- "Gut Restore Organic 150 gr." is un-purchasable.
- You cannot add this bundle to the cart.
Organic Chaga Powder 100g
Chaga (Inonotus obliquus) er sveppur sem vex aðallega á birkitrjám og hefur lengi verið notaður í te og bætiefni. Hann er ríkur af náttúrulegum andoxunarefnum og inniheldur fjölmörg virk efni. Sumir kjósa að nota chaga sem hluta af daglegri heilsurútínu sinni, meðal annars í tengslum við stuðning við ónæmiskerfið.
Þessi vara eru tryggilega laus við hvers kyns aukaefni eins og sykrur og fitu og uppfylla allar evrópskar kröfur varðandi varnarefni. Gæði afurða okkar eru reglulega könnuð.
Organic Lions Mane Powder 100g
Lion’s Mane (Hericium erinaceus) Lion’s Mane er næringarríkur lífvirkur sveppur sem hefur í aldaraðir verið notaður í asískum jurtalækningum og er nú vinsæll um allan heim. Margir velja Lion’s Mane sem hluta af daglegri rútínu til að styðja almenna vellíðan og fjölbreytt mataræði.
Þessi vara er tryggilega laus við hvers kyns aukaefni eins og sykrur og fitu og uppfylla allar evrópskar kröfur varðandi varnarefni. Gæði afurða okkar eru reglulega könnuð.
🥭 Lion’s Mane Orku-Smoothie
- 1 banani
- 1 bolli möndlumjólk
- ½ bolli mangó eða ananas (frosið)
- 1 tsk Lion’s Mane duft
- 1 msk möndlusmjör eða hnetusmjör
- 1 tsk chiafræ eða hörfræ (valfrjálst)
- ½ tsk kanill (valfrjálst)
Organic Reishi Powder 100g
REISHI, DROTTNING SVEPPARÍKISINS ÞEKKT FYRIR HINA ÓTAL MÖRGU HEILSUFARSLEGU ÁVINNINGA
Reishi hefur verið í asískum jurtalækningum í yfir 2000 ár en sveppurinn er næringarríkur og býr yfir fjölmörgum heilsufarslegum eiginleikum. Vinsælast þykir okkur að setja duftið í graut, smoothie eða ljúffengan cacao bolla en einnig er hægt að nota duftið í aðra matargerð. ✓ Einungis 100% hreint reishi duft ✓ Hálf til 1 teskeið fyrir aukin næringarefni Reishi duftið er lífrænt vottað, án aukaefna og framleitt á siðferðislegan máta með tilliti til fólks og náttúru.



Face Toner with Chamomle 30ml
Ferskur og rakagefandi andlitstóner sem endurvekur og frískar upp á húðina. Tónerinn inniheldur hýalúrónsýru sem viðheldur þéttleika húðarinnar og getur dregið úr fínum línum.
Þessi tóner er hentugur fyrir allar húðtýpur og það má nota hann undir andlitsfarða sem og eftir andlitshreinsun. Við mælum klárlega með því að nota hann reglulega yfir daginn til að viðhalda þéttleika og ferskleika húðarinnar! Ásamt öllum vörum frá UpCircle, þá er tónerinn framleiddur á sjálfbæran máta í Bretlandi og inniheldur 99% náttúruleg hágæða hráefni sem sum hver eru endurnýtt til að sporna gegn sóun.



