Gua Sha
kr.3.290
Gua Sha frá UpCircle er hannað til að minnka spennu í andlitsvöðva og draga úr bólgum.
„Gua Sha“ er aldagömul kínversk hefð sem hefur verið notuð í lækningaskyni þar sem mjúkur steinn er nuddaður með húðinni til að minnka spennu.
Einstaka lögun steinsins gerir þér kleift að móta andlitið ásamt því að hjálpa til við sogæðarennsli sem getur dregið úr þrota og örva blóðflæði fyrir heilbrigðan ljóma í andliti.
Þú getur svolítið stjórnað ákafanum á nuddinu, allt frá léttum strokum til ögn dýpri þrýstings. Þú getur einnig notað brúnina á steininum til að skafa varlega húðina sem er talið geta hjálpað endurnýjunarferli húðfrumna.
Bónus ráð: notaðu andlitsserumið frá UpCircle sem nuddolíu!
“With the cost of living increasing, indulging in self-care is more important than ever for our mental health. One of the best things about using a gua sha stone or eye roller to massage yourself is that you can easily reap the benefits without leaving your own home. It’s a pleasurable and short addition to your established skincare routine. There’s nothing complicated about it and you can do a facial massage yourself, saving lots of money compared with having a facial at a salon“.
– Anna Brightman, co founder UpCircle Beauty
Á lager (hægt að leggja inn biðpöntun)
Aðrar spennandi vörur
Face Mask with Kaolin Clay 60 ml.
Hand + Body Lotion with Bergamot 250 ml.
Night Cream with Hyaluronic Acid + Niacinamide 55 ml.
Coffee Face Scrub with Citrus Blend 100 ml.
UNAÐSLEGUR KAFFISKRÚBBUR MEÐ SÍTRUS FYRIR FLESTAR HÚÐTEGUNDIR EN SÉRSTAKLEGA HANNAÐUR FYRIR ÞURRA HÚÐ
Þessi andlitsskrúbbur frá UpCircle inniheldur rosehip-, sætappelsínu og sítrónukjarnaolíur. Sætappelsínuolían hefur sótthreinsandi og bólgueyðandi áhrif sem stuðlar að minni roða og ertingu í húð, á meðan sítrónuolían frískar upp á húðina. Með þessum sótthreinsandi eiginleikum getur skrúbburinn hjálpað við meðhöndlun á bólum og öðrum blettum. Skrúbburinn fjarlægir dauðar húðfrumur og skilur húðina eftir mýkri, sléttari og endurnærðari. Sheasmjörið í skrúbbnum setur síðan punktinn yfir i-ið með góðum raka. Skrúbburinn er unninn úr úrvals Arabica kaffibaunakorg sem hefði annars farið til spillis frá kaffihúsum víðsvegar um London. Þessi skrúbbur hefur fengið birtingu í tímaritum á borð við The Times, Forbes, Glamour, The Sunday Times, Refinery 29, The Independent, Good Housekeeping og fleiri tímaritum.AF HVERJU AÐ NOTA KAFFISKRÚBB?
- Kaffiskrúbbar eru fullir af andoxunarefnum og koffíni sem bæði hreinsar og eykur blóðflæði
- Hentar sérstaklega vel þeim sem glíma við exem, acne, bólur og slitför
- Koffínn hefur náttúrulega bólgueyðandi eiginleika sem hjálpar þeim sem glíma við bólgur og roða