Þessi andlitsskrúbbur frá UpCircle er sérstaklega hannaður fyrir þurra húð og inniheldur hann rosehip-, sætappelsínu og sítrónu kjarnaolíur.
Sætappelsínuolían getur haft sótthreinsandi og bólgueyðandi áhrif en það stuðlar að minni roða og ertingu í húð, á meðan sítrónuolían getur frískað upp á húðina. Með þessum sótthreinsandi eiginleikum getur skrúbburinn hjálpað við meðhöndlun á bólum og öðrum blettum.
Þessi unaðslegi skrúbbur fjarlægir dauðar húðfrumur og skilur húðina eftir mýkri, sléttari og endurnærðari. Sheasmjörið í skrúbbnum setur síðan punktinn yfir i-ið með góðum raka.
Skrúbburinn er unninn úr úrvals Arabica kaffibaunakorg sem hefði annars farið til spillis frá kaffihúsum í London.
Þessi skrúbbur hefur fengið birtingu í tímaritum á borð við The Times, Forbes, Glamour, The Sunday Times, Refinery 29, The Independent, Good Housekeeping og fleiri tímaritum.
Afhverju að nota kaffiskrúbb?
- Kaffiskrúbbar eru fullir af andoxunarefnum og koffíni sem bæði hreinsar og eykur blóðflæði
- Hentar sérstaklega vel þeim sem glíma við exem, acne, bólur og slitför
- Koffínn hefur náttúrulega bólgueyðandi eiginleika sem hjálpar þeim sem glíma við bólgur og roða
Notkunarleiðbeiningar
Hristið túpuna vel fyrir notkun og nuddið síðan skrúbbnum á rakt andlitið. Leyfið skrúbbnum að vera á í nokkrar mínútur og skolið hann síðan af með volgu vatni. Athugið að óhætt er að nota skrúbbinn nokkrum sinnum í viku ef þess er óskað.
Innihaldslýsing frá framleiðanda
Coffea Arabica Seed Powder, Sucrose, Butyrospermum Parkii (Shea) Butter, Cocos Nucifera (Coconut) Fruit Oil, Simmondsia Chinensis (Jojoba) Seed Oil, Prunus Armeniaca (Apricot) Kernel Oil, Rosa Canina (Rosehip) Fruit Oil, Citrus Aurantium Dulcis (Orange) Peel Oil, Lavandula Angustifolia (Lavender) Flower Oil, Lippia Citriodora (Lemon Verbena) Leaf Oil, Eucalyptus Globulus (Eucalyptus) Leaf Oil, Citrus Limonum (Lemon) Peel Oil, Cedrus Atlantica (Cedarwood) Bark Oil, Boswellia Serrata (Frankincense) Oil, Benzyl Alcohol, Dehydroacetic Acid, Benzoic Acid, Sorbic Acid, *Limonene, *Linalool. *Natural constituent of essential oils listed.
Umbúðir
Skrúbburinn er í gler krukku með ál loki og kemur í litlum pappakassa. Allar umbúðir eru 100% endurvinnanlegar!