Showing all 7 results

Show sidebar
Loka

Plastlaust límband 19mmx50m

kr.790

Niðurbrjótanlegt límband sem þú flokkar með lífrænu sorpi. Stærðin á límbandinu er 19mm x 50m.

Ef þú ert búin/nn að vera leitast eftir plastlausu límbandi sem virkar vel þá ertu á hárréttum stað! Þetta límband er búið til úr pappír og með lími sem er vottað lífrænt. Límir mjög vel, þarft ekki að hafa áhyggjur af því að pakkinn opnist að sjálfu sér undir jólatrénu eða á gjafaborðinu. Tilvalið fyrir allar þínar plastlausu gjafir yfir árið! Afhverju að velja plastlaust límband? Það segir sig í rauninni sjálft, afþví það er plastlaust. Mikið af gjafapappír er endurvinnanlegur (fyrir utan gjafapappír sem er með glimmeri og filmu) en með þessu hefðbundna plast límbandi er erfitt að endurvinna pappírinn. Með þessu límbandi geturu endurunnið pappírinn samviskusamlega :)
Loka

Seas the Day Hársápustykki

kr.2.290
Þetta hársápustykki ilmar af sandalwood, lavander, vanillu og bergamot og virkar alveg einstaklega vel á flestar hártýpur. Hárasápustykkið er auðvitað pálmolíulaust, plastlaust, án SLS, án paraben, 100% vegan, cruelty-free og náttúrulegt. Stykkið dugir í um það bil 50-80 hárþvotta, fer alfarið eftir hárlengd og hve oft þú notar sykkið. Ég passa alltaf að halda stykkinu þurru á milli skipta. Það getur gert stykkið mjög "soggy" að hafa það alltaf liggjandi í bleytu eða undir sírennsli. Hafið það endilega á yfirborði sem leyfir bleytunni að renna af því. Ferðaboxin undir sápustykki sem við seljum eru ekki ætluð til að geyma sápurnar í 24/7 þar sem þau hleypa vatni ekki frá sér og geta ryðgað við mikla bleytu.
Loka

Seas The Day hárnæringarstykki 35 gr.

kr.1.990

SEAS THE DAY Hárnæringarstykki

Við erum svo glöð að geta boðið upp á hárnæringarstykki sem virka sjúklega vel! Ég upplifði það fyrst að geta ekki notað hárnæringu öðruvísi en í plastbrúsum afþví að öll stykki sem ég prófaði gerði hárið mitt sjúklega fitugt. Rótin mín var eins og djúpsteikingarpottur eins og ég orðaði það. Ég reyndi að yfirstíga það með því að halda hárinu fitugu í 2 mánuði, alltaf bara með hárið í snúð eða tagli en svo gafst ég hreinlega upp! Ég gat loksins með hreinni samvisku þvegið á mér hárið þegar ég kynntist þessum stykkjum frá Non Plastic Beach. ATH. það er villa á pakkningunni þar sem stendur að næringin sé 50 gr. en hún er í raun 35 gr. Það þarf ósköp lítið af næringunni í hvert skipti til að hreinsa hárið vel og því getur stykkið endst í 60-80 þvotta, fer eftir hárlengd :)  Næringin er 100% plastlaus, pálmolíulaus, náttúruleg, vegan, cruelty-free og án SLS. Þessi hárnæring tikkar í mörg box! Ekki nóg með þessa góðu kosti heldur ilmar hún svakalega vel. Lyktin minnir á lavander og vanillu sem setur ferskan ilm inní sturtu/inná baði. Ég passa alltaf að halda stykkinu þurru á milli skipta. Það getur gert stykkið mjög "soggy" að hafa það alltaf liggjandi í bleytu eða undir sírennsli. Hafið það endilega á yfirborði sem leyfir bleytunni að renna af því. Ferðaboxin undir sápustykki sem við seljum eru ekki ætluð til að geyma sápurnar í 24/7 þar sem þau hleypa vatni ekki frá sér og geta ryðgað við mikla bleytu.
Loka

Orange-Utan Spice Sápa

kr.1.490
Þessi sápa er handgerð og einkennist af mildum kanil og ferskum appelsínukeim. Sápan lyktar alveg hreint unaðslega! Sápan er auðvitað vegan og cruelty-free og inniheldur einungis 100% náttúruleg hráefni. Umbúðirnar er hægt að endurvinna með pappa eða jafnvel setja í moltuna (compost). ATH: Sápudiskurinn fylgir ekki með. Ingredients: Sodium Sunflowerate, Sodium Cocoate, Sodium Soybeanate, Glycerine, Sodium Castorate, Citrus Aurantium Dulcis (Orange) Peel Oil, Cinnamomum Zeylanicum (Cinnamon Leaf Oil), Theobroma Cacao (Cocoa) Powder, CI77891, CI77019, CI77492 Allergens naturally occurring in essential oils: Limonene, Linalool, Citral, Eugenol, Cinnamyl Alcohol, Cinnamal, Courmarin, Benzyl Benzoate
Loka

Plastlaus „tape“ 50mm x 50m

kr.990

Límbandsrúllan er þykk og sterk en límbandið er úr pappír og er bæði pappírinn og límið á því lífrænt vottað og því óhætt að flokka það með lífrænu sorpi. Stærð rúllunnar er 50mm á breidd og 50 metrar á lengd.

Non Plastic Beach notar þessar rúllur til að pakka öllum sínum sendingum og haldast pakkarnir alltaf lokaðir frá A til Ö. Þau nota "teipið" einnig til að merkja ílát í frystinum en það er klárlega eitthvað sem ég ætla líka að tileinka mér! Það kemur í veg fyrir að þú þurfir að giska á hvort það séu frosnir epla bitar eða gömul frosin baka í boxinu í frystinum sem er búið að vera þar heillengi. Afhverju að velja plastlaust "teip"? Það getur orðið ansi þreytt að rífa plast límbandið af kössunum áður en maður flokkar þá. Fínt að geta sett bara kassann beint í gáminn! Það segir sig líka bara sjálft, plastlaust er alltaf betra en plast :)
-15%
Loka

Seychelles Scrub Handsápa

kr.1.390 kr.1.181
Seychelles Scrub er pálmolíulaus sápa sem er tilvalin fyrir handþvott í til dæmis eldhúsinu þar sem maður vinnur mikið með olíu og annað slíkt eða jafnvel eftir garðyrkjustörf. Sápan býr einungis yfir náttúrulegum hráefnum sem mun ekki þurrka upp húðina þína. Sápan lyktar af lavander, patchouli, clary sage og sætri appelsínu en inniheldur einnig hafra, poppafræ og vikurstein. Sápan er auðvitað plastlaus, vegan og cruelty-free.

Sápupakkinn

kr.4.760 kr.3.810
Þessi unaðslegi sápupakki er fullkomin gjöf, sérstaklega fyrir einhvern sem vill huga að jörðinni okkar þar sem sápurrnar eru plastlausar, pálmolíulausar og einungis gerðar úr 100% náttúrulegum hráefnum! Sápurnar eru einnig vegan og cruelty-free. Pakkinn inniheldur Borneo Breeze og Seychelles sápurnar frá Non Plastic Beach ásamt báðum týpunum af bambus sápudiskunum okkar. Borneo Breeze eru fullkomin sturtusápur og Seychelles sápan er hentug handsápa til að hafa inní eldhúsi þar sem sápan virkar vel á mikla fitu og mikil óhreinindi. Bambus er gras, 100% náttúrulegt efni og mælum því með að reyna halda disknum eins þurrum og hægt er. Auðvitað ekki alltaf hægt en mælum endilega með því forðast sírennsli :)