Coffee Face Scrub with Citrus Blend 100 ml.
UNAÐSLEGUR KAFFISKRÚBBUR MEÐ SÍTRUS FYRIR FLESTAR HÚÐTEGUNDIR EN SÉRSTAKLEGA HANNAÐUR FYRIR ÞURRA HÚÐ
Þessi andlitsskrúbbur frá UpCircle inniheldur rosehip-, sætappelsínu og sítrónukjarnaolíur. Sætappelsínuolían hefur sótthreinsandi og bólgueyðandi áhrif sem stuðlar að minni roða og ertingu í húð, á meðan sítrónuolían frískar upp á húðina. Með þessum sótthreinsandi eiginleikum getur skrúbburinn hjálpað við meðhöndlun á bólum og öðrum blettum. Skrúbburinn fjarlægir dauðar húðfrumur og skilur húðina eftir mýkri, sléttari og endurnærðari. Sheasmjörið í skrúbbnum setur síðan punktinn yfir i-ið með góðum raka. Skrúbburinn er unninn úr úrvals Arabica kaffibaunakorg sem hefði annars farið til spillis frá kaffihúsum víðsvegar um London. Þessi skrúbbur hefur fengið birtingu í tímaritum á borð við The Times, Forbes, Glamour, The Sunday Times, Refinery 29, The Independent, Good Housekeeping og fleiri tímaritum.AF HVERJU AÐ NOTA KAFFISKRÚBB?
- Kaffiskrúbbar eru fullir af andoxunarefnum og koffíni sem bæði hreinsar og eykur blóðflæði
- Hentar sérstaklega vel þeim sem glíma við exem, acne, bólur og slitför
- Koffínn hefur náttúrulega bólgueyðandi eiginleika sem hjálpar þeim sem glíma við bólgur og roða

Maldives Mood Conditioner Bar
Maldives Mood hárnæringarstykkið okkar parast fullkomlega við Maldives Mood sjampóstykkið en hárið verður silkimjúkt og ekki skemmir mangó og ananas keimurinn sem minnir helst á kvöldstund á suðrænni strönd!
Hárnæringarstykkið er auðvitað vegan og siðferðislegt (cruelty-free) ásamt því að vera 100% plastlaust, án pálmolíu, án paraben & án SLS.
Þú einfaldlega greiðir stykkinu í gegnum blautt hárið, okkur finnst nóg að setja bara í endana og skolar næringuna síðan vandlega úr hárinu þegar það er orðið mjúkt.
Passið endilega að hafa stykkið liggjandi þar sem næst að leka af því svo það þorni á milli skipta. Í stöðugri bleytu á það í hættu á að einfaldlega skemmast. Við mælum með því að nota sápudiska.




AÐRIR SÖLUSTAÐIR:
FJARÐARKAUP • Hólshraun 1b, 220 Hafnarfirði





Maldives Mood Shampoo Bar
Maldives Mood sjampóstykkið okkar býr yfir vandaðri formúlu sem hentar flestum hártýpum og skilur hárið eftir líflegt og heilbrigt með unaðslegum keim af mangó og ananas.
"Ég var orðin þreytt á því að prófa trekk í trekk ný sjampóstykki sem skildu hárið mitt eftir fitugt og hreinlega sjúskað. Ég vildi fá svipaða upplifun af hárþvotti eins og með hefðbundin sjampó sem maður kaupir á hárgreiðslustofu nema helst án skaðlegra efna. Ég tók því málin í mínar hendur og til varð Maldives Mood!" - Amy stofnandi Tropic
Maldives Mood er vegan og cruelty-free eins og allar okkar vörur ásamt því að vera 100% plastlausar, pálmolíulausar, án SLS og án paraben.
Passið endilega að hafa hársápustykkið liggjandi þar sem næst að leka af því svo það þorni á milli skipta. Í stöðugri bleytu á það í hættu á að einfaldlega skemmast. Við mælum með því að nota sápudiska.




AÐRIR SÖLUSTAÐIR:
FJARÐARKAUP • Hólshraun 1b, 220 Hafnarfirði





Rakvélablöð 10 stk.
Hágæða rakvélablöð úr ryðfríu stáli
Fullkomnar í fjölnota rakvélarnar
Koma 10x saman í pakka
Organic Pink Pitaya Powder 100g
HREINT LÍFRÆNT VOTTAÐ PITAYA DUFT ÁN ALLRA AUKAEFNA
Pink pitaya eða bleikur drekaávöxtur er suðrænn ávöxtur sem þekktur er fyrir sinn fallega skærbleika lit og einstaka næringargildi. Ávöxturinn er ríkur af trefjum, C-vítamíni, beta-karótíni og betalain, en það er andoxunarefni sem gefur duftinu sinn fallega lit.
Duftið bætir ekki aðeins heilsu heldur gefur það hvers kyns drykkjum og máltíðum litríkt og girnilegt yfirbragð.
Duftið er unnið úr 100% lífrænt vottuðu pitaya sem hefur verið fryst og þurrkað samkvæmt GMP gæðastöðlum. Varan er án allra aukaefna, inniheldur hvorki rotvarnarefni né hefur verið geislað eða gerjað.
✓ Einungis 100% náttúrulegt duft úr bleikum drekaávexti ✓ Hálf til 2 teskeiðar fyrir fallegan lit og aukin næringarefni ✓ Við seljum Pink Pitaya duft einnig í 500 gr. pokum!


