Cleansing Balm with Oat Oil + Vitamin E 55 ml.

Original price was: kr.4.890.Current price is: kr.3.912.
Nærandi og rakagefandi hreinsikrem til hversdagsnota sem hreinsar farða, augnfarða, mengun og önnur óhreinindi af andliti á mildan máta án þess að valda húðertingu. Hreinsikremið djúphreinsar húðina og hefur á hana róandi áhrif. Það er gert úr fínmöluðu púðri frá apríkósusteinum sem er náttúruleg aukaafurð apríkósuolíuiðnaðarins og er bæði ríkt af andoxunarefnum og E vítamíni. Þetta hreinsikrem hentar flestum húðtýpum, hvort sem þú ert með þurra, venjulega eða olíukennda húð. Við mælum með þessu hreinsikremi af heilum hug en það er framleitt á sjálfbæran máta í UK með náttúrulegum hágæða endurnýttum hráefnum sem hefðu annars farið til spillis.

NOTKUNARLEIÐBEININGAR

  • Þú nuddar kreminu einfaldlega jafnt og þétt yfir andlitið en við núninginn bráðnar það og brýtur niður farða, mengun, sólarvörn og þann óþarfa sem hefur safnast saman á andlitinu okkar yfir daginn.
  • Þú skolar síðan kremið af með blautum þvottapoka eða fjölnota bómullarskífu. Ég mæli síðan sterklega með því að þú endurtakir leikinn einu sinni í viðbót til að vera fullviss um að allur farði sé 100% farinn.
AÐRIR SÖLUSTAÐIR: EkóHúsið Síðumúla 11 & áfylling af hreinsinum fæst þar líka

Peppermint Body Scrub with Coffee 200 ml.

Original price was: kr.3.490.Current price is: kr.2.792.
Náttúrulegur líkamsskrúbbur sem hreinsar dauðar húðfrumur Gerir húðina mjúka, slétta og endurnærðari Örvar húðina með piparmyntu og tröllatrésolíu Skrúbburinn er unninn úr endurnýttu kaffibaunakorgi frá kaffihúsum í London Framleiddur í UK

Maldives Mood Conditioner Bar

Original price was: kr.2.290.Current price is: kr.1.832.
Maldives Mood hárnæringarstykkið okkar parast fullkomlega við Maldives Mood sjampóstykkið en hárið verður silkimjúkt og ekki skemmir mangó og ananas keimurinn sem minnir helst á kvöldstund á suðrænni strönd! Hárnæringarstykkið er auðvitað vegan og siðferðislegt (cruelty-free) ásamt því að vera 100% plastlaust, án pálmolíu, án paraben & án SLS. Þú einfaldlega greiðir stykkinu í gegnum blautt hárið, okkur finnst nóg að setja bara í endana og skolar næringuna síðan vandlega úr hárinu þegar það er orðið mjúkt. Passið endilega að hafa stykkið liggjandi þar sem næst að leka af því svo það þorni á milli skipta. Í stöðugri bleytu á það í hættu á að einfaldlega skemmast. Við mælum með því að nota sápudiska. AÐRIR SÖLUSTAÐIR: BÓNUS • Holtagörðum, Skeifunni, Kauptúni, Smáratorgi, Spönginni, Miðhrauni og Mosfellsbæ. Varan er væntanleg í Bónus Norðurtorgi á Akureyri, Selfossi og Njarðvík 🤎

Maldives Mood Shampoo Bar

Original price was: kr.2.290.Current price is: kr.1.832.
Maldives Mood sjampóstykkið okkar býr yfir vandaðri formúlu sem hentar flestum hártýpum og skilur hárið eftir líflegt og heilbrigt með unaðslegum keim af mangó og ananas. "Ég var orðin þreytt á því að prófa trekk í trekk ný sjampóstykki sem skildu hárið mitt eftir fitugt og hreinlega sjúskað. Ég vildi fá svipaða upplifun af hárþvotti eins og með hefðbundin sjampó sem maður kaupir á hárgreiðslustofu nema helst án skaðlegra efna. Ég tók því málin í mínar hendur og til varð Maldives Mood!" - Amy stofnandi Tropic Maldives Mood er vegan og cruelty-free eins og allar okkar vörur ásamt því að vera 100% plastlausar, pálmolíulausar, án SLS og án paraben. Passið endilega að hafa hársápustykkið liggjandi þar sem næst að leka af því svo það þorni á milli skipta. Í stöðugri bleytu á það í hættu á að einfaldlega skemmast. Við mælum með því að nota sápudiska. AÐRIR SÖLUSTAÐIR: BÓNUS • Holtagörðum, Skeifunni, Kauptúni, Smáratorgi, Spönginni, Miðhrauni og Mosfellsbæ. Varan er væntanleg í Bónus Norðurtorgi á Akureyri, Selfossi og Njarðvík 🤎

Rakvélablöð 10 stk.

Original price was: kr.890.Current price is: kr.445.

Hágæða rakvélablöð úr ryðfríu stáli
Fullkomnar í fjölnota rakvélarnar 
Koma 10x saman í pakka

Fjölnota Rakvélar

Original price was: kr.4.490.Current price is: kr.2.245.
Þetta er sennilega síðasta rakvélin sem þú þarft að kaupa! Þú sparar töluvert til lengri tíma og jörðin auðvitað líka. Rakvélin kemur í kraft pappír öskju og henni fylgja með 5 rakvélablöð en eitt blað dugir í 5-8 skipti, jafnvel fleiri. Áfylling af blöðum er hægt að versla hér. Ath. að vörumyndin er rose gold en því miður er hún búin á lager. Við eigum bara royal golden sem er aðeins gylltari :)