BLOGG

AUÐVELD RÁÐ TIL AÐ BÆTA MELTINGUNA

Þú ert það sem þú borðar – en ef meltingin þín er ekki að virka sem skyldi þá getur líkaminn ekki tekið til sín öll þau næringarefni sem hann þarf til að starfa rétt. Í þessari færslu er að finna algengustu orsök meltingartruflana ásamt ráðum um hvernig þú getur náttúrulega bætt meltingunna.

5 ALGENGIR ÁVANAR SEM STUÐLA AÐ LÉLEGRI MELTINGU:

  1. TYGGJA EKKI NÓG

Ef þú ert að borða í mikilli tímaþröng, þá eru miklar líkur á því að þú náir ekki að tyggja matinn nægilega mikið. Það þýðir einfaldlega meiri vinna fyrir þarmana. Að borða í flýti hefur einnig sýnt að maður sé líklegri til að gleypa loft en það leiðir til uppþembu.

2. STREITA

Streita hefur ekki einungis slæm áhrif á meltinguna heldur einnig á alla líkamsstarfsemina yfir höfuð. Streita getur bætt afköst í líkama og heila, sem dregur úr virkni í þörmunum. Afhverju? Í streitumiklum aðstæðum, losar líkaminn meira adrenalín og undirbýr sig fyrir það að „flýja“ eða „berjast“. Þetta verður til þess að meltingin hægir á sér þar sem að öll orka er að vera notuð í að halda líkamanum á flugstillingu. Það er því ekki að ástæðulausu sem að streita getur valdið uppþembu, krömpum og ógleði.

3. ÁFENGI

Eins mikið og margir elska að fá sér bjór hér eða rauðvínsglas þar til að slaka á eftir langa viku eða jafnvel langan dag, að þá gerir áfengi hið gagnkvæma fyrir þarmana. Þarmarnir eiga erfiðara með að brjóta niður áfengi. Of mikil áfengisdrykkja skaðar þarmaflóruna og veldur miklu uppnámi í meltingarveginum.

4. EINFÖLD KOLVETNI

Eins vel og hvítt brauð eða pasta hljómar að þá eru þetta matvæli sem innihalda mikið af einföldum kolvetnum og afar lítið magn af trefjum. Með þessháttar matvælum ertu að búa til góðan ræktunarstað fyrir vírusa og slæmar þarmabakteríur sem leiðir til ójafnvægis hjá örveruflóru þarmanna og getur leitt til meltingarvandamála.

5. OF LÍTIL HREYFING

Við vitum öll að hreyfing er mikilvæg fyrir líkama og sál en of lítil hreyfing hefur beintengingu við meltinguna okkar. Með of lítilli hreyfingu hægist á meltingunni og verður þar af leiðandi erfiðara fyrir okkur að brjóta niður fæðuna í líkamanum.

GLAÐUR MALLI – GLAÐIR DAGAR

NOKKUR RÁÐ TIL AÐ BÆTA MELTINGUNA:
  1. TYGGJA VEL

Passaðu að öll fæða sem þú innbyrðir nálgist meltingarveginn í afar litlum einingum. Munnvatnið okkar inniheldur ákveðin meltingarensím sem brjóta niður fæðuna að vissu leyti í munninum og því má í raun segja að meltingarferlið hefjist við að tyggja. Tökum dæmi, amylase ensím sem finnst í munni sér um að brjóta niður sykur-sameindir.

2. BORÐA NÓG AF TREFJUM

Fjölbreytt og plöntumiðað mataræði er mikilvægt því að þarmaflóran býr yfir trilljónir baktería og fjölbreyttar bakteríur þurfa fjölbreytilegt fæði. Vinalegu og góðu bakteríurnar elska prebiotics sem innihalda mikið magn af trefjum. The British Nutrition Society mælir með því að ná inn 30 gr. af trefjum á dag. Það getur reynst erfitt að fá nægilegt magn af trefjum úr hefðbundnu mataræði og því framleiddu Your Super vöruna Gut Feeling til að hjálpa með það.

Ferskir ávextir (ber og epli til dæmis), baunir, linsubaunir, grænmeti (gulrætur og þistilhjörtu til dæmis), eru full af trefjum.

3. HREYFING

Hreyfing er ekki bara góð fyrir vöðvana, heldur einnig fyrir meltingarveginn eins og við komum inn á hér að ofan. Jafnvel bara 30 mínútur af léttum æfingum eða göngutúr getur skipt sköpum.

4. MAGANUDD

Virkjaðu blóðrásina og slakaðu á magavöðvunum sem getur minnkað uppþembu með því að gefa þér smá maganudd. Hægri hönd er komið fyrir á magann og strokið léttilega í hringhreyfingu. Byrjaðu réttsælis en skiptu síðan um stefnum. Gott er að auka þrýsting inn á milli og passa upp á öndunina. Maganudd er fullkominn tími til að stunda öndunaræfingar.

MYND FRÁ YOUR SUPER®

Við minnum á að alltaf má hafa samband við okkur ef þú hefur einhverjar pælingar varðandi ofurfæður ?
? [email protected]

Back to list