Blue Spirulina
EIN NÆRINGARRÍKASTA FÆÐA SEM VÖL ER Á & GERIR MATINN SKEMMTILEGA BLÁAN
ath. eigum bara til 1kg poka eins og er Blá Spirulína (Phycocyanin) er unnin úr vel þekkta þörungnum spirulínu og inniheldur magn af próteini, vítamínum, steinefnum, karótenóíð og andoxunarefnum sem ættu að gefa þér gott "kick" inn í daginn. Það er nóg að setja hálfa til heila teskeið af duftinu í þeyting, jógúrt, ofurskál eða drykk til að fá fallegan bláan lit og aukin næringarefni. Við bendum samt á að liturinn passar misvel við aðra liti en það er mjög gaman að prófa sig áfram!JÓLA OFURSKÁL
- Nokkrir frosnir bananar (ég set stundum frosna kúrbít bita á móti til að minnka sætu)
- 1-2 tsk. af blárri spirulínu
- dass af plöntumjólk (ég elska kókosmjólk)
- 2 msk. af jógúrti
- 1/2 tsk. af kanil (má sleppa)
- 1/2 tsk af engifer (má sleppa)
- 1/2 tsk. af múskat (má sleppa)




Tropic Organic Acaí Powder 70g
LÍFRÆNT VOTTUÐ FROSTÞURRKUÐ ACAÍ BER FRÁ AMAZON REGNSKÓGINUM
Þessi dökkfjólubláu ber sem eiga rætur sínar að rekja til Amazon regnskógarins hafa náð miklum vinsældum síðustu ár. Berin eru þekkt fyrir háan andoxunarstuðul en acaí ber eru talin búa yfir 3x meira magni af andoxunarefnum en til dæmis bláber. Duftið er fíngert og hentar vel í þeyting, chia graut eða jógúrtina fyrir aukin vítamín og steinefni. Það sem er í uppáhaldi hjá Tropic teyminu eru acaí skálar.UPPSKRIFT AF ACAÍ SKÁL
1 bolli af blönduðum frosnum berjum 30 ml. plöntuprótein (valkvæmt) 1-2 dl. af plöntumjólk 2 tsk. Tropic acaí duft 1 frosinn banani Öllu er blandað vel saman í blender eða matvinnsluvél. Þar sem mikið er frosið og áferðin verður ískennd að þá þarf blenderinn eða matvinnsluvélin að vera svolítið öflug. Stundum þarf að bæta við meiri vökva eða stoppa og hræra og byrja aftur, til að ná að blanda öllu almennilega saman Fullkomið "toppings" → fersk jarðaber, bananabitar, fersk bláber, hnetusmjör eða möndlusmjör, hempfræ, granóla og kakónibburAÐRIR SÖLUSTAÐIR:
FJARÐARKAUP • Hólshraun 1b, 220 Hafnarfirði KRÓNAN • Skeifunni, Lindum, Flatahrauni, Granda, Bíldshöfða, Mosfellsbæ, Selfossi, FITJUM og Akureyri HAGKAUP • Garðabæ, Akureyri, Skeifunni, Smáralind, Spöng og KringluOrganic Matcha Powder 70g
FÁANLEGT Í BIÐPÖNTUN, NÝ SENDING KEMUR MIÐJAN SPETEMBER
ORKUGJAFI ÚR NÁTTÚRUNNI, HÁGÆÐA JAPANSKT MATCHA FYRIR HREINA ORKU OG EINBEITINGU.
Ertu að leita leiða til að fá betri fókus og jafnari orku yfir daginn? Þá ráðleggjum við þér að prófa þetta 100% náttúrulega og lífrænt vottaða matcha grænte duft. Duftið er fínmalað úr japönskum grænte laufum og inniheldur ríkulegt magn andoxunarefna, vítamína og steinefna til að styðja við almenna heilsu. Matcha er þekkt fyrir að vera ríkt af andoxunarefnum en inniheldur u.þ.b. 3x meira magn af því en grænt te. Duftið er án allra aukaefna og engum sætugjafa viðbætt. Þú notar einfaldlega 1 tsk. til að útbúa matcha latte eða te. Eins getur þú notað matcha í smoothie, baksturinn eða matargerð en duftið gefur fallegan daufan grænan lit. MATCHA PINA COLADA • 1 banani • 1 bolli af frosnum anans • 1 tsk. lífrænt matcha • Ríkuleg lúka af spínati • 1 dl. kókosmjólk í dós (þykki hlutinn) • 25 ml. af vanillupróteini (valkvætt) • Dass af köldu vatniAÐRIR SÖLUSTAÐIR:
HAGKAUP • Garðabæ, Skeifunni, Kringlunni, Smáralind, Spöng, Eiðistorg og Akureyri KRÓNAN• Lindum, Flatahrauni, Granda, Mosfellsbæ, Bíldshöfða, Selfossi, Skeifunni, FITJUM og Akureyri



Refillable Deodorant with Macadamia + Refill
100% NÁTTÚRULEGUR OG MILDUR SVITALYKTAREYÐIR SEM HELDUR ÞÉR FERSKRI/FERSKUM YFIR DAGINN
