Blá Spirulína
✓ Einungis 100% náttúruleg blá spirulína! Engin aukaefni viðbætt.
✓ Duftið er laust við allt vont spirulínu bragð. Sem betur fer!
Blá Spirulína (Phycocyanin) er unnin úr vel þekkta þörungnum spirulínu sem er talin ein næringarríkasta fæða sem völ er á. Blá spirulína inniheldur magn af próteini, vítamínum, steinefnum, karótenóíð og andoxunarefnum sem ættu að gefa þér gott "kick" inn í daginn.
Það er nóg að setja hálfa til heila teskeið af duftinu í þeyting, jógúrt, ofurskál eða drykk til að fá fallegan bláan lit og aukin næringarefni. Við bendum samt á að liturinn passar misvel við aðra liti en það er mjög gaman að prófa sig áfram
JÓLA OFURSKÁL 🎄
- Nokkrir frosnir bananar (ég set stundum frosna kúrbít bita á móti til að minnka sætu)
- 1-2 tsk. af blárri spirulínu
- dass af plöntumjólk (ég elska kókosmjólk)
- 2 msk. af jógúrti
- 1/2 tsk. af kanil (má sleppa)
- 1/2 tsk af engifer (má sleppa)
- 1/2 tsk. af múskat (má sleppa)