EIN NÆRINGARRÍKASTA FÆÐA SEM VÖL ER Á & GERIR MATINN SKEMMTILEGA BLÁAN
ath. eigum bara til 1kg poka eins og er
Blá Spirulína (Phycocyanin) er unnin úr vel þekkta þörungnum spirulínu og inniheldur magn af próteini, vítamínum, steinefnum, karótenóíð og andoxunarefnum sem ættu að gefa þér gott „kick“ inn í daginn.
Það er nóg að setja hálfa til heila teskeið af duftinu í þeyting, jógúrt, ofurskál eða drykk til að fá fallegan bláan lit og aukin næringarefni. Við bendum samt á að liturinn passar misvel við aðra liti en það er mjög gaman að prófa sig áfram!
JÓLA OFURSKÁL
Nokkrir frosnir bananar (ég set stundum frosna kúrbít bita á móti til að minnka sætu)
1-2 tsk. af blárri spirulínu
dass af plöntumjólk (ég elska kókosmjólk)
2 msk. af jógúrti
1/2 tsk. af kanil (má sleppa)
1/2 tsk af engifer (má sleppa)
1/2 tsk. af múskat (má sleppa)
Allt er blandað saman í öflugum blandara eða matvinnsluvél. Athugið að þar sem unnið er með mikið frosið hráefni þá gæti þurft að stoppa inn á milli og hræra með skeið eða jafnvel bæta smá meiri vökva. Toppaðu skálina með því sem þig girnist en við mælum með piparköku crumble eða jafnvel granóla!
Þú færð 25 vildarpunkta fyrir að deila þessari vöru
INNIHALDSEFNI: Phycocyanin frá grænni spirulínu ÞYNGD: 1kg.
LITUR: Dökk blár BRAGÐ: Neutral GEYMSLA: Loftþétt ílát og ekki í sólarbirtu en við stofuhita. HILLUTÍMI: 2 ár frá framleiðslu SKAMMTUR: 1-2 teskeið
Bláa spirulínan kemur í loftþéttum poka þar sem að það eru engin rotvarnarefni né önnur aukaefni sem stuðla að lengri líftíma og því getur duftið þornað upp ef ekki er geymt það rétt. Ef duftið þornar upp þá er það enn nothæft, við mælum þá með því að bleyta aðeins til að leysa það upp og nota svo.
ATHUGIÐ: Þessi vara flokkast sem fæðubótarefni og er ráðlagður dagskammtur 1-2. Ekki nota meira en ráðlagt er. Fæðubótarefni kemur ekki í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu og heilbrigðan lífsstíl. Ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti er best að velja fæðubótarefni í samráði við þinn lækni.
kr.4.990Original price was: kr.4.990.kr.2.495Current price is: kr.2.495.
Nærandi og rakagefandi hreinsikrem til hversdagsnota sem hreinsar farða, augnfarða, mengun og önnur óhreinindi af andliti á mildan máta án þess að valda húðertingu.
Hreinsikremið djúphreinsar húðina og hefur á hana róandi áhrif. Það er gert úr fínmöluðu púðri frá apríkósusteinum sem er náttúruleg aukaafurð apríkósuolíuiðnaðarins og er bæði ríkt af andoxunarefnum og E vítamíni. Þetta hreinsikrem hentar flestum húðtýpum, hvort sem þú ert með þurra, venjulega eða olíukennda húð.
Við mælum með þessu hreinsikremi af heilum hug en það er framleitt á sjálfbæran máta í UK með náttúrulegum hágæða endurnýttum hráefnum sem hefðu annars farið til spillis.
NOTKUNARLEIÐBEININGAR
Þú nuddar kreminu einfaldlega jafnt og þétt yfir andlitið en við núninginn bráðnar það og brýtur niður farða, mengun, sólarvörn og þann óþarfa sem hefur safnast saman á andlitinu okkar yfir daginn.
Þú skolar síðan kremið af með blautum þvottapoka eða fjölnota bómullarskífu. Ég mæli síðan sterklega með því að þú endurtakir leikinn einu sinni í viðbót til að vera fullviss um að allur farði sé 100% farinn.
AÐRIR SÖLUSTAÐIR:
EkóHúsið Síðumúla 11 & áfylling af hreinsinum fæst þar líka
HANDGERT SÚKKULAÐISTYKKI MEÐ LJÚFFENGRI HESLIHNETU/NOUGAT FYLLINGU
Fyllingin er dúnmjúk með dýrindis nougat bragði. Fullkomið fyrir kósýkvöldið eða með kaffinu! Allt súkkulaði frá Vegan Delights er án pálmolíu og 100% vegan. Þau nota líka alltaf cocoa sem er framleitt á ábyrgan hátt með sjálfbærni að leiðarljósi
AÐRIR SÖLUSTAÐIR
HAGKAUP • Garðabæ, Skeifunni, Kringlunni, Smáralind, Spöng, Eiðistorg og Akureyri
kr.2.290Original price was: kr.2.290.kr.1.145Current price is: kr.1.145.
Ferðabox til að taka sápustykkin með í ferðalagið, ræktina eða sund. Það er því miður ekki hægt að setja bæði sjampó- og hárnæringarstykkin frá Tropic saman ofan í eitt box en hægt er að kaupa tvö box ef maður vill og geyma í sitthvoru.
Athugið að sum sjampóstykki hjá okkur eru aðeins of stór fyrir boxið en eftir nokkra hárþvotta ætti það að komast!