Þessi dásamlega nýjung frá UpCircle býr svo vel að vera auðguð með makadamíuolíu sem nærir og veitir raka og gerir það að verkum að handakrikinn helst mjúkur yfir daginn. Svitalyktareyðirinn býr yfir frískandi sítrusilm af bergamot og límónu sem og endurunninni kaktusfíkju sem hefur bólgueyðandi eiginleika og róar húðertingu. Þessi svitalyktareyðir hentar öllum húðtýpum en þá er hann tilvalinn fyrir viðkvæma húð. Svitalyktareyðirinn veitir jafna og langvarandi vörn í allt að 24 klukkustundir. Þessi háþróaða formúla hjá UpCircle er án matarsóda og tryggir virkni án þess að valda ertingu, hvort sem það er á morgunæfingum eða kvöldviðburðum. Þessi náttúrulegi svitalyktareyðir, gerður úr maísmjölsgrunni, tryggir mjúka ásetningu og létta og þægilega áferð.UPCIRCLE LOFORÐIÐ
Þessi svitalyktareyðir dregur úr umhverfisáhrifum með því að nota 100% endurvinnanlegar umbúðir úr áli, auk þess sem hver áfyllingarhylki eru gerð úr 100% niðurbrjótanlegu pappaefni.Peptide Serum with Custard Apple + Blood Orange
NÝSTÁRLEGT ÞRÍPEPTÍÐ SERUM HANNAÐ TIL AÐ ÖRVA KOLLAGEN FRAMLEIÐSLU, DRAGA ÚR HRUKKUM OG VINNA GEGN ÖLDRUN HÚÐARINNAR
Fáanlegt í biðpöntun, ný sending kemur vikuna 21.-25. júlí Formúlan inniheldur hátt hlutfall af níasínamíði (B3) sem jafnar húðlit og veitir raka fyrir mýkri og heilbrigðara yfirbragð húðarinnar. Eins og alltaf er þessi vara frá UpCircle Beauty vegan, ekki prófuð á dýrum, í 100% endurvinnanlegum umbúðum og handgerð í Bretlandi. 93% náttúruleg formúla. Peptíðserum UpCircle bætir virkni annarra húðvara svo þú færð betri árangur úr allri húðrútínunni þinni. Serumið inniheldur endurnýtt rjómaepladuft sem býr yfir frábærri virkni en stuðlar meðal annars að jafnvægi í húðinni og dregur úr bólgum. Serumið inniheldur einnig endurnýtt blóðappelsínuþykkni sem verndar húðina gegn óhreinindum og öðrum mengandi þáttum í síbreytilegu umhverfi okkar.Matcha Bamboo Tea Beater
Tropic Chocolate Protein with Probiotics 500g
LJÚFFENGT PLÖNTUPRÓTEIN MEÐ SÚKKULAÐI BRAGÐI
Í þessu próteini er að finna auðmeltanlega próteingjafa eða bauna- og rísprótein sem líkaminn á auðvelt með að vinna úr. Í hverjum skammti er 20 gr. af próteini og formúlan er auðguð með, góðgerlum, sem þarf ekki að hafa í kæli, trefjum og meltingarensímum til þess að stuðla að bættri meltingu. Við notum avókadó þykkni til þess að gera áferðina “rjómakennda” sem verður til þess að próteindrykkirnir verða talsvert grinilegri. Það sem gerir okkar prótein sérstakt er að við notum stevíu sem sætugjafa og sniðgöngum alveg gerviefni á borð við → sucralose og acesulfam-K Þar af leiðandi er próteinið ekki of sætt og ekki með óþarfa eftirbragð. Próteinið er einnig glútenlaust, án GMO og 100% vegan Uppskrift af prótein kaffidrykk settu eftirfarandi í blandara: 1 banani 1 msk möndlusmjör 2-3 döðlur 1 skeið Tropic súkkulaðiprótein 1-2 dl möndlumjólk Settu 2 dl. af klökum í glas, helltu 1 dl. af kaffi yfir & því næst topparu með próteindrykknum. Hrærið og njótiðAÐRIR SÖLUSTAÐIR:
FJARÐARKAUP • Hólshraun 1b, 220 Hafnarfirði KRÓNAN • Grandi, Lindum, Flatahraun, Skeifan, Mosfellsbær, Selfossi, Akureyri, FITJUM og Bíldshöfði HAGKAUP • Garðabæ, Skeifunni, Kringlunni, Smáralind, Spöng, Eiðistorg og AkureyriTropic Vanilla Protein 500g
TROPIC PLÖNTUPRÓTEIN MEÐ VANILLUBRAGÐI
Í þessu próteini er að finna auðmeltanlega próteingjafa eða bauna- og rísprótein sem líkaminn á auðvelt með að vinna úr. Í hverjum skammti er 22 gr. af próteini og formúlan er auðguð með trefjum og meltingarensímum til þess að stuðla að bættri meltingu. Við notum avókadó þykkni til þess að gera áferðina "rjómakennda" sem verður til þess að próteindrykkirnir verða talsvert grinilegri. Það sem gerir okkar prótein sérstakt er að við notum stevíu sem sætugjafa og sniðgöngum alveg gerviefni á borð við → sucralose og acesulfam-K Þar af leiðandi er próteinið ekki of sætt og ekki með óþarfa eftirbragð. Próteinið er einnig glútenlaust, án GMO og 100% veganEINFALDUR VANILLU SMOOTHIE
- 1 banani
- 1 bolli af frosnum jarðaberjum
- 1 bolli af frosnum ananas bitum
- 30 ml. vanilluprótein (full scoop er 50 ml.)
- 1 msk. möndlusmjör
- dass af plöntumjólk
- 2 tsk. acaí duft
- hægt að bæta hampfræjum eða chia (valkvætt)