Settu eina teskeið af Gut Feeling í vatn áður en þú færð þér fyrstu máltíð dagsins eða jafnvel eftir þunga máltíð. Að hita Gut Feeling, til dæmis í vatni, getur eyðilagt náttúrulega virkni meltingarensíma.
Þyngd: 150 gr. eða 30 skammtar Bragð: sætt og súrt, sellerí bragð
ATHUGIÐ: Ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti er best að bæta inn nýjungum við mataræðið í samráði við lækni.
5 DAGA HREINSUNIN FRÁ YOUR SUPER ER EIN ÁRANGURSRÍKASTA HREINSUNIN Á MARKAÐI Í DAG!
Nú er þessi öfluga hreinsun CITRUS LAB TESTED eða klínískt vottuð en það má lesa nánar um vottunina og niðurstöður rannsóknarinnar HÉR.
5 daga detox planið var hannað af reyndum næringarfræðingum ásamt Kristel, meðeiganda Your Super en það einkennist af þremur plöntumiðuðum máltíðum yfir daginn. Grænn smoothie í morgunmat, plöntumiðuð máltíð í hádegismat og berja smoothie í kvöldmat. Þú mátt einnig gæla þér á detox samþykktu snarli inn á milli.
86% þeirra sem gáfu endurgjöf tilkynntu bætta heilsu og betri líðan eftir hreinsunina. Þú HREINlega verður að prófa!
5-Day Detox sem inniheldur detox plan og uppskriftir (E-bók og prentuð)
Your Superfoods Recipes sem inniheldur yfir 20 uppskriftir (E-bók
Fit Food Guide sem inniheldur yfir 20 uppskriftir (E-bók)
Mellow Yellow cookbook sem inniheldur yfir 35 uppskriftir (E-bók)
ATH. E-bækurnar eru á ensku en hægt er að senda á okkur ef þið eruð í vandræðum með einhverja þýðingu. Eins má alltaf heyra í okkur ef það eru einhverjar spurningar tengdar ofurfæðunum en við erum yfirleitt mjög fljót að svara: [email protected].
INNIHALDSEFNI: Cacao*, Ashwagandha*, Reishi*, Lucuma* og Kanill* (*lífrænt) -> ATH. það er því miður ekki lengur chaga í vörunni.
Magic Mushroom eða streitubaninn eins og við köllum hann, inniheldur ayurveda jurtir og aðlögunarefni sem geta hjálpað kroppnum að tækla streitu. Gerðu þér einn verðskuldaðan sveppakakó bolla eftir annasaman dag og slakaðu á, þú átt það skilið!
Ashwagandha þýðir síðan á latnesku "sleep-inducing" og hefur verið kennt við bætt svefngæði.
Þú setur 1-2 tsk. í plöntumjólk, kaffið, grautinn eða hvað sem er.
Okkar uppáhald er að setja 2. tsk af Magic Mushroom í hitaða plöntumjólk fyrir unaðslegt sveppakakó seinnipartinn eða á kvöldin! Þú getur líka skipt einni teskeið af Magic Mushroom út fyrir eina teskeið af Plant Collagen fyrir dýrindis vanillubragð!
Blandan var hönnuð af reyndum næringarfræðingum til að tryggja bestu samsetningu út frá virkni hráefna.AÐRIR SÖLUSTAÐIR:Krónan• Lindum, Flatahrauni, Granda, Mosfellsbæ, Bíldshöfða, Selfossi, Skeifunni og Akureyri.
Hagkaup• Skeifunni, Garðabæ, Akureyri, Spöng, Smáralind, Eiðistorg og Kringlu.
Lyfja• Garðabæ, Lágmúla, Smáratorgi, Smáralind, Egilsstöðum, Reykjanesbæ og Árbæ
Vegan Búðin• Kolaportinu
ATH. ef þú ert ófrísk er best að neyta vörunnar í samráði við lækni.
