Sýna 1–9 af 31 niðurstaða

Fjölnota Rakvélar

kr.4.490
Þetta er sennilega síðasta rakvélin sem þú þarft að kaupa! Þú sparar töluvert til lengri tíma og jörðin auðvitað líka. Rakvélin kemur í kraft pappír öskju og henni fylgja með 5 rakvélablöð en eitt blað dugir í 5-8 skipti, jafnvel fleiri. Áfylling af blöðum er hægt að versla hér. Ath. að vörumyndin er rose gold en því miður er hún búin á lager. Við eigum bara royal golden sem er aðeins gylltari :)

Kókoshnetuskál

kr.1.192
  • Framleidd af náttúrunni, handverkuð úr ekta kókoshnetu.
  • Hver og ein skál með sína eigin lögun og lit
  • Pússuð og borin með kókosolíu
  • Best er að handþvo skálarnar
  • Einstaklega falleg gjafavara
  • Parast vel við barbados skeið

Almond Spread Organic 200 g.

kr.1.590
LOKSINS virkjað, vegan og 100% lífrænt möndlusmjör úr einungis 3 hráefnum!  Þetta möndlusmjör býr yfir dúnmjúkri áferð og er virkilega bragðgott eitt og sér en einnig afar hentugt í allskonar uppskriftir. Smjörið er líka mjög gott með epla bitum, sem topping eða í þeyting!
  • 100% plöntumiðað & lífrænt vottað
  • Rjómakennd áferð
  • Handgert í Tékklandi
  • Hráfæði (unnið undir 42° C)
  • Án pálmolíu og án hertar fitu
  • Inniheldur engann unninn sykur
Allar hnetur og möndlur hjá My Raw Joy eru virkjaðar sem þýðir að þær eru látnar liggja í vatni í 15 klst. Þannig eykst næringargildið þeirra og þær verða auðmeltanlegri.  AÐRIR SÖLUSTAÐIR: Hagkaup: Skeifunni, Garðabæ, Akureyri, Smáralind og Kringlu

Face Serum with Coffee and Rosehip Oil 30 ml.

kr.3.590
Lífrænt margverðlauna andlitsserum sem nærir húðina og hentar öllum húðtýpum! Serumið inniheldur kaffiolíu og býr yfir vægum en unaðslegum náttúrulegum ilm af því sem og jojoba-, sea buckthorn og rosehip olíum. Notaðu serumið á morgnanna eða á kvöldin til að örva kollagen framleiðslu og viðhalda þéttleika húðarinnar.
  • Samþykkt af húðlæknum
Serumið er ríkt af C vítamíni og andoxunarefnum sem getur dregið úr blettamyndun og stuðlað að bjartara yfirbragði húðarinnar! Margir hafa notað þetta serum sem hár eða skeggolíu. Jojoba olían mýkir hárið á meðan rosehip olían viðheldur heilbrigðu hári og minnkar ertingu. Þú getur sett serumið á rakakrem sem bindur rakann betur í búðinni. AÐRIR SÖLUSTAÐIR: EkóHúsið Síðumúla 11 & áfylling af seruminu fæst þar líka

Carawmel Spread Organic 200 gr.

kr.1.590
Eitthvað annað bragðgóð karamellusmyrja sem er 100% vegan og inniheldur virkjaðar lífrænar möndlur! Þessi smyrja inniheldur einungis (low-glycemic) kókossykur sem sætugjafa og er fullkomin til dæmis á brauð en einnig sem topping á jógúrt eða ofurskálar. Síðan er mjög gott að setja Carawmel í þeyting eða hreinlega borða það eintómt með skeið...
  • Lífrænt vottað
  • Rjómakennd áferð
  • Handgert í Tékklandi
  • Hráfæði (unnið undir 42° C)
  • Án pálmolíu og án hertar fitu
  • Inniheldur engann unninn sykur
Allar hnetur og möndlur hjá My Raw Joy eru virkjaðar sem þýðir að þær eru látnar liggja í vatni í 15 klst. Þannig eykst næringargildið þeirra og þær verða auðmeltanlegri.  AÐRIR SÖLUSTAÐIR: Hagkaup: Skeifunni, Garðabæ, Akureyri, Smáralind og Kringlu

Face Moisturiser with Vitamin E + Aloe Vera 60 ml.

