Rawnella 200 gr.
Nutella heyrir sögunni til, RAWNELLA er klárlega málið!
Þessi súkkulaðismyrja er strangheiðarleg og ó, svo ljúffeng! Inniheldur aðeins þekkt og 100% lífræn hráefni. Smyrjan er tilvalin á ristað brauð, í hafragrautinn, til að dýfa jarðaberjum í, sem topping á ofurskálar eða jógúrt eða í baksturinn. Þú getur jafnvel borðað það eintómt með skeið...


- 100% plöntumiðað
- Lífrænt vottað
- Rjómakennd áferð
- Handgert í Tékklandi
- Hráfæði (unnið undir 42° C)
- Án pálmolíu og án hertar fitu
- Inniheldur engann unninn sykur


Kasjúhnetusmjör 200 gr.
DÝRINDIS KASJÚHNETUSMJÖR SEM ER 100% LÍFRÆNT & INNIHELDUR AÐEINS VIRKJAÐAR HNETUR
Þetta kasjúhnetusmjör býr yfir dúnmjúkri áferð og er virkilega bragðgott eitt og sér en einnig afar hentugt í allskonar uppskriftir sem og í þeyting og sem topping. Allar hnetur og möndlur hjá My Raw Joy eru virkjaðar sem þýðir að þær eru látnar liggja í vatni í 15 klst. sem eykur næringargildið þeirra og þær verða auðmeltanlegri.
Þessi vara er handgerð af yndislegu fjölskyldufyrirtæki í Tékklandi og flokkast varan sem hráfæði þar sem hún er unnin undir 42° C.
Allar vörur frá My Raw Joy eru ávallt án pálmolíu og án hertar fitu. Ásamt því innihalda vörur frá My Raw Joy aldrei unninn sykur.
AÐRIR SÖLUSTAÐIR:
Hagkaup: Skeifunni, Garðabæ, Akureyri, Smáralind og Kringlu



Vanillu Prótein 1 kg.
BRAGÐGOTT VEGAN PRÓTEIN ÁN GERVISÆTU MEÐ DÁSAMLEGU VANILLU BRAGÐI
Þetta prótein er ekki einungis 100% vegan og bragðgott, heldur einnig ketóvænt, án GMO, glútenlaust og án soja. Próteinið er framleitt í Svíþjóð og inniheldur meðal annars: Rís- og baunaprótein: sem er öflugur og auðmeltanlegur próteingjafi. Inulin trefja: til að næra góðu bakteríurnar í þarmaflórunni Meltingarensín: til að auka upptöku næringarefna í líkamanum CocoMineral®, avókadó olíu og hörfræ olíu.
OrangeFit Jarðaberjaprótein – 25 gr.
Virkilega bragðgott jarðaberjaprótein sem inniheldur auðmeltanlegan próteingjafa eða baunaprótein. Þú ættir því ekki að upplifa uppþembu eins og gerist stundum með mysu- og sojaprótein. Ef þú vilt fyrst prófa, þá seljum við þetta prótein í 25 gr. pokum sem samsvarar einum skammti
Próteinið inniheldur allar nauðsynlegu amínósýrurnar og er glútenlaust, 100% vegan og án gervisætu.
Í HVERJUM SKAMMTI:
Kaloríur: 99
Prótein: 19,4 gr.
Kolvetni: 0,8 gr.
Fita: 2,2 gr.
Bætiefni koma ekki í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu. Ekki neyta meira en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um án ráðlegginga frá lækni. Ófrískar konur, konur með börn á brjósti og þeir sem eru að taka lyf ættu einnig að ráðfæra sig við lækni varðandi inntöku bætiefna. Geymist þar sem börn ná ekki til.
Bætiefni koma ekki í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu. Ekki neyta meira en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um án ráðlegginga frá lækni. Ófrískar konur, konur með börn á brjósti og þeir sem eru að taka lyf ættu einnig að ráðfæra sig við lækni varðandi inntöku bætiefna. Geymist þar sem börn ná ekki til.
Raw Plain Chocolate 90 gr.
Dýrindis hrátt 67% súkkulaði sem býr þó yfir rjómakenndri áferð og er 100% lífrænt og vegan
Þetta súkkulaði er handgert af ást hjá fjölskyldufyrirtæki í Tékklandi þar sem aðeins eru notuð hágæða hráefni á borð við hrátt perúskt cacao dauft og lífrænan kókospálmasykur.
Það sem einkennir hrátt súkkulaði er að það er matreitt undir 42°C til þess að varðveita næringarefnin sem eru til staðar.
Þú finnur engin óþarfa aukaefni í súkkulaðinu frá My Raw Joy þar sem þau leggja áherslu á heiðarleika og gæði
Chai Latte Ilmkerti
Acaí duft 60 gr.
HREINT ACAÍ DUFT FRÁ AMAZON REGNSKÓGINUM
Settu hálfa til eina teskeið í þeytinginn, jógúrtið, ofurskálina eða hvað sem þig girnist fyrir fallegan fjólubláan lit þökk sé anthocyanins. Anthocyanins vinna sem andoxunarefni í líkamanum en acaí ber eru vel auðug af andoxunarefnum.
Nafnið á þessum berjum er jafnvel erfiðara að bera fram en GiF. (Er það JIFF eða G.I.F??!!)
Hér er smá kennsla þess nefnis:

