Nú þegar kólnar í veðri og flensutíð gengin í garð, þá er mikilvægt að innbyrða nægilegt magn vítamína og steinefna til að styðja við ónæmiskerfið. Í tilefni af bleikum október ákvað Kristín Amy, eigandi Tropic, að útbúa heilsusamlegan bleikan drykk sem er jafnframt virkilega bragðgóður.
Rauðrófa er þekkt fyrir að vera sneisafull af mikilvægum næringarefnum, hafa andoxandi eiginleika og geta dregið úr krónískum bólgum í líkamanum. Þar af leiðandi er vel við hæfi að rauðrófa sé í þessum skærbleika drykk en með aðstoð sætra ávaxta er hægt að fela jarðarbragðið sem fylgir iðulega rauðrófunni.
UPPSKRIFT
- 1 banani
- 1/3 lítil rauðrófa
- 1 dl. frosin jarðaber
- 2 dl. frosinn ananas
- 1 dl. möndlumjólk
- 1 msk. hempfræ
- 1 dl. kókosvatn
AÐFERÐ
- Öllum hráefnum er blandað saman í blandara eða matvinnsluvél þar til mjúk áferð myndast.
Drykkurinn gefur veglega orku inn í daginn og fyrir þá sem vilja er einnig hægt að setja Tropic vanillupróteinið í drykkinn til að próteinbæta hann.
Myndir eru eftir ©Arnór Trausta Kristínarson