kr.4.890

MILT DAGKREM SEM VEITIR FRÁBÆRAN RAKA OG NÆRIR HÚÐINA MEÐ E-VÍTAMÍNI OG ÖÐRUM ANDOXUNAREFNUM SEM GETA HÆGT Á ÖLDRUN

"Þetta unaðslega dagkrem frá UpCircle kom eins og kallað inn í líf mitt 2019 þegar ég var að glíma við ýmis húðvandamál. Húðin mín hefur alla tíð verið ótrúlega þurr. Ef rakakremið gleymdist í ferðalögum þá var ég í vondum málum! Það voru meira að segja byrjaðir að myndast krónískir þurrkublettir framan í mér. Dagkremið frá UpCircle hefur gert kraftaverk fyrir mína húð þar sem ég get núna farið í sturtu án þess að líða eins og sandpappír í framan. Eins hafa bólur ekki gert eins mikið vart við sig eftir að ég byrjaði að nota UpCircle dagkremið (og hreinsimjólkina líka reyndar). Ef þú ert í svipuðum sporum og ég var í, að vera í dauðaleit af hinu fullkomna kremi sem er ekki með afgerandi lykt eða lætur þig klæja eða gefur þér roða í framan, þá er UpCircle dagkremið mjög sennilega fyrir þig!" - einlæg umsögn frá Kristínu Amy, eiganda Tropic. Þetta dagkrem hentar öllum húðtýpum en er alveg einstaklega gott fyrir þurra húð eins og hefur komið fram. Við höfum einnig fengið endurgjöf frá konum með mikinn rósroða og virkilega slæma húð eftir barnsburð sem segja að þetta krem hafi algjörlega bjargað sér. Kremið inniheldur fínmalað púður úr endurnýttum argan skeljum sem hefðu annars farið til spillis. Argan skeljarnar eru ríkar af E-vítamíni og öðrum andoxunarefnum sem gera húðinni mikið gott. Kakósmjör, aloe vera, og blóðappelsína er einnig að finna í þessu dásemdar kremi en þessi innihaldsefni eru þekkt fyrir húðróandi áhrif. Við mælum með því að þú berir kremið á hreina húð, tvisvar á dag fyrir bestan árangur. Þegar krukkan þín klárast, þá getur þú verslað áfyllingu í EkóHúsinu að Síðumúla 11. AÐRIR SÖLUSTAÐIR: EkóHúsið Síðumúla 11 & áfylling af rakakreminu fæst þar líka        

Rawnella Spread Organic 200 g.

kr.1.590
Nutella heyrir sögunni til, RAWNELLA er klárlega málið! Þessi súkkulaðismyrja er strangheiðarleg og ó, svo ljúffeng! Inniheldur aðeins þekkt og 100% lífræn hráefni. Smyrjan er tilvalin á ristað brauð, í hafragrautinn, til að dýfa jarðaberjum í, sem topping á ofurskálar eða jógúrt eða í baksturinn. Þú getur jafnvel borðað það eintómt með skeið...
  • 100% plöntumiðað
  • Lífrænt vottað
  • Rjómakennd áferð
  • Handgert í Tékklandi
  • Hráfæði (unnið undir 42° C)
  • Án pálmolíu og án hertar fitu
  • Inniheldur engann unninn sykur
Allar hnetur og möndlur hjá My Raw Joy eru virkjaðar sem þýðir að þær eru látnar liggja í vatni í 15 klst. Þannig eykst næringargildið þeirra og þær verða auðmeltanlegri.  AÐRIR SÖLUSTAÐIR: Hagkaup: Skeifunni, Garðabæ, Akureyri, Smáralind og Kringlu

Cashew Spread Organic 200 g.

kr.1.590
DÝRINDIS KASJÚHNETUSMJÖR SEM ER 100% LÍFRÆNT & INNIHELDUR AÐEINS VIRKJAÐAR HNETUR Þetta kasjúhnetusmjör býr yfir dúnmjúkri áferð og er virkilega bragðgott eitt og sér en einnig afar hentugt í allskonar uppskriftir sem og í þeyting og sem topping. Allar hnetur og möndlur hjá My Raw Joy eru virkjaðar sem þýðir að þær eru látnar liggja í vatni í 15 klst. sem eykur næringargildið þeirra og þær verða auðmeltanlegri. Þessi vara er handgerð af yndislegu fjölskyldufyrirtæki í Tékklandi og flokkast varan sem hráfæði þar sem hún er unnin undir 42° C. Allar vörur frá My Raw Joy eru ávallt án pálmolíu og án hertar fitu. Ásamt því innihalda vörur frá My Raw Joy aldrei unninn sykur. AÐRIR SÖLUSTAÐIR: Hagkaup: Skeifunni, Garðabæ, Akureyri, Smáralind og Kringlu

Fiji Feelin’ Combo

kr.3.664
Fiji Feels sjampó- og hárnæringarstykkið vinna fullkomlega saman við að gera hárið þitt sem líflegast, heilbrigðast og að auki silkimjúkt. Stykkin búa yfir unaðslegum ilm af kryddaðri vanillu og kókos sem fær mann til að hlakka til næsta hárþvottar! Stykkin eru auðvitað vegan og siðferðisleg (cruelty-free) ásamt því að vera 100% plastlaus, pálmolíulaus, án SLS og án paraben. Passið endilega að hafa hársápustykkið liggjandi þar sem næst að leka af því svo það þorni á milli skipta. Í stöðugri bleytu á það í hættu á að einfaldlega skemmast. Við mælum með því að nota sápudiska.