Að meðaltali notum við allavega 52 einnota rakvélar á ári og ekki má gleyma pakkningunum sem fylgja þeim rakvélum. Það tekur jörðina hundruði ef ekki þúsundir ára að brjóta niður það óþarfa plast sem þessar rakvélar eru og fylgir þeim. Jafnvel eftir allan þann tíma lifa örplast agnir og skaðleg efni áfram í náttúrunni okkar og menga sjó og umhverfi.
HVERNIG SKAL NOTA
Fyrst skal skrúfa hausinn af rakvélinni til að koma rakvélablaðinu fyrir. Passaðu að milli stykkið á milli haus og skafts þarf að snúa rétt, annars nærðu ekki að raka. Þegar rakvélin er klár til notkunar þá er gott að nota raksápu eða aðra líkamssápu við raksturinn en persónulega finnst mér best að raka mig í sturtu! Gott er að hafa í huga að vegna þess hve þyngri rakvélin er þá þarf ekki mikinn kraft við raksturinn. Þú færð samt silkimjúkan rakstur þó þú notir minna afl.
PAKKNINGAR
100% endurvinnanlegar kraft paper öskjur