UPPSKRIFTIR

HORMÓNAÞEYTINGUR

Það er eitt sem margir kvenmenn vita fyrir víst, og það er að einkenni fyrirtíðarspennu eru alls ekki spennandi. Við erum rokkandi á milli þess að vera með skapsveiflur, krampa, síþreytu, uppþembu og ómögulega húð. Yfirleitt er það síðan engu skárra á breytingaskeiðinu.

Rannsóknir hafa þó sem betur fer sýnt að það er ástæða fyrir þessu og möguleg lausn, allavega til að stilla þessu aðeins í hóf. Það vill svo til að þetta eru merki um hormónaójafnvægi.

Þökk sé Moon Balance, að þá inniheldur þessi uppskrift, sem við viljum deila með ykkur, ofurfæði eins og amla ber, rauðrófu og baobab sem getur hjálpað líkamanum að halda estrógeninu í jafnvægi og dregið úr bólgum. Jurtin og aðlögunarefnið Shatavari er síðan þekkt fyrir að geta dregið úr einkennum fyrirtíðarspennu og breytingaskeiðis ásamt því að auka kynhvöt!

Til að toppa þetta allt saman þá inniheldur þessi bragðgóði þeytingur maca rótina en hún er afar orkugefandi og hjálpar þér að tækla eftirmiðdegið eftir langan vinnudag!

HORMÓNAÞEYTINGUR

  • 1 tsk Moon Balance
  • 1 banani
  • 1 bolli frosin berjablanda
  • 1 bolli plöntumjólk

Allt hrært vel saman í blandara eða matvinnsluvél. Bættu við plöntumjólk ef þér finnst þess þurfa!

Ef þú gerir þennan gómsæta þeyting í morgunsárið eða hvenær svo sem þig hentar yfir daginn þá má alltaf tagga okkur á Instagram, @tropic.is og @yoursuperfoods yrðu glöð líka 🌴

Back to list