í vatn með sítrónu- og engifersafa fyrir veglegt "pick me up"
  • Virkar sem náttúrulegur svartur matarlitur í ofurskálar, bakstur og matargerð
  • Margir hafa notað activated charcoal í DIY andlitsmaska og tannhvítun
  • Hvað með að fara út fyrir þetta hefðbundna og gera svartar bollakökur eins og þessar   hér.
  • Það er síðan ákveðin tískubylgja í gangi þar sem fólk er mikið að baka svart brauð! Þú getur séð uppskrift af því til dæmis   hér.
AÐRIR SÖLUSTAÐIR: Hagkaup: Kringlu, Smáralind, Skeifu, Garðabæ, Spöng, Akureyri og Eiðistorg Athugið að ekki ráðlagt að innbyrða lyf nema nokkrum klst. fyrir eða eftir inntöku á Activated Charcoal svo það hafi ekki áhrif á virkni lyfsins. Þessi vara flokkast sem fæðubótarefni og er ráðlagður dagskammtur ein teskeið eða 5 gr. Ekki nota meira en ráðlagt er. Fæðubótarefni getur ekki komið í veg fyrir fjölbreytta fæðu og heilbrigðan lífstíl. Ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti er best að velja fæðubótarefni í samráði við þinn lækni.