PS. Ýttu hér til að hlusta!
AÐRIR SÖLUSTAÐIR:
Krónan: Lindum, Flatahrauni, Granda, Mosfellsbæ, Bíldshöfða, Selfossi, Skeifunni og Akureyri.
Hagkaup: Skeifunni, Garðabæ, Akureyri, Spöng, Smáralind og Kringlu.
Choco Bar með Banana 30 gr.
Þetta 100% vegan og lífræna súkkulaðistykki inniheldur bananafyllingu sem enginn súkkulaði unnandi má láta framhjá sér fara!
Súkkulaðið er handgert af ást hjá fjölskyldufyrirtæki í Tékklandi þar sem aðeins eru notuð hágæða hráefni á borð við hrátt perúskt cacao dauft og lífrænan kókospálmasykur.
Það sem einkennir hrátt súkkulaði er að það er matreitt undir 42°C til þess að varðveita næringarefnin sem eru til staðar.
Þú finnur engin óþarfa aukaefni í súkkulaðinu frá My Raw Joy þar sem þau leggja áherslu á heiðarleika og gæði

Góðgerlar 60 hylki
Þessir vegan góðgerlar (já, hylkin eru líka vegan!), innihalda 13 tegundir góðgerla og DigeZyme® meltingarensím! Við mælum með því að þú takir 1 til 2 hylki á dag. Ráðlagt er að taka hylkin á tóman maga. Til dæmis þegar þú vaknar og rétt áður en þú ferð að sofa!
Það er hlutverk góðra baktería í þörmunum að sjá til þess að meltingin haldist í lagi. Þarmaflóran getur stýrt fæðuinntökunni þinni og um 70% af ónæmiskerfinu er hýst í þörmunum. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að hlúa að þessari starfstöð líkamanns til að viðhalda góðri líkamlegri og andlegri heilsu.
Til þess að hlúa enn betur að þörmunum og meltingarstarfseminni skiptir miklu máli að sofa vel, borða hreina og holla fæðu, slaka á, stunda líkamsrækt og innbyrða ráðlagðan dagskammt af góðgerlum. Góðgerla finnur þú til dæmis í (soja) jógúrti, súrkáli, súrum gúrkum, miso og tempeh.
--
Bætiefni koma ekki í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu. Ekki neyta meira en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um án ráðlegginga frá lækni. Ófrískar konur, konur með börn á brjósti og þeir sem eru að taka lyf ættu einnig að ráðfæra sig við lækni varðandi inntöku bætiefna. Geymist þar sem börn ná ekki til.