UPPSKRIFTIR

FEGRUNARÞEYTINGAR

Fegurðin mun alltaf ná lengra en þangað sem augað sér, fegurðin kemur nefnilega að innan frá. Að borða heilsusamlegt mataræði ríkt af ávöxtum, grænmeti, fræjum og öðru plöntufæði getur aftur á móti aukið útgeislun svo maður geisli bæði að innan sem að utan! Þeytingar eru klárlega auðveldasta leiðin til að ná inn næringarefnum á skilvirkan og fljótlegan hátt. Við mælum með því að þú prófir þessar uppskriftir sem voru hannaðar með húðina, hárið og neglurnar að leiðarljósi.

GEISLANDI HÚÐ

1 tsk. Power Matcha
¼ Avókadó
¼ Agúrka
Safi úr hálfri sítrónu
Væn lúka af spínati
1 bolli möndlu mjólk

AFHVERJU ERU ÞESSI ÞEYTINGUR GÓÐUR FYRIR HÚÐINA?

Power Matcha er smekkfullt af andoxunarefnum og A, E & B vítamínum sem eru einstaklega ávinningsrík fyrir húðina þökk sé ofurfæðum á borð við Moringa og Maca. Þessi samblanda af aðlögunarefnum og andoxunarefnum gefur húðinni extra næringu og stuðlar að útgeislun hennar ásamt því að vernda hana gegn óæskilegum umhverfisáhrifum.

LÍFLEGT HÁR

1 tsk af Forever Beautiful
1 tsk af Möndlusmjöri
½ bolli frosin bláber
1 bolli plöntumjólk

AFHVERJU ERU ÞESSI ÞEYTINGUR GÓÐUR FYRIR HÁRIÐ?

Í Forever Beautiful blöndunni er að finna ríkulegt magn af E vítamíni frá ofurfæðunum acaí, maqui berjum og bláberjum en þær geta örvað kollagen framleiðslu í líkamanum sem bætir hármýkt.

Forever Beautiful er einnig rík af omega-3 fitusýrum frá acaí og chia fræjum sem stuðlar að heilbrigðum hársvörð og sterkari hárvöxt. Chia fræ eru algjör lykill þegar kemur að hárvexti útaf omega-3 fitusýrunum þar sem þær örva einnig blóðflæðið í hársekknum. Gaman að segja frá því en Forever Beautiful inniheldur einnig ráðlagðan dagskammt af C vítamíni.

STERKAR NEGLUR

1 tsk Energy Bomb
1 Banani
¼ Bolli jarðarber
1 tsk. Kókosolía
1 Bolli vatn

AFHVERJU ERU ÞESSI ÞEYTINGUR GÓÐUR FYRIR NEGLURNAR?

Energy Bomb er smekkfullt af næringarefnum sem getur minnkað bólgusvörun í líkamanum og stuðlar þannig að því að neglurnar verði sterkari og vaxa hraðar.

Zink er lífsnauðsynlegt steinefni sem Energy Bomb er einnig ríkt af en það stuðlar meðal annars að góðum gróanda og vexti nagla. Þessi ofurblanda býr einnig yfir öðrum nauðsynlegum steinefnum eins og kalki sem kemur í veg fyrir þurrar og viðkvæmar neglur.

Ef þú gerir gómsætan þeyting í morgunsárið eða hvenær svo sem þig hentar yfir daginn þá má alltaf tagga okkur á Instagram, @tropic.is og @yoursuperfoods yrðu glöð líka 🌴

Back to list