Ertu að leita leiða til að fá betri fókus og jafnari orku yfir daginn? Þá ráðleggjum við þér að prófa þetta 100% náttúrulega og lífrænt vottaða matcha grænte duft.
Duftið er fínmalað úr japönskum grænte laufum og inniheldur ríkulegt magn andoxunarefna, vítamína og steinefna til að styðja við almenna heilsu. Matcha er þekkt fyrir að vera ríkt af andoxunarefnum en inniheldur u.þ.b. 3x meira magn af því en grænt te.
Duftið er án allra aukaefna og engum sætugjafa viðbætt. Þú notar einfaldlega 1 tsk. til að útbúa matcha latte eða te. Eins getur þú notað matcha í smoothie, baksturinn eða matargerð en duftið gefur fallegan daufan grænan lit.
MATCHA PINA COLADA ✍🏼
• 1 banani
• 1 bolli af frosnum anans
• 1 tsk. lífrænt matcha
• Ríkuleg lúka af spínati
• 1 dl. kókosmjólk í dós (þykki hlutinn)
• 25 ml. af vanillupróteini (valkvætt)
• Dass af köldu vatni
AÐRIR SÖLUSTAÐIR
HAGKAUP • Garðabæ, Skeifunni, Kringlunni, Smáralind, Spöng, Eiðistorg og Akureyri
KRÓNAN• Lindum, Flatahrauni, Granda, Mosfellsbæ, Bíldshöfða, Selfossi, Skeifunni og Akureyri. (ath. varan er nýkomin í sölu & gæti tekið smá stund að koma í hillurnar)
Þú færð 25 vildarpunkta fyrir að deila þessari vöru
ÞYNGD: 70 gr. SKAMMTUR: 1 tsk. (3-5 gr.) HILLUTÍMI: 3 ár frá framleiðslu (sjá BBD) GEYMSLUÞOL: Loftþétt krukka eða poki í stofuhita. Ekki í sólarbirtu!
Matcha duftið kemur í loftþéttum poka þar sem að það eru engin rotvarnarefni né önnur aukaefni sem stuðla að lengri líftíma og því getur duftið þornað upp ef ekki er geymt það rétt. Ef duftið þornar upp þá er það enn nothæft, við mælum þá með því að bleyta það til að leysa það upp og nota það svo.
Fiji Feelin' sjampóstykkið okkar býr yfir vandaðri formúlu sem hentar flestum hártýpum og skilur hárið eftir líflegt og heilbrigt með unaðslegum keim af kryddaðri vanillu og kókos.
"Ég var orðin þreytt á því að prófa trekk í trekk ný sjampóstykki sem skildu hárið mitt eftir fitugt og hreinlega sjúskað. Ég vildi fá svipaða upplifun af hárþvotti eins og með hefðbundin sjampó sem maður kaupir á hárgreiðslustofu nema helst án skaðlegra efna. Ég tók því málin í mínar hendur og til varð Fiji Feelin'!" - Amy stofnandi Tropic
Fiji Feelin er vegan og cruelty-free eins og allar okkar vörur ásamt því að vera 100% plastlausar, pálmolíulausar, án SLS og án paraben.Passið endilega að hafa hársápustykkið liggjandi þar sem næst að leka af því svo það þorni á milli skipta. Í stöðugri bleytu á það í hættu á að einfaldlega skemmast. Við mælum með því að nota sápudiska.
Þessi unaðslega hand- og líkamssápa er gerð úr bólguminnkandi kiwi vatni sem er aukaafurð úr djúsa iðnaðinum. Í sápunni er einnig að finna sítrónugras og mandarínuolíu. Sápan róar og ver húðina ásamt því að gefa henni mýkt. Sápan hentar því einstaklega vel fyrir þurra húð og skilur líkamann eða hendurnar eftir talsvert ferskari!
