Showing all 3 results

Show sidebar
Loka

Miðlungs bamburstar x4

kr.1.990

ATH. að þessi vara er fáanleg á biðpöntun. Við erum að bíða eftir sendingu sem er væntanleg á næstu dögum en það hafa verið smá tafir vegna covid-19.

Tropic tannburstarnir með miðlungs stífleika eru með bambus skafti og hárum sem eru búin til úr bambus efni og sáralitlu nylon.

Í þessum pakka færðu einn túrkis bláan, einn lime grænan, einn bleikan og einn gráan bambursta og allir með miðlungs hárum. Litirnir eru aðeins öðruvísi en þessir á myndinni. Pakkinn hentar vel fyrir par/fjölskyldu sem vill geta þekkt tannburstana sína í sundur!
Afhverju ætti maður að skipta yfir í bambus tannbursta? Tannlæknar mæla með því að fólk skipti út tannburstanum sínum á u.þ.b 3 mánaða fresti og er því betra fyrir umhverfið að nota tannbursta sem búinn er til úr niðurbrjótanlegu efni frekar en plasti sem tekur hátt upp í 1000 ár að brotna niður. Eftir öll þessi ár sem það tekur plastið að brotna niður, þá hverfur plastið aldrei heldur verður að microplastic einingum sem lifa áfram í náttúrunni og menga sjóinn okkar og umhverfi. Bambus er líka þekkt fyrir að vera náttúrulega antimicrobial! Hvað geri ég við tannburstann eftir hans lífitíma? Skaftið setur þú í lífrænu tunnuna og mun bambusinn brotna þar niður á næstu 6 mánuðum. Við mælum með því að þú takir hárin úr og hendir þeim í almennt sorp því þetta örlitla nylon sem er í hárunum brotnar ekki niður í lífrænu tunnunni. Enn höfum við ekki fundið neitt sem getur komið í stað nylon í hárunum sem getur þrifið tennurnar eins vel og maður vill. Þess vegna notum við enn nylon en vonandi finnum við nýja lausn von bráðar!

Umbúðirnar eru gerðar úr einungis 100% endurunnum pappír og engar áhyggjur, þú færð tannburstana ekki pakkaða inn í neitt plast :)

Loka

Plastlaust límband 19mmx50m

kr.790

Niðurbrjótanlegt límband sem þú flokkar með lífrænu sorpi. Stærðin á límbandinu er 19mm x 50m.

Ef þú ert búin/nn að vera leitast eftir plastlausu límbandi sem virkar vel þá ertu á hárréttum stað! Þetta límband er búið til úr pappír og með lími sem er vottað lífrænt. Límir mjög vel, þarft ekki að hafa áhyggjur af því að pakkinn opnist að sjálfu sér undir jólatrénu eða á gjafaborðinu. Tilvalið fyrir allar þínar plastlausu gjafir yfir árið! Afhverju að velja plastlaust límband? Það segir sig í rauninni sjálft, afþví það er plastlaust. Mikið af gjafapappír er endurvinnanlegur (fyrir utan gjafapappír sem er með glimmeri og filmu) en með þessu hefðbundna plast límbandi er erfitt að endurvinna pappírinn. Með þessu límbandi geturu endurunnið pappírinn samviskusamlega :)
Loka

Plastlaus „tape“ 50mm x 50m

kr.990

Límbandsrúllan er þykk og sterk en límbandið er úr pappír og er bæði pappírinn og límið á því lífrænt vottað og því óhætt að flokka það með lífrænu sorpi. Stærð rúllunnar er 50mm á breidd og 50 metrar á lengd.

Non Plastic Beach notar þessar rúllur til að pakka öllum sínum sendingum og haldast pakkarnir alltaf lokaðir frá A til Ö. Þau nota "teipið" einnig til að merkja ílát í frystinum en það er klárlega eitthvað sem ég ætla líka að tileinka mér! Það kemur í veg fyrir að þú þurfir að giska á hvort það séu frosnir epla bitar eða gömul frosin baka í boxinu í frystinum sem er búið að vera þar heillengi. Afhverju að velja plastlaust "teip"? Það getur orðið ansi þreytt að rífa plast límbandið af kössunum áður en maður flokkar þá. Fínt að geta sett bara kassann beint í gáminn! Það segir sig líka bara sjálft, plastlaust er alltaf betra en plast :)