Butterfly Pea 50gr.
Butterfly Pea plantan hefur lengi vel verið notuð til náttúrulækninga en þó aðallega í Suðaustur-Asíu. Í dag er Butterfly Pea að vekja mikla athygli í öðrum heimshlutum því hún er vægast sagt mögnuð!
Butterfly Pea duftið býr yfir fallegum bláum lit sem er skemmtilegt að nota í ýmsa matargerð en í snertingu við sítrus verður duftið fjólublátt. Þessi heillandi eiginleiki hefur gert duftið vinsælt á meðal barþjóna sem nota duftið í kokteilagerð út um allan heim.
Butterfly Pea er hægt að bæta auðveldlega í mataræðið með því að blanda því í ofurskálar, smoothie, jógúrt, límonaði eða sem te eins og er algengast!





Golden Mellow 200 gr.
- Túrmerik*, Ashwagandha*, Engifer*, Kanill*, Lucuma* og Pipar* (*lífrænt)
- Blanda sem inniheldur 6 lífrænt vottaðar ofurfæður
- Ashwagandha er talið geta veitt betri nætursvefn
- Túrmerik getur unnið gegn bólgum í líkamanum
- Blandan var samansett af reyndum næringarfræðingum
- 40 skammtar = 147 kr. hver skammtur
- ATH. ef þú ert ófrísk er best að velja ofurfæður í matarræðið í samráði við lækni.


Hreinsibursti fyrir rör
Ef þú kaupir þér stök stálrör þá fylgir ekki hreinsibursti með en það er mjög sniðugt að hafa einn svoleiðis til að grípa í heima ef maður drekkur þykkan smoothie eða mojito til dæmis sem getur skilið eftir sig eitthvað gúmmelaði í rörinu! Það gerist þó alveg örsjaldan, allavega ef þú ert fljót/ur að skola rörið eftir notkun :)
Í þessu verði (190 kr.) er innifalinn einn hreinsibursti þó myndin sýni tvo.
Heimagerðar Bómullarskífur 5 stk.
Það er alveg tilvalið að nota fjölnota bómullarskífur í staðin fyrir einnota þega maður er til dæmis að þrífa á sér andlitið eða annað sem margir gera á hverjum degi. Bómullarskífurnar frá Tropic mega fara í vél á 60°C og ef það festist eins og maskari eða annað í skífunum þá er hægt að nudda þær vel með mildri sápu. Skífurnar eru einstaklega fallegar og heimagerðar hér á Íslandi en garnið er frá Sandnes Garn í Noregi.
Energy Bomb 200 gr.
✔ Acaí*, Guarana*, Lucuma*, Maca* og Banani* (*lífrænt)
✔ 5 orkugefandi ofurfæður í einni blöndu án allra aukaefna!
✔ Ein teskeið í morgunmatinn jafngildir einum kaffibolla
✔ Náttúruleg aukin orka í allt að 8 klst.
✔ Frábær og heilsusamlegur staðgengill kaffis
✔ Blandan var samansett af reyndum næringarfræðingum
✔ Athugið að Energy Bomb inniheldur koffín





Stök stálrör // BEIN
Hér getur þú valið þér stök stálrör bein í hinum ýmsu litum sem við höfum uppá að bjóða! Ef þig langar í pyngju undir rörin til að hafa í veskinu þá er hana að finna hér.
Bambus Sápudiskur
Þessi fallegi sápudiskur er gerður úr 100% sjálfbærum bambus. Við mælum með þessum sápudisk undir handsápuna eða sturtusápuna inná baði en það setur einmitt fallegan svip á baðherbergið! Auðvitað alveg plastlaus og engar plast umbúðir heldur.
Bambus er gras, 100% náttúrulegt efni og mælum því með að reyna halda disknum eins þurrum og hægt er. Auðvitað ekki alltaf hægt en mælum endilega með því forðast sírennsli :)
Athugið að sápurnar fylgja ekki með en er hægt að versla sér!
Miðlungs Bamburstar
Miðlungs bamburstarnir frá Tropic eru með bambus skafti og miðlungs stífum hárum búin til úr bambus efni og nylon. Umbúðirnar eru gerðar úr 100% endurunnum pappír. Afhverju ætti maður að skipta yfir í bambus tannbursta? Tannlæknar mæla með því að fólk skipti út tannburstanum sínum á u.þ.b 3 mánaða fresti og því getur skipt sköpum fyrir umhverfið að nota tannbursta sem búinn er til úr náttúrulegu efni sem brotnar niður í náttúrunni frekar en tannbursta sem er búinn til úr plasti og getur tekið allt að þúsund ár að brotna niður og jafnvel eftir þann tíma lifa skaðleg efni úr plastinu áfram í enn lengri tíma í umhverfinu.
Bambus er líka þekkt fyrir þann eiginleika að bakteríur þrífast ekki vel í því: “Another advantage of bamboo is that it is naturally antimicrobial. There’s a reason cutting boards and kitchen utensils are made out of wood and bamboo. Unlike plastic, properties inside the bamboo kill bacteria that penetrate it’s surface, providing long-lasting protection against harmful bacteria.”
Ef þú kýst heldur mjúk hár í tannburstun þá mælum við með Mjúkur Bambus Tannbursti.
Mumbai Mood Combo
Mumbai Mood hársápustykkið og hárnæringin vinna fullkomlega saman við að gera hárið þitt sem líflegast, heilbrigðast og að auki silkimjúkt. Stykkin búa yfir yndislegum ananas og mangó ilm sem fær mann til að hlakka til næsta hárþvottar ?
Stykkin eru auðvitað vegan og siðferðisleg (cruelty-free) ásamt því að vera 100% plastlausar, pálmolíulausar, án SLS og án paraben. Stykkin eru einnig handgerð í USA.
Passið endilega að hafa hársápustykkið liggjandi þar sem næst að leka af því svo það þorni á milli skipta. Í stöðugri bleytu á það í hættu á að einfaldlega skemmast. Við mælum með því að nota sápudiska.










Super Green 150 gr.
✔ Hveitigras*, Bygggras*, Baobab*, Moringa*, Chlorella* og Spirulína* (*lífrænt)
✔ Auðveld leið til að taka inn ofur grænfæðu í matarræðið
✔ Blandan inniheldur mikið af nauðsynlegum vítamínum og steinefnum
✔ Einungis sex öflugar ofurfæður, engu viðbætt!
✔ Ein skeið jafngildir handfylli af ofurfæðu
✔ Blandan var samansett af reyndum næringarfræðingum
✔ 30 skammtar = 176 kr. hver skammtur


Magic Mushroom 150 gr.
✔ Cacao*, Chaga*, Ashwagandha*, Reishi*, Lucuma* og Kanill* (*lífrænt)
✔ Einungis 6 öflugar lífrænar ofurfæður
✔ Hlúðu að og styrktu ónæmiskerfið þitt
✔ Samansett af reyndum næringarfræðingum
✔ 30 skammtar = 176 kr. hver skammtur
Vilt þú koma í áskrift af Magic Mushroom? Sjá nánar hér.
Fyrir alveg hreint unaðslegan bolla set ég eina tsk. af Magic Mushroom og eina tsk. af Chocolate Lover í hitaða plöntumjólk (ég nota gráu Oatly mjólkina).