Passið að láta sápustykkin ekki liggja of lengi í bleyti, gott er að taka millistykkið úr boxinu og láta renna af sápunum
kr.2.290Original price was: kr.2.290.kr.1.374Current price is: kr.1.374.
Maldives Mood hárnæringarstykkið okkar parast fullkomlega við Maldives Mood sjampóstykkið en hárið verður silkimjúkt og ekki skemmir mangó og ananas keimurinn sem minnir helst á kvöldstund á suðrænni strönd!
Hárnæringarstykkið er auðvitað vegan og siðferðislegt (cruelty-free) ásamt því að vera 100% plastlaust, án pálmolíu, án paraben & án SLS.
Þú einfaldlega greiðir stykkinu í gegnum blautt hárið, okkur finnst nóg að setja bara í endana og skolar næringuna síðan vandlega úr hárinu þegar það er orðið mjúkt.
Passið endilega að hafa stykkið liggjandi þar sem næst að leka af því svo það þorni á milli skipta. Í stöðugri bleytu á það í hættu á að einfaldlega skemmast. Við mælum með því að nota sápudiska.
MILT DAGKREM SEM VEITIR FRÁBÆRAN RAKA OG NÆRIR HÚÐINA MEÐ E-VÍTAMÍNI OG ÖÐRUM ANDOXUNAREFNUM SEM GETA HÆGT Á ÖLDRUN
Þetta dagkrem hentar öllum húðtýpum en er alveg einstaklega gott fyrir þurra húð. Við höfum einnig fengið endurgjöf frá konum með mikinn rósroða og virkilega slæma húð eftir barnsburð sem segja að þetta krem hafi algjörlega bjargað sér.
Kremið inniheldur fínmalað púður úr endurnýttum argan skeljum sem hefðu annars farið til spillis. Argan skeljarnar eru ríkar af E-vítamíni og öðrum andoxunarefnum sem gera húðinni mikið gott. Kakósmjör, aloe vera, og blóðappelsína er einnig að finna í þessu dásemdar kremi en þessi innihaldsefni eru þekkt fyrir húðróandi áhrif.
Við mælum með því að þú berir kremið á hreina húð, tvisvar á dag fyrir bestan árangur. Þegar krukkan þín klárast, þá getur þú verslað áfyllingu í EkóHúsinu að Síðumúla 11.
"Þetta unaðslega dagkrem frá UpCircle kom eins og kallað inn í líf mitt 2019 þegar ég var að glíma við ýmis húðvandamál. Húðin mín hefur alla tíð verið ótrúlega þurr. Ef rakakremið gleymdist í ferðalögum þá var ég í vondum málum! Það voru meira að segja byrjaðir að myndast krónískir þurrkublettir framan í mér. Dagkremið frá UpCircle hefur gert kraftaverk fyrir mína húð þar sem ég get núna farið í sturtu án þess að líða eins og sandpappír í framan. Eins hafa bólur ekki gert eins mikið vart við sig eftir að ég byrjaði að nota UpCircle dagkremið (og hreinsimjólkina líka reyndar). Ef þú ert í svipuðum sporum og ég var í, að vera í dauðaleit af hinu fullkomna kremi sem er ekki með afgerandi lykt eða lætur þig klæja eða gefur þér roða í framan, þá er UpCircle dagkremið mjög sennilega fyrir þig!" - einlæg umsögn frá Kristínu Amy, eiganda Tropic.
AÐRIR SÖLUSTAÐIR:EkóHúsið Síðumúla 11 & áfylling af rakakreminu fæst þar líka
Nældu þér í vinsælustu vörurnar frá UpCircle á yfir 20% afslætti en við erum auðvitað að tala um andlitsserumið með kaffi- og rosehip olíu sem og augnkremið með hlyntré og kaffi.
Kemur saman í pakka og hentar því vel sem gjöf fyrir hana eða hann sem vill auka aðeins lífsgæðin!
Serumið er ríkt af C vítamíni og andoxunarefnum sem getur dregið úr blettamyndun og stuðlað að bjartara yfirbragði húðarinnar! Margir hafa einnig notað það sem hár eða skeggolíu. Jojoba olían mýkir hárið á meðan rosehip olían viðheldur heilbrigðu hári og minnkar ertingu. Þvílík fjárfesting!
Augnkremið hefur róandi áhrif og getur dregið úr bólgum í húðinni sem og dregið úr pokum. Augnkremið inniheldur hýalúrónsýru sem getur hjálpað til við að þétta og slétta húðina.
ÁFYLLING:
áfyllingar fyrir þessar vörur eru fáanlegar í EkóHúsið Síðumúla 11
Top Notes
Fresh, sparkling and uplifting bergamot with the juicy sweetness of blackcurrant.
Heart Notes
A floral aura from honeyed petals of orange blossom, green jasmine sambac and peachy tuberose.
Base Notes
A radiant base of Virginia cedarwood, velvety vanilla pods and warm fluffy musks.
We've upcycled...Jasmine Sambac
Green, floral, bright and blooming, jasmine sambac is grown in Tamil Nadu for use in bridal and ceremonial wear. Blossoms of these sacred flowers that remain unsold from markets are rescued and transformed into floral absolute for use in perfumery. It brings warm, blossoming sensuality to Flaura.
Cinnamon Bark
Spicy and peppery with a blush of vanilla, Sri Lankan cinnamon is heralded as the finest in the world. Sun-warmed cinnamon bark curls into quills on drying, but less uniform rolls are left behind. The spice market’s loss is our gain as these imperfect quills are distilled into a sweet, woody oil that exudes sophistication and elegance.
FLAURA er 100% án phthalates & parabena.