Náttúrulegur líkamsskrúbbur sem hreinsar dauðar húðfrumur
Gerir húðina mjúka, slétta og endurnærðari
Örvar húðina með piparmyntu og tröllatrésolíu
Skrúbburinn er unninn úr endurnýttu kaffibaunakorgi frá kaffihúsum í London
Framleiddur í UK
Gua Sha frá UpCircle er hannað til að minnka spennu í andlitsvöðva og draga úr bólgum.
"Gua Sha" er aldagömul kínversk hefð sem hefur verið notuð í lækningaskyni þar sem mjúkur steinn er nuddaður með húðinni til að minnka spennu.
Einstaka lögun steinsins gerir þér kleift að móta andlitið ásamt því að hjálpa til við sogæðarennsli sem getur dregið úr þrota og örva blóðflæði fyrir heilbrigðan ljóma í andliti.
Þú getur svolítið stjórnað ákafanum á nuddinu, allt frá léttum strokum til ögn dýpri þrýstings. Þú getur einnig notað brúnina á steininum til að skafa varlega húðina sem er talið geta hjálpað endurnýjunarferli húðfrumna.
Bónus ráð: notaðu andlitsserumið frá UpCircle sem nuddolíu!
“With the cost of living increasing, indulging in self-care is more important than ever for our mental health. One of the best things about using a gua sha stone or eye roller to massage yourself is that you can easily reap the benefits without leaving your own home. It’s a pleasurable and short addition to your established skincare routine. There’s nothing complicated about it and you can do a facial massage yourself, saving lots of money compared with having a facial at a salon".- Anna Brightman, co founder UpCircle Beauty
MILT DAGKREM SEM VEITIR FRÁBÆRAN RAKA OG NÆRIR HÚÐINA MEÐ E-VÍTAMÍNI OG ÖÐRUM ANDOXUNAREFNUM SEM GETA HÆGT Á ÖLDRUN
Þetta dagkrem hentar öllum húðtýpum en er alveg einstaklega gott fyrir þurra húð. Við höfum einnig fengið endurgjöf frá konum með mikinn rósroða og virkilega slæma húð eftir barnsburð sem segja að þetta krem hafi algjörlega bjargað sér.
Kremið inniheldur fínmalað púður úr endurnýttum argan skeljum sem hefðu annars farið til spillis. Argan skeljarnar eru ríkar af E-vítamíni og öðrum andoxunarefnum sem gera húðinni mikið gott. Kakósmjör, aloe vera, og blóðappelsína er einnig að finna í þessu dásemdar kremi en þessi innihaldsefni eru þekkt fyrir húðróandi áhrif.
Við mælum með því að þú berir kremið á hreina húð, tvisvar á dag fyrir bestan árangur. Þegar krukkan þín klárast, þá getur þú verslað áfyllingu í EkóHúsinu að Síðumúla 11.
"Þetta unaðslega dagkrem frá UpCircle kom eins og kallað inn í líf mitt 2019 þegar ég var að glíma við ýmis húðvandamál. Húðin mín hefur alla tíð verið ótrúlega þurr. Ef rakakremið gleymdist í ferðalögum þá var ég í vondum málum! Það voru meira að segja byrjaðir að myndast krónískir þurrkublettir framan í mér. Dagkremið frá UpCircle hefur gert kraftaverk fyrir mína húð þar sem ég get núna farið í sturtu án þess að líða eins og sandpappír í framan. Eins hafa bólur ekki gert eins mikið vart við sig eftir að ég byrjaði að nota UpCircle dagkremið (og hreinsimjólkina líka reyndar). Ef þú ert í svipuðum sporum og ég var í, að vera í dauðaleit af hinu fullkomna kremi sem er ekki með afgerandi lykt eða lætur þig klæja eða gefur þér roða í framan, þá er UpCircle dagkremið mjög sennilega fyrir þig!" - einlæg umsögn frá Kristínu Amy, eiganda Tropic.
AÐRIR SÖLUSTAÐIR:EkóHúsið Síðumúla 11 & áfylling af rakakreminu fæst þar líka