Náttúrulegur líkamsskrúbbur sem hreinsar dauðar húðfrumur
Gerir húðina mjúka, slétta og endurnærðari
Örvar húðina með piparmyntu og tröllatrésolíu
Skrúbburinn er unninn úr endurnýttu kaffibaunakorgi frá kaffihúsum í London
Framleiddur í UK
INNIHALDSEFNI:Hemp Prótein*, Baunaprótein*, Spirulína*, Alfalfa* og Moringa* (*lífrænt)Skinny Protein er 62% hágæða prótein sem er auðvelt til upptöku í líkamanum og 38% öflugar grænfæður sem innihalda mikilvæg vítamín og steinefni.
Skinny Protein býr svo vel að innihalda allar nauðsynlegu amínósýrurnar.
Blandan var hönnuð af reyndum næringarfræðingum til að tryggja bestu samsetningu út frá virkni hráefna.
AÐRIR SÖLUSTAÐIR:Hagkaup: Skeifunni, Garðabæ, Akureyri, Spöng, Smáralind og Kringlu
INNIHALDSEFNI:Acaí*, Guarana*, Lucuma*, Maca* og Banani* (*lífrænt)
Vertu óstöðvandi með þessum náttúrulega orkugjafa sem inniheldur 39 mg. af koffíni í hverjum skammti (5 gr.). Orkan sem þú færð er langvarandi í allt að 8 klst. og án koffínfalls!
Energy Bomb er ríkt af andoxunarefnum (ORAC 16500 μmol TE)
Ásamt því að geta aukið orku er þessi ofurblanda einnig rík af ýmsum vítamínum og steinefnum sem geta hjálpað kroppnum að líða sem best og ná árangri. Fullkomið í vatn, safa, jógúrt, grautinn eða þeytinginn!
Einstaklega hentugt fyrir þá sem vilja fækka kaffibollum og orkudrykkjum yfir daginn.AÐRIR SÖLUSTAÐIR:Hagkaup: Skeifunni, Garðabæ, Akureyri, Spöng, Smáralind, Eiðistorg og Kringlu
ÖRLÍTIÐ BREYTT & BÆTT FORMÚLA!
Mumbai Mood hársápustykkið og hárnæringin vinna fullkomlega saman við að gera hárið þitt sem líflegast, heilbrigðast og að auki silkimjúkt. Stykkin búa yfir yndislegum ananas og mangó ilm sem fær mann til að hlakka til næsta hárþvottar ?
Stykkin eru auðvitað vegan og siðferðisleg (cruelty-free) ásamt því að vera 100% plastlausar, pálmolíulausar, án SLS og án paraben. Stykkin eru einnig handgerð í USA.Passið endilega að hafa hársápustykkið liggjandi þar sem næst að leka af því svo það þorni á milli skipta. Í stöðugri bleytu á það í hættu á að einfaldlega skemmast. Við mælum með því að nota sápudiska.
Þetta er sennilega síðasta rakvélin sem þú þarft að kaupa! Þú sparar töluvert til lengri tíma og jörðin auðvitað líka.
Rakvélin kemur í kraft pappír öskju og henni fylgja með 5 rakvélablöð en eitt blað dugir í 5-8 skipti, jafnvel fleiri.
Áfylling af blöðum er hægt að versla hér og í Vegan Búðinni að Faxafeni 14 en Vegan Búðin selur einnig rakvélarnar okkar.
Ath. að vörumyndin er rose gold en því miður er hún búin á lager. Við eigum bara royal golden sem er aðeins gylltari :)
Hreinsikrem fyrir andlitið sem hentar flestum húðtýpum
Til hversdagsnota og hreinsar andlitsfarðann og önnur óhreinindi
Nær einnig að þrífa af augnfarða
Inniheldur fínmalað púður úr endurnýttum apríkósusteinum
Framleitt í UK með náttúrulegum hráefnum