UPPSKRIFTIR

ACAÍ SKÁL

Það eru allir farnir að þekkja til acaí skála og svo virðist sem flestir séu á sömu skoðun, þær eru hreinn unaður! Þú finnur þær víðsvegar á Instagram sem og á heilsusamlegum veitingastöðum/kaffihúsum út um allan heim. Ástæðan fyrir þessu er afar einföld, þessar skálar eru eins og ís, nema raunverulega hollar fyrir þig og virkilega fljótlegar!

Acaí skálin okkar inniheldur Forever Beautiful frá Your Super þar sem megin hráefnið í þeirri blöndu eru acaí ber en einnig maqui ber, maca, vilt bláber, chia fræ og acerola.

HRÁEFNI

 • 2 tsk. Forever Beautiful
 • 1-2 frosnir bananar
 • 200 gr. frosin berjablanda
 • 3/4 bolli af vatni eða plöntumjólk

TOPPINGS

 • niðurskorinn banani
 • fersk ber að eigin vali
 • múslí eða granola

AÐFERÐ

 • Hráefnum blandað saman í blender þar til silkimjúkt
  athugið að ef blandari þolir illa frosið þarf stundum að stoppa og hræra – smá þolinmæðisvinna 😊
 • Allt sett í (kókoshnetu) skál
 • Því næst bætiru við toppings

Fyrir suðrænan fýling mælum við með því að nota minna af frosnum banana og setja á móti frosna ananas bita eða frosna mangó bita með jafnvel dass af kókosmjólk 🌴

Back to list