Stálrör
Við elskum stálrör! Hefur þú prófað að drekka með stálröri? Það er eiginlega ekki hægt að drekka með öðruvísi sogrörum eftir að maður venst þeim afþví þau eru það miklu betri! Sérstaklega ef drykkurinn er EXTRA kaldur ?
Þessi fjölnota sogrör sem eru búin til úr ryðfríu stáli eru algjör skyldueign! Í einni pyngju eru tvö bein rör og tvö beygð og með rörunum fylgir auðvitað bursti svo hægt sé að þrífa rörin almennilega að innanverðu. Við mælum með því að þú sért alltaf með stálrör á þér svo við getum loksins farið að kveðja alveg plaströrin!
Stök stálrör // BEYGÐ
Hér getur þú valið þér stök ryðfrí stál sogrör með beygju efst í hinum ýmsu litum sem við höfum uppá að bjóða! Ef þig langar í pyngju undir rörin til að hafa í veskinu þá er hana að finna hér.
Hreinsibursti fyrir rör
Ef þú kaupir þér stök stálrör þá fylgir ekki hreinsibursti með en það er mjög sniðugt að hafa einn svoleiðis til að grípa í heima ef maður drekkur þykkan smoothie eða mojito til dæmis sem getur skilið eftir sig eitthvað gúmmelaði í rörinu! Það gerist þó alveg örsjaldan, allavega ef þú ert fljót/ur að skola rörið eftir notkun :)
Í þessu verði (190 kr.) er innifalinn einn hreinsibursti þó myndin sýni tvo.
Stök stálrör // BEIN
Hér getur þú valið þér stök stálrör bein í hinum ýmsu litum sem við höfum uppá að bjóða! Ef þig langar í pyngju undir rörin til að hafa í veskinu þá er hana að finna hér.
Fjölnota Ferðamál úr Rice Husk
Ekki vera ein eða einn af þeim sem nota enn einnota kaffimál ?♀️ hafðu eitt fjölnota mál meðferðis í veskinu eða útí bíl sem þú getur alltaf gripið í þegar kaffi, kakó eða te þorstinn vaknar.
Það er alltaf gaman að gera sínar daglegu venjur umhverfisvænni og ekki síður nauðsynlegt.
Þessi ferðamál eru gerð úr rice husk (the hard protecting coverings of grains of rice) en það er niðurbrjótanlegt og umhverfisvænt efni. Málið er tvöfalt og getur því haldið drykknum þínum heitum í allt að 90 mínútur.
Non toxic - BPA free - Dishwasher safe - Leak Proof Lid