BLOGG

10 merki þess að þú þjáist af hormónaójafnvægi

Um 80% allra kvenna þjáist af hormóna ójafnvægi. Í þessari færslu verður fjallað um hvernig hormónar geta haft áhrif á almenna heilsu og hvaða þrjár náttúrulegu leiðir þú getur farið til að koma jafnvægi á hormónastarfsemina strax í dag.

Tölum aðeins um fyrirtíðarspennu

Við getum allar verið sammála um það að fátt er verra en aukaverkanir sem fylgja tíðarhringnum. Sem dæmi má nefna skapsveiflur, útblásinn maga, þreytu, krampa og svona má lengi telja. Allt tekur þetta toll á almenna heilsu okkar.

Yfir 75% kvenna þjást af fyrirtíðarssspennu (PMS)

En vissir þú að fyrirtíðarspenna er mögulega vísbending þess að hormónarnir þínir eru ekki samstilltir? The American College of Obstetrics and Gynecology lýsti því nýlega yfir að tíðarhringurinn er fimmti í röðinni yfir þá lífsnauðsynlegu hluti sem geta ákvarðað almennt heilsufar þitt.

Ef þig kvíðir fyrir því að byrja á túr sökum þess að það fylgir því svo mikil fyrirtíðarspenna, þá ættirðu að gefa þér smá tíma til að skoða nánar hormónana þína. Ekki örvænta, það er auðveldara en þú heldur.

HVERNIG HAFA HORMÓNAR ÁHRIF Á HEILSUNA?

Hormónarnir ferðast um líkamann og miðla upplýsingum til vefja og líffæra til að láta þau vita hvernig þau eiga að starfa. Í ljós kemur síðan að þeir bera einnig ábyrgð á mörgum helstu aðgerðum líkamans, til dæmis efnaskiptum og æxlunarkerfinu.

Of mikið eða of lítið af hormónum er þekkt sem ójafnvægi og hið minnsta ójafnvægi getur strax sett hluti úr skorðum. Algengasta orsök hormónaójafnvægis er of hátt estrógen en það á sér stað þegar líkaminn er með hlutfallslega meira af estrógeni heldur en prógesteróni. Orsök ójafnvægisins getur verið til dæmis mataræðið, of mikið stress, vörurnar sem þú notar daglega og svefnleysi.

Konur geta byrjað að finna fyrir ójafnvægi alveg frá táningsaldri og til fimmtugs. Samt sem áður er það oft á tíðum sem að konur gera sér ekki grein fyrir því. Sannleikurinn er sá að þegar hormónarnir eru í ójafnvægi, þá sendir líkaminn merki um það að eitthvað sé ekki eins og það á að vera. Þessi merki geta komið í mörgum myndum. Hér eru nokkur einkenni til að hafa augun opin fyrir:

10 MERKI UM HORMÓNAÓJAFNVÆGI

  • Óreglulegur tíðarhringur
  • Þyngdaraukning
  • Fyrirtíðarspenna
  • Skapsveiflur
  • Lítil kynhvöt
  • Þreyta
  • Hitakóf
  • Nætursviti
  • Svefnleysi
  • Þunglyndi
  • Bólur

3 NÁTTÚRULEGAR LEIÐIR TIL AÐ STYÐJA HORMÓNAHEILSU

Að gera lífstílsbreytingar er besta leiðin til að huga að hormónunum og koma í veg fyrir truflanir sem geta stuðlað að ójafnvægi. Ef þú ert að glíma við eitthvað af einkennunum hér að ofan þá mælum við með eftirfarandi:

MATARÆÐI

Rannsóknir hafa sýnt og sannað að mataræðið er undirstaðan að hormónajafnvægi. Ef þú ert þó eitthvað eins og ég, þá er ekkert sem þú þráir meira en stór ís og með því yfir þann umtalaða tíma mánaðarins. Ísinn er samt sem áður að fara hafa verri áhrif á hormónana þína en þig grunar. Sykur og „vond“ kolvetni eru erkióvinir hormónajafnvægis. Því meiri sykur og „vond“ kolvetni sem þú innnbyrðir, því fleiri fitufrumur býrðu til. Þessar fitufrumur framleiða estrógen sem getur stuðlað að estrógen yfirburði.

HREYFING

Að hreyfa sig reglulega hefur sýnt jákvæð áhrif á hormóntengd heilsuvandamál eins og stress, þunglyndi og skapsveiflur. Þökk sé serótónin getur hreyfing sleppt út „feel-good“ sendum sem geta hjálpað við að minnka einkenni fyrirtíðarspennu og breytingaskeiðis. Heilsufarslegu ávinningarnir stoppa ekki þar, hreyfing eykur einnig hjartsláttartíðni, sem hækkar estrógen stig.

Alisa Vitti, stofnandi FLO Living og sérfræðingur í heilsufarsmálum kvenna, segir að ef þú sníðir æfingar eftir tíðarhringnum þínum þá er það besta hugsanlega leiðin til að hlúa að huga og líkama. Sem dæmi, í eggbúsfasa (e. follicular phase) er hormónastig lágt þannig að létt cardio er best. Það er ráðlagt að gera áreynslumiklar æfingar í kringum egglos og í luteal fasa er mælt með léttum eða miðlungs æfingum. Yfir túr er best að einblína á æfingar á borð við teygjur sem og yoga.

MINNKA KOFFÍN

Rannsóknir hafa sýnt að ef þú þjáist af einkennum fyrirtíðarspennu, ófrjósemi eða öðrum hormónatengdum heilsuvandamálum, þá er koffín aðeins að fara gera illt verra. Þá allra helst kaffi. Kaffi hækkar ekki bara kortisól og stressar nýrnahetturnar heldur einnig tæmir það líkamann af nauðsynlegum næringarefnum. Þetta gerir það að verkum að það verður erfiðara fyrir innkirtlakerfið að halda hormónunum í jafnvægi. Koffín umbrotnar einnig hægar hjá konum eftir tíðahvörf og hjá konum sem taka getnaðarvarnir í pilluformi.

Heilbrigðir hormónar, hamingjusamur líkami!

Að jafna út hormónana í líkamanum krefst ekki alltaf lyfja eða meðferðar. Stundum liggur lausnin hreinlega í mataræðinu og lífstílsvali. Að fylgjast með líkamanum og aðlagast eftir þörfum hans er auðveld leið til að fá hormónanan í sitt rétta far!

Ef þú ert að þjást af hormónaójafnvægi þá mælum við eindregið með því að þú prófið að fylgja þessum ráðum eftir og prófar síðan að fara til læknis og láta mæla hormónana.

Mundu, að koma jafnvægi á hormónana er undirstaða bættrar heilsu og þar af leiðandi lykill af meiri hamingju